Sauberliðið sleppir þróunarakstri formúluliðanna sem er á dagskrá í Barcelona á Spáni í framhaldi af Spánarkappakstrinum, sem þar fer fram annan sunnudag, 15. maí.
Sauberliðið sleppir þróunarakstri formúluliðanna sem er á dagskrá í Barcelona á Spáni í framhaldi af Spánarkappakstrinum, sem þar fer fram annan sunnudag, 15. maí.
Sauberliðið sleppir þróunarakstri formúluliðanna sem er á dagskrá í Barcelona á Spáni í framhaldi af Spánarkappakstrinum, sem þar fer fram annan sunnudag, 15. maí.
Reynsluaksturinn stendur yfir dagana 17. og 18. maí og stefnir allt í að Sauber verði eina liðið sem ekki nýtir þetta tækifæri til þróunar bíla sinna.
Talið er að megin ástæða þessa séu viðvarandi fjárhagsörðugleikar sem hrjáð hafa Sauberliðið undanfarin misseri, ekki hvað síst það sem af er þessu ári.