Birkir Bjarna bræðir hjörtu

EM skúmaskotið | 28. júní 2016

Birkir Bjarna bræðir hjörtu

Hinn hárprúði og fjallmyndarlegi Birkir Bjarnason hefur aldeilis verið að slá í gegn undanfarna daga, enda hefur hann staðið sig eins og hetja á Evrópumótinu í Frakklandi.

Birkir Bjarna bræðir hjörtu

EM skúmaskotið | 28. júní 2016

Birkir Bjarnason á hefur aldeilis kveikt í hjörtum kvenþjóðarinnar.
Birkir Bjarnason á hefur aldeilis kveikt í hjörtum kvenþjóðarinnar. AFP

Hinn hárprúði og fjallmyndarlegi Birkir Bjarnason hefur aldeilis verið að slá í gegn undanfarna daga, enda hefur hann staðið sig eins og hetja á Evrópumótinu í Frakklandi.

Hinn hárprúði og fjallmyndarlegi Birkir Bjarnason hefur aldeilis verið að slá í gegn undanfarna daga, enda hefur hann staðið sig eins og hetja á Evrópumótinu í Frakklandi.

Segja má að kappinn hafi kveikt í hjörtum heimsbyggðarinnar, og þá einkum og sér í lagi hjörtum kvenpeningsins.

Birki hefur meðal annars verið líkt við ungan Brad Pitt, eða Chris Hemsworth í hlutverki þrumuguðsins Þórs líkt og lesa má í lofgrein sem Daily Mail birti. Og er svo sannarlega ekki leiðum að líkjast.

Þá hefur tískurisinn Asos til að mynda sett sig í samband við Birki og boðið honum að ganga tískupallana að loknu móti, þó að Asos hafi játað að hugsanlega þyrfta að endurhugsa það boð eftir sigurinn gegn Englendingum í gær.

Við vonum þó að sjálfsögðu að kappinn, sem og liðsfélagar hans, dvelji sem lengst í Frakklandi og haldi áfram að gera allt vitlaust á vellinum.

Kvenpeningurinn er sérlega hrifinn af Birki.
Kvenpeningurinn er sérlega hrifinn af Birki. Ljósmynd / skjáskot Instagram
mbl.is