Þorbjörg Gísladóttir, keppandi The Biggest Loser Ísland, ætlar í fallhlífarstökk í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem hún prófar eitthvað í þessum dúr en hana hefur þó lengi dreymt um að fara í teygjustökk, það hefur þó þurft að bíða.
Þorbjörg Gísladóttir, keppandi The Biggest Loser Ísland, ætlar í fallhlífarstökk í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem hún prófar eitthvað í þessum dúr en hana hefur þó lengi dreymt um að fara í teygjustökk, það hefur þó þurft að bíða.
Þorbjörg Gísladóttir, keppandi The Biggest Loser Ísland, ætlar í fallhlífarstökk í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem hún prófar eitthvað í þessum dúr en hana hefur þó lengi dreymt um að fara í teygjustökk, það hefur þó þurft að bíða.
„Ég á bókað stökk hjá FFF-Dropzone- Hella kl 19:00 í kvöld ef veður leyfir,“ segir Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er gjarnan kölluð. Tobba átti að fara í fallhlífarstökkið fyrir viku síðan en því var frestað fegna veðurs.
„Við systurnar vorum eitthvað að ræða þetta stuttu eftir að ég kom heim af Ásbrú, sem var í nóvember í fyrra. Hún er búin að stökkva tvisvar og var að tala um að fara aftur núna í sumar og ég spurði hvort ég mætti ekki koma með. Henni fannst það tær snilld og þá var það ákveðið.“
„Ég hef ekki prófað neitt í þessum dúr áður en mig hefur alltaf langað i teygjustökk,“ útskýrir Tobba sem lét aldrei verða af teygjustökkinu sökum þess að hún er búin að fara í aðgerðir á hnjám. „Læknar ráðlögðu mér að fara ekki í teygjustökkið.“
Finnur ekki fyrir hræðslu
Tobba kveðst vera rosalega spennt fyrir fallhlífarstökkinu. „Ég finn enn sem komið er ekki fyrir hræðslu, mér finnst hálf óraunverulegt að þetta sé að gerast. En ég tek Gumma Ben á þetta: „ef þetta er draumur - aldrei vekja mig - aldrei vekja mig “
Systir Tobbu kemst því miður ekki með henni í stökkið að þessu sinni. „Nei, hún er búin að vera æfa fyrir hjólakeppnina Gullna hringinn og varð fyrir því óhappi að „fljúga“ af hjólinu í gær. Hún flaug á hausinn og endaði upp á slysó en slapp sem betur fer við beinbrot.“
Aðspurð hvað sé á döfinni kveðst Tobba ekki vera viss. „Ég hef ekki sett mér fleiri áhættumarkmið í bili, en veit svo sem ekkert hverju ég get tekið upp á eftir stökkið í kvöld. Þetta snýst um að setja sér raunhæf markmið og takast að framkvæma þau. Það eru þessir litlu persónulegu sigrar sem skipta svo miklu máli,“ segir Tobba að lokum.