Kaffitár leitar atbeina sýslumanns gegn Isavia

Kaffitár leitar atbeina sýslumanns gegn Isavia

Lögmaður Kaffitárs hefur sent Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að aðför verði gerð að gögnum í fórum Isavia. Beiðnin varðar gögn sem Kaffitár hefur lengi kallað eftir og tengjast samkeppni sem Isavia efndi til um leigurými í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Aðfararbeiðnina byggir Kaffitár á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í vikunni. Isavia hefur lýst því yfir að niðurstaða dómsins verði kærð til Hæstaréttar.

Kaffitár leitar atbeina sýslumanns gegn Isavia

Verslunarrýmið í Leifsstöð | 16. júní 2016

Deilt er um leigurýmin í Leifsstöð.
Deilt er um leigurýmin í Leifsstöð. Eggert Jóhannesson

Lögmaður Kaffitárs hefur sent Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að aðför verði gerð að gögnum í fórum Isavia. Beiðnin varðar gögn sem Kaffitár hefur lengi kallað eftir og tengjast samkeppni sem Isavia efndi til um leigurými í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Aðfararbeiðnina byggir Kaffitár á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í vikunni. Isavia hefur lýst því yfir að niðurstaða dómsins verði kærð til Hæstaréttar.

Lögmaður Kaffitárs hefur sent Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að aðför verði gerð að gögnum í fórum Isavia. Beiðnin varðar gögn sem Kaffitár hefur lengi kallað eftir og tengjast samkeppni sem Isavia efndi til um leigurými í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Aðfararbeiðnina byggir Kaffitár á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í vikunni. Isavia hefur lýst því yfir að niðurstaða dómsins verði kærð til Hæstaréttar.

Í niðurstöðu héraðsdóms er hins vegar áréttað að möguleg kæra til Hæstaréttar fresti ekki réttaráhrifum dómsins.

„Isavia getur sannarlega kært niðurstöðuna en það er útilokað að það verði tekið fyrir fyrr en að loknu réttarhléi í haust og þá verður Kaffitár væntanlega fyrir löngu komið með gögnin í hendur,“ segir Ragnar H. Hall, lögmaður Kaffitárs.

Meira um málið í ViðskiptaMogganum

mbl.is