Fjárfestingarfyrirtæki í Sviss, Longbow Finance, hefur yfirtekið Sauberliðið. Hættir stofnandinn og eigandinn Peter Sauber öllum afskiptum af liðinu, sem áfram verður þó við hann kennt.
Fjárfestingarfyrirtæki í Sviss, Longbow Finance, hefur yfirtekið Sauberliðið. Hættir stofnandinn og eigandinn Peter Sauber öllum afskiptum af liðinu, sem áfram verður þó við hann kennt.
Fjárfestingarfyrirtæki í Sviss, Longbow Finance, hefur yfirtekið Sauberliðið. Hættir stofnandinn og eigandinn Peter Sauber öllum afskiptum af liðinu, sem áfram verður þó við hann kennt.
Longbow eignast Sauber að öllu leyti en liðið hefur átt í miklum fjárhagskröggum allt frá í fyrra. Hefur það ekki unnið eitt einasta stig í keppni það sem af er formúlutíðinni í ár.
Samningar um yfirtökuna voru undirritaðir í gær og segir forstjórinn Pascal Picci, að takmarkið sé að koma á fjárhagslegum stöðugleika hjá Sauber og skapa því grunn fyrir árangursríka framtíð.
Picci tekur við stjórnarformennsku hjá Sauberliðinu og Monisha Kaltenborn verður áfram framkvæmdastjóri Sauberfyrirtækisins og liðsstjóri.