Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögn varðandi samkeppni á verslunarrými í Leifsstöð.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögn varðandi samkeppni á verslunarrými í Leifsstöð.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögn varðandi samkeppni á verslunarrými í Leifsstöð.
Í tilkynningu frá Isavia segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Í tilkynningu segir að Isavia hafi ekki talið rétt að birta viðkvæm viðskiptagögn fyrirtækja sem tóku þátt í forvalinu án dómsúrskurðar. Segir að upplýsingarnar sem þátttakendur hafi veitt séu alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í hefðbundnum opinberum útboðum veita.
Þetta er sjöundi dómurinn eða úrskurðinn sem fellur í þessu máli og varðar umrædd gögn. Öllum kröfum eða málatilbúnaði Isavia hefur verið hafnað.
Á heimasíðu Kaffitárs má finna reifun á fyrri niðurstöðum.
Kaffitár missti verslunarrými sitt í Leifsstöð eftir tíu ára rekstur í flugstöðinni þegar skipulagi vallarins var breytt. Síðan hefur fyrirtækið barist fyrir því að fá birtar röksemdir fyrir ákvörðuninni. Í samtali við Morgunblaðið í febrúar sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, að um prinsippmál væri að ræða.
„Bara prinsippsins vegna viljum við vita af hverju og rök úrskurðarnefndar upplýsingamála eru einmitt þau að okkur sé nauðsynlegt að sjá önnur gögn og samanburðinn til að hægt sé að átta sig á röksemdum Isavia fyrir ákvörðuninni,“ sagði Aðalheiður.