Innanhússarkitektinn Hanna Stína býr á vandaðri og huggulegri hæð í hjarta gömlu Reykjavíkur ásamt kærasta sínum og einkadóttur. Hún hefur hannað mörg af glæsilegustu heimilum og fyrirtækjum landsins. Það sem er heillandi við hennar stíl er að það er aldrei langt í íburðinn og hún fer alltaf svolítið lengra en aðrir myndu þora að fara án þess þó að útkoman verði of mikið.
Innanhússarkitektinn Hanna Stína býr á vandaðri og huggulegri hæð í hjarta gömlu Reykjavíkur ásamt kærasta sínum og einkadóttur. Hún hefur hannað mörg af glæsilegustu heimilum og fyrirtækjum landsins. Það sem er heillandi við hennar stíl er að það er aldrei langt í íburðinn og hún fer alltaf svolítið lengra en aðrir myndu þora að fara án þess þó að útkoman verði of mikið.
Innanhússarkitektinn Hanna Stína býr á vandaðri og huggulegri hæð í hjarta gömlu Reykjavíkur ásamt kærasta sínum og einkadóttur. Hún hefur hannað mörg af glæsilegustu heimilum og fyrirtækjum landsins. Það sem er heillandi við hennar stíl er að það er aldrei langt í íburðinn og hún fer alltaf svolítið lengra en aðrir myndu þora að fara án þess þó að útkoman verði of mikið.
Á gólfum eru ljósir, reyktir eikarplankar sem eru falleg andstæða við veggina sem eru ýmist grábrúnir eða veggfóðraðir.
Sem innanhússarkitekt finnst Hönnu Stínu mikilvægt að nota fjölbreyttan efnivið og festast ekki í því að nota alltaf sömu flísarnar og sama parketið.
„Það er ekki hægt að segja að einhver ein eða tvær tegundir af parketi eða stein sé flottust því það eru til milljón tegundir af fallegum efnivið þarna úti og ég reyni að nota alltaf nýtt efni í hvert skipti. Þetta á bæði við þegar ég hanna fyrir sjálfa mig og viðskiptavini mína. Þótt ég reyni að gera eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég tek að mér nýtt verkefni passa ég
að halda mig innan míns ramma. Ég heyri það oftar en ekki að fólk þekki verkin mín án þess að ég hafi verið nefnd á nafn og ég vil alls ekki að það breytist,“ segir hún.
Það sem heillaði Hönnu Stínu við þessa íbúð voru gips-listarnir í loftunum, stóru gluggarnir og auðvitað skipulag íbúðarinnar og hversu auðvelt var að breyta henni til hins betra. Í íbúðinni er hátt til lofts þannig að fallegu ljósin hennar fá að njóta sín. Húsið var byggt 1929 og var líklega ein íbúð þegar það var byggt en í dag eru þrjár íbúðir í húsinu.
„Ég fann eldgamla auglýsingu úr Vísi frá 1930 frá manni sem hét August Håkansson sem bjó hér í þessu húsi og auglýsti sig sem húsaskreytara og gerði húsgögn og fleira, það fannst mér skemmtileg tilviljun. Líklega var hann einn af fyrstu innanhússhönnuðum þess tíma,“ segir hún og hlær
Hanna Stína skipti um eldhús og gólfefni á íbúðinni. Eldhúsið er aðalstaðurinn í íbúðinni með risastóru borði í miðjunni. Eldhúsinnréttingin er grá sprautulökkuð og ofan á er Fior di Bosco-marmari frá Fígaró. Á veggjunum eru flísar frá Agli Árnasyni sem skapa einstaka stemningu á móti viftunni sem er klædd með antík-spegli úr Glerborg. Liturinn á veggjunum í stofunni og eldhúsinu skapar notalega stemningu og hjúfrar sig að heimilisfólkinu. „Ég er sérstaklega ánægð með þennan lit, hann er alls ekki of ljós og alls ekki of dökkur,“ segir hún. Það sem er býr til skemmtilega stemningu á ganginum er að Hanna Stína lét lakka panelinn á ganginum í dökkbláum lit. „Panellinn var hvíttaður og úr furu. Hann breytti algerlega um karakter eftir að hann var stíflakkaður dökkblár. Ég vildi hafa ganginn dökkan en svart var of mikið þannig að þessi fallegi bláberjalitur varð fyrir valinu.“
Hún lét einnig mála loftið í sama matta dökkbláa litnum og á milli er veggfóðrað með Cole and Son Hexagon-veggfóðri.
Þegar Hanna Stína er spurð að því hvort það vanti eitthvað í íbúðina nefnir hún fataherbergi. Hún safnar nefnilega ekki bara fallegum hlutum heldur er fataskápur hennar eins og hjá alvöru glamúr-drottningu.
„Það sem mig myndi langa að bæta við íbúðina er fataherbergi og stærra anddyri en svo vinnur maður bara með það sem maður hefur hverju sinni. Í næsta húsi sem ég geri fyrir sjálfa mig fer ég í nútímalegri stíl. Mig langar í alveg dökk viðargólf og ljósari veggi, eldhúsinnréttingin verður stílhreinni og húsgögnin í einfaldari línum,“ segir hún enda alltaf komin nokkrum skrefum á undan sjálfri sér og samtímanum.