Af hverju var hengingarólin lengd?

Af hverju var hengingarólin lengd?

Hvers vegna var sífellt verið að lengja í hengingarólinni þegar skýrar vísbendingar voru um að forsendur fyrir áframhaldandi rekstri Sparsjóðs Keflavíkur væru hæpnar, spurði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullrúa Fjármálaeftirlitsins á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.

Af hverju var hengingarólin lengd?

Rannsókn á falli sparisjóðanna | 3. maí 2016

Hvers vegna var sífellt verið að lengja í hengingarólinni þegar skýrar vísbendingar voru um að forsendur fyrir áframhaldandi rekstri Sparsjóðs Keflavíkur væru hæpnar, spurði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullrúa Fjármálaeftirlitsins á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.

Hvers vegna var sífellt verið að lengja í hengingarólinni þegar skýrar vísbendingar voru um að forsendur fyrir áframhaldandi rekstri Sparsjóðs Keflavíkur væru hæpnar, spurði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullrúa Fjármálaeftirlitsins á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.

Ragnar Hafliðason, sem var sérstakur ráðgjafi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sagði að vorið 2009 hefði útlit verið fyrir að forsendur fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu, með þátttöku kröfuhafa og ríkissjóðs, væru fyrir hendi.  „Það blasti ekkert við að sjóðurinn var farinn á hausinn,“ sagði Ragnar.

Gunnar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, sagði að ákvarðanir sem þessar væru alltaf teknar í ljósi fyrirliggjandi aðstæðna og útlits. Á þessum tíma hefði ríkissjóður látið í ljós vilja til að koma með eiginfjárframlag og einnig var rík ástæða fyrir kröfuhafa til að reyna ná samningum.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Ragnar hvers vegna sjóðnum hafi ekki verið lokað þegar FME tók hann yfir. Hvers vegna SpKef hafi verið stofnaður út frá Sparisjóði Keflavíkur. Ragnar sagði ákvörðunina alfarið hafa verið í höndum fjármálaráðuneytisins. Hins vegar hefði FME haft heimildir til að loka sjóðnum.

Ekki var talið æskilegt að loka sjóðnum og þar með fyrir innlán á þessum tíma.

Hann sagði SpKef hafa verið stofnaðan með svipuðum hætti og gert var með bankana haustið 2008. Það hafi verið á ábyrgð ríkissjóðs að koma með fullnægjandi eigið fé í fyrirtækið.

Unnu eftir bestu vitneskju

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist ekki telja það mjög varlega farið að gera ráð fyrir að allt muni ganga upp og spurði um ábyrgð Fjármálaeftirlitsins. 

Ragnar sagði að Fjármálaeftirlitið hefði unnið eftir bestu vitneskju um stöðu mála. 

Gunnar sagði málið hafa verið í stöðugri skoðun. Taka hafi þurft tillit til aðstæðna á hverjum tíma.

25 milljarða kostnaður

Gjaldþrot SpKef kostaði al­menn­ing um 25 millj­arða króna.

Hinn 22. apríl 2010 tók Fjár­mála­eft­ir­litið yfir vald stofn­fjár­hafa­fund­ar spari­sjóðsins, vék stjórn sjóðsins frá og skipaði í fram­hald­inu skila­nefnd yfir spari­sjóðnum. Ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fól jafn­framt í sér að all­ar eign­ir og skuld­bind­ing­ar spari­sjóðsins voru færðar í nýtt fé­lag, Spkef spari­sjóð.

Landsbankinn yfirtók SpKef árið 2011.

Frétt mbl.is: Endurreisn SpKef pólitísk ákvörðun

SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík árið 2010.
SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík árið 2010.
Landsbankinn yfirtók SpKef árið 2011.
Landsbankinn yfirtók SpKef árið 2011. mbl.is/Víkurfréttir
mbl.is