„Þarf að skipta út yfirstjórn Landsbankans“

Borgun | 29. apríl 2016

„Þarf að skipta út yfirstjórn Landsbankans“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krafðist þess á Alþingi í dag, að yfirstjórn Landsbankans, þar á meðal Steinþór Pálsson bankastjóri, verði skipt út vegna þeirra mistaka sem voru gerð í Borgunarmálinu svokallaða.

„Þarf að skipta út yfirstjórn Landsbankans“

Borgun | 29. apríl 2016

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að yfirstjórn Landsbankans víki vegna …
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að yfirstjórn Landsbankans víki vegna Borgunarmálsins. mbl.is/Eggert

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krafðist þess á Alþingi í dag, að yfirstjórn Landsbankans, þar á meðal Steinþór Pálsson bankastjóri, verði skipt út vegna þeirra mistaka sem voru gerð í Borgunarmálinu svokallaða.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krafðist þess á Alþingi í dag, að yfirstjórn Landsbankans, þar á meðal Steinþór Pálsson bankastjóri, verði skipt út vegna þeirra mistaka sem voru gerð í Borgunarmálinu svokallaða.

Þorsteinn lét ummælin falla í umræðum um störf þingsins í morgun.

Hörmungarákvörðun

Hann fjallaði um það að Borgun hefði nýlega greitt út 2,2 milljarða króna í arðgreiðslur. „Þessi arðgreiðsla til eigenda Borgunar sýnir ennþá einu sinni hvílík hörmungarákvörðun það var að af hálfu stjórnenda Landsbankans að selja hlut ríkisins í lokuðu söluferli án þess að fleiri kæmust þar að,“ sagði Þorsteinn úr ræðustól.

Þorsteinn benti á að þessi ákvörðun hafi leitt til þess að meirihluti bankaráðs hefði sagt af sér, þar á meðal fyrrverandi formaður ráðsins. 

mbl.is/Eggert

„Það var ekki fyrrverandi bankaráð Landsbanka Íslands sem seldi Borgun í lokuðu söluferli. Það var ekki bankaráð Landsbankans sem ákvað það að hluturinn skyldi seldur þeim fyrsta sem bankaði á dyrnar á verði sem menn vissu ekkert um hvort að var viðunandi, sem síðan hefur komið í ljós að var alls óviðunandi,“ sagði Þorsteinn. 

Hann sagði að það hefðu verið stjórnendur Landsbankans, þar á meðal bankastjórinn, sem hefðu staðið að sölunni. Þeir sitji hins vegar enn.

Bankasýslan gerði mjög alvarlegar athugasemdir

Þorsteinn benti á að Bankasýsla ríkisins hafi gert mjög alvarlegar athugasemdir við framgöngu stjórnenda Landsbankans í málinu. Hann bætti við að hann gæti ekki séð „hvernig nýtt bankaráð, sem Bankasýsla ríkisins skipaði um daginn, kemst hjá því að gera breytingar á yfirstjórn bankans þannig að um hann og starf bankans megi ríkja sæmilegt traust,“ sagði þingmaðurinn.

„Það skiptir engu máli hvort að bankastjóri Landsbankans og hans samstarfsmenn ætli nú í mál til þess að reyna að fá eitthvað til baka af því sem þeir glutruðu niður með mistökum. Það skiptir engu máli. Það þarf að skipta út yfirstjórn Landsbankans vegna þessa máls,“ sagði þingmaðurinn að lokum.

mbl.is