Hundraðasta mótshelgi tveggja

Formúla-1/Force India | 27. apríl 2016

Hundraðasta mótshelgi tveggja

Tímamót verða á ferli Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá force India í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. Verður það hundraðasta mót hvors um sig í formúlu-1.

Hundraðasta mótshelgi tveggja

Formúla-1/Force India | 27. apríl 2016

Sergio Perez á ferð í kappakstrinum í Barein 1.apríl sl.
Sergio Perez á ferð í kappakstrinum í Barein 1.apríl sl. mbl.is/afp

Tímamót verða á ferli Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá force India í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. Verður það hundraðasta mót hvors um sig í formúlu-1.

Tímamót verða á ferli Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá force India í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. Verður það hundraðasta mót hvors um sig í formúlu-1.

Báðir segjast þeir Hülkenberg og Perez stefna að stigasæti af þessu tilefni. Í fyrsta móti ársins varð sá fyrrnefndi meðal 10 fremstu og færði liði sínu því stig.

Í næstu tveimur mótum glímdi Force India hins vegar við stigaþurrð, hvorugur kláraði meðal tíu fremstu í Barein og Kína.

„Mér finnst það ótrúlegt að þetta skuli vera hundraðasti kappaksturinn minn í formúlu-1. Hvert hefur allur tíminn flogið?,“ segir  Hülkenberg. „Skemmtilegur áfangi og vonandi verður árangurinn eftirminnilegur. Takmarkið er að skora stig í kjölfar tveggja svekkjandi móta. Ég held við höfum ekki sýnt enn hvað í okkur býr.“

Perez segist hlakka til kappakstursins í Sotsjí en þar komst hann í fyrsta sinn á pall á síðasta ári. „Mér líkar brautin einstaklega vel og ég held við verðum samkeppnisfærir um helgina. Þurfum að einbeita okkur að því að bæta keppnishraðann.“

mbl.is