Fárviðri geisað um Landsbankann

Borgun | 15. apríl 2016

Fárviðri geisað um Landsbankann

„Hafi stormur geisað á síðasta ári vegna áforma um nýjar höfuðstöðvar, þá má segja að fárviðri hafi tekið við vegna sölu á hlut í Borgun hf. Bankinn seldi hlutinn með hagnaði árið 2014 en við hefðum getað gert betur og iðrumst þess. Fyrir nokkrum mánuðum síðan vaknaði á ný heit og á köflum ósanngjörn umræða þegar í ljós kom að Borgun myndi eignast vænan hlut í söluhagnaði af Visa Europe.“

Fárviðri geisað um Landsbankann

Borgun | 15. apríl 2016

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hafi stormur geisað á síðasta ári vegna áforma um nýjar höfuðstöðvar, þá má segja að fárviðri hafi tekið við vegna sölu á hlut í Borgun hf. Bankinn seldi hlutinn með hagnaði árið 2014 en við hefðum getað gert betur og iðrumst þess. Fyrir nokkrum mánuðum síðan vaknaði á ný heit og á köflum ósanngjörn umræða þegar í ljós kom að Borgun myndi eignast vænan hlut í söluhagnaði af Visa Europe.“

„Hafi stormur geisað á síðasta ári vegna áforma um nýjar höfuðstöðvar, þá má segja að fárviðri hafi tekið við vegna sölu á hlut í Borgun hf. Bankinn seldi hlutinn með hagnaði árið 2014 en við hefðum getað gert betur og iðrumst þess. Fyrir nokkrum mánuðum síðan vaknaði á ný heit og á köflum ósanngjörn umræða þegar í ljós kom að Borgun myndi eignast vænan hlut í söluhagnaði af Visa Europe.“

Þetta segir í skýrslu bankaráðs Landsbankans sem lögð var fyrir aðalfund bankans í gær. Í skýrslunni er ávarp Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs. Fresta þurfti kosningu í bankaráð þar sem Birg­ir Björn Sig­ur­jóns­son dró framboð sitt til baka. Kosið verður á fram­haldsaðal­fundi þann 22. apríl nk.

Frétt mbl.is: Kosningu til bankaráðs frestað

Lítið fjallað um aðra Borgunarsölu

Í skýrslunni segir að bankinn hefði getað staðið betur að sölu hlutarins haustið 2014.

Hvatinn til að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjunum var annars vegar óviðunandi staða bankans sem áhrifalaus minnihlutaeigandi og hins vegar þrýstingur Samkeppniseftirlitsins.

Þá segir að bankinn hafi fengið á sig réttmæta gagnrýni fyrir að selja ekki hlutina í opnu ferli haustið 2014. „Því var hlutur í Borgun sem bankinn fékk á liðnu ári frá öðrum sparisjóðnum seldur í opnu ferli fyrir um tvöfalt innra virði sem er álíka verð og salan á hlut Landsbankans árið áður. Lítt hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum,“ segir í skýrslunni.

Eign seld með happadrættismiða

„Þannig er nú með viðskipti á hlutabréfum að ekki verður með vissu séð fyrir hvenær er best að selja og hvernig verð eigi eftir að þróast, hvað þá ef eign er seld með happadrættismiða.“

Bankaráð segir aðalatriði Borgunarmálsins í raun vera einföld eins og þau snúa að Landsbankanum.

„Við hefðum betur selt hlutinn í opnu söluferli og séð fyrir mögulega hlutdeild Borgunar í söluandvirði Visa Europe. Mikilvægast er að engir annarlegir hvatar lágu að baki þeirri ákvörðun bankans að selja hlutinn á þann hátt sem gert var, heldur einvörðungu hagsmunir Landsbankans eins og þeir voru metnir á þeim tíma.“

Þá segir að bankinn hafi þegar dregið lærdóm af þeirri umræðu sem varð í kjölfar umræddra viðskipta og að allt verklag þessu tengt sé í endurskoðun. Fyrir tveimur vikum síðan breytti Landsbankinn með samhljóða ákvörðun bankaráðs stefnu sinni um sölu eigna og skilgreindi nýja stefnu vegna orðsporsáhættu

mbl.is