Línan fæddist þegar framleiðandinn brást

HönnunarMars | 19. mars 2016

Línan fæddist þegar framleiðandinn brást

„Nýja línan mín heitir Roots eða Rætur og nafnið vísar í uppruna minn og íslensku náttúruna og formin,“ segir hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir sem býr og starfar í Danmörku og hefur verið búsett erlendis 25 ár. Dögg mun sýna Roots-línuna á HönnunarMars í ár en þetta mun vera fyrsta línan sem hún setur sjálf á markað undir eigin nafni sem framleiðandi.

Línan fæddist þegar framleiðandinn brást

HönnunarMars | 19. mars 2016

Dögg tók málin í sínar hendur þegar framleiðandinn klikkaði.
Dögg tók málin í sínar hendur þegar framleiðandinn klikkaði. Ljósmynd/ Camilla Schiøler

„Nýja línan mín heitir Roots eða Rætur og nafnið vísar í uppruna minn og íslensku náttúruna og formin,“ segir hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir sem býr og starfar í Danmörku og hefur verið búsett erlendis 25 ár. Dögg mun sýna Roots-línuna á HönnunarMars í ár en þetta mun vera fyrsta línan sem hún setur sjálf á markað undir eigin nafni sem framleiðandi.

„Nýja línan mín heitir Roots eða Rætur og nafnið vísar í uppruna minn og íslensku náttúruna og formin,“ segir hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir sem býr og starfar í Danmörku og hefur verið búsett erlendis 25 ár. Dögg mun sýna Roots-línuna á HönnunarMars í ár en þetta mun vera fyrsta línan sem hún setur sjálf á markað undir eigin nafni sem framleiðandi.

Sagan á bak við upphafið á Roots er sérstök að sögn Daggar en framleiðandinn sem hún var í samstarfi við brást henni óvænt. „Hugmyndin að fyrstu vörunum fyrir Roots byrjaði fyrir þremur árum þegar ég að hanna bakka og blaðahaldara fyrir Christofle. Þeir framleiða einungis vandaðar vörur í ryðfrítt stál eða silfur. Ég hafði áður hannað hnífapör fyrir Christofle og svo var meiningin að koma með eitthvað nýtt og stærra. Við héldum fund bæði í París og Mílanó og allt gert klárt. En þegar ég hafði hreinteiknað teikningarnar og búið til pappamódel þá var allt í einu búið að breyta um hönnunarstjóra og sá nýi vildi ekkert við mig tala. Ég fékk þau skilaboð að þau ynnu bara með sínum hönnuðum, það þótti mér skrýtið þar sem ég hafði unnið með þeim áður,“ útskýrir Dögg. En þar sem hún var komin vel á veg í verkefninu ákvað hún að búa til frumtýpur af blaðahaldarann sjálf til að sýna á HönnunarMars 2014. Síðan þá hefur Roots-línan stækkað og Dögg hefur kynnt hluta af henni víða um heim, til dæmis á Northmodernsýningunni í Kaupmannahöfn og á Pop Corn á Maison&Objet í París.

Bakkinn Vök.
Bakkinn Vök.

Umhverfisvitund og einfaldleiki

Eins og áður sagði er Roots-línan unnin meðal annars út frá íslensku náttúrunni og allir hlutir sem hún hannar fá íslensk nöfn. „Já, ég fæ helst innblástur frá Íslandi og íslensku hráefni úr náttúrunni, þar er svo margt að finna sem aðrir ekki hafa. Ég er alltaf að reyna að nota náttúrulegt efni en kannski fer ég stundum út af veginum með þann fókus. Þá verður maður bara að fara aftur upp á veginn og finna ný efni sem geta komið í stað þeirra sem eru ekki eins góð fyrir umhverfið. Upp á síðkastið hef ég unnið mikið með tré og allskyns skinn, hár, ull og fleira.“

Dögg leggur áherslu á að nota náttúruleg efni en einfaldleiki er henni einnig ofarlega í huga þegar hún hannar.„Ég einblíni á að gera einfalda hluti sem hafa notagildi, hvort sem það eru húsgögn, lampar eða eitthvað annað. Ég vil gera eitthvað sem þú hefur ekki séð áð- ur, eitthvað sem vekur upp áhuga og kannski bros og forvitni. Mig langar ekki að vera eins og flestir, ég vil frekar vera öðruvísi og skrýtin í minni hönnun. Þá þarf stundum að taka sénsa sem eru kannski ekki alltaf réttir eða bestir.“ „Þetta er erfið spurning. Ég er búin að vera búsett erlendis í 25 ár og hef oft verið á leiðinni aftur heim til Íslands en einhverra hluta vegna höfum við fjölskyldan alltaf hætt við,“ segir Dögg aðspurð hvort hún sé á leiðinni til Íslands aftur. „Ég gæti alveg hugsað mér að búa í fleiri löndum áður en ég kem aftur heim. Lífið er nú ekki enn þá hálfnað.“

Askja nýtist vel undir bækur og blöð.
Askja nýtist vel undir bækur og blöð.
Parið Katla og Laki koma í nokkrum mismunandi litum.
Parið Katla og Laki koma í nokkrum mismunandi litum.
mbl.is