Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, harðlega í grein í Fréttablaðinu í dag. Segir Kári að leiða megi rök að því að Sigmundur Davíð sé genginn til liðs við stjórnarandstöðuna og sitji beggja megin borð, sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður. Vísar Kári þar til hugmynda forsætisráðherra varðandi framtíðaruppbyggingu Landspítalans á Vífilsstöðum í stað Hringbrautar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, harðlega í grein í Fréttablaðinu í dag. Segir Kári að leiða megi rök að því að Sigmundur Davíð sé genginn til liðs við stjórnarandstöðuna og sitji beggja megin borð, sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður. Vísar Kári þar til hugmynda forsætisráðherra varðandi framtíðaruppbyggingu Landspítalans á Vífilsstöðum í stað Hringbrautar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, harðlega í grein í Fréttablaðinu í dag. Segir Kári að leiða megi rök að því að Sigmundur Davíð sé genginn til liðs við stjórnarandstöðuna og sitji beggja megin borð, sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður. Vísar Kári þar til hugmynda forsætisráðherra varðandi framtíðaruppbyggingu Landspítalans á Vífilsstöðum í stað Hringbrautar.
„Bjarni Ben og Kristján Þór fréttu af tillögunni þinni með því að lesa um hana í dagblöðum. Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu. Sá eini úr þeirra hópi sem ég veit að þú talaðir við áður en þú hentir sprengjunni var landlæknir sem ráðlagði þér gegn þessu. Það er líklegt að með þessu hafir þú aukið á þá erfiðleika sem við verðum að yfirstíga til þess að húsið rísi fljótt. Hinn möguleikinn er sá að menn ákveði einfaldlega að hunsa þig í þessu máli, forsætisráðherrann sjálfan, og haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það væri býsna auðmýkjandi fyrir ungan forsætisráðherra.
Mér skilst á þeim sem gerst þekkja til þín að þú talir sjaldan við nokkurn mann, ekki einu sinni þingmenn úr þínum eigin flokki og greinilega ekki heldur við samráðherra þína áður en þú veður inn í þeirra málaflokka skæddur á ýmsan máta. Sagan segir líka að þú sitjir löngum stundum einn í myrku herbergi í Alþingishúsinu. Það getur heldur ekki talist gott vegna þess að myrkrið er ekki bara fjarvera ljóss heldur líka eitthvað vont sem leggst á sálina og sviptir hana kærleika sem er eitt af þeim tækjum sem forsætisráðherra verður að nota í sínu daglega starfi,“ skrifar Kári í grein sinni í Fréttablaðinu.