Flottustu flúruðu Íslendingarnir

Aron & Kristbjörg | 23. júlí 2016

Flottustu flúruðu Íslendingarnir

Í dag virðist annar hver maður vera með húðflúr en sumir bera þau betur en aðrir. Meðfylgjandi er listi yfir nokkra Íslendinga sem skarta skrautlegum og flottum húðflúrum og gera það vel. 

Flottustu flúruðu Íslendingarnir

Aron & Kristbjörg | 23. júlí 2016

Sara María, Emmsjé Gauti, Ólafía og Jón Gnarr eru meðal …
Sara María, Emmsjé Gauti, Ólafía og Jón Gnarr eru meðal þeirra sem lúkka ansi vel með sín flúr.

Í dag virðist annar hver maður vera með húðflúr en sumir bera þau betur en aðrir. Meðfylgjandi er listi yfir nokkra Íslendinga sem skarta skrautlegum og flottum húðflúrum og gera það vel. 

Í dag virðist annar hver maður vera með húðflúr en sumir bera þau betur en aðrir. Meðfylgjandi er listi yfir nokkra Íslendinga sem skarta skrautlegum og flottum húðflúrum og gera það vel. 

Rapparinn Emmsjé Gauti er mikill húðflúráhugamaður og skartar nokkrum stærðarinnar tattúum. Hann er meðal annars með flúr af Kjarval, Ragnheiði Jónsdóttur, Jóni Sigurðssyni, og Jónasi Hallgrímssyni á upphandleggnum. Svo er hann með eitt flúr tileinkað móður sinni líka, sætt.

Emmsjé Gauti er vel skreyttur.
Emmsjé Gauti er vel skreyttur.

Listakonan Sara María Júlíudóttir er ein flúraðasta kona landsins. Húðflúrin eru flest öll ævintýraleg og litrík. 

Sigrún Jónsdóttir, Hildur Sif Kristborgardóttir og Sara María Júlíudóttir.
Sigrún Jónsdóttir, Hildur Sif Kristborgardóttir og Sara María Júlíudóttir. mbl.is/Eggert

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon er með nokkur húðflúr á handleggjunum, öll eru þau einstök og virðast vera teikningar eftir hann sjálfan.

Tónlistamaðurinn Sindri Már Sigfússon skartar flottum tattúum.
Tónlistamaðurinn Sindri Már Sigfússon skartar flottum tattúum.

Söngkonan Svala Björgvins er með svokallað „sleeve“ og það fer henni virkilega vel. Húðflúrið er litríkt og í asískum stíl.

Daníel Þór Bjarnason, Saga Líf Friðriksdóttir og Svala Björgvinsdóttir.
Daníel Þór Bjarnason, Saga Líf Friðriksdóttir og Svala Björgvinsdóttir. Eggert Jóhannesson

Gísli Pálmi er þakinn húðflúrum en er hvergi nærri hættur því hann er tíður gestur á húðflúrstofum bæjarins.

Rapparinn Gísli Pálmi.
Rapparinn Gísli Pálmi. mbl.is/Styrmir Kári

Húðflúrlistakonan Ólafía Kristjánsdóttir er með tattú um allan líkamann sem hún hefur fengið sér víða um heim, meðal annars í Miami og London. Flúrin fara henni einstaklega vel.

Ólafía Kristjánsdóttir ber húðflúrin einstaklega vel.
Ólafía Kristjánsdóttir ber húðflúrin einstaklega vel.

Árið 2010 lét Jón Gnarr flúra á sig skjaldarmerki Reykjavíkur en stuttu seinna fékk hann sýkingu í tattúið. Það reddaðist þó og flúrið lítur vel út.

Auðvitað kemst Jón Gnarr á listann!
Auðvitað kemst Jón Gnarr á listann! mbl.is/Ómar Óskarsson

Listakonan Sunna Ben er með einstaklega svöl tattú, meðal annars á handleggjum og fótleggjum. Við erum að tala um tígrisdýr, kisur, blóm og portrettmynd svo eitthvað sé nefnt!

Sunna Ben er vel skreytt.
Sunna Ben er vel skreytt. Ljósmynd/Instagram @sunnaben

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er eflaust einn best flúraði fótboltakappi í heimi. Í júní fjallaði Smartland Mörtu Maríu um flúr Arons Einars en þau hafa öll ákveðna merkingu og tengjast nokkur heimahögum Arons Einars á Akureyri. Fyrirliðinn hefur verið duglegur að deila myndunum af flúrunum á Instagram-síðu sinni.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er þakinn …
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er þakinn flúrum. AFP

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er þakinn húðflúrum. Flúrin eru bæði í lit og svört og ber Krummi þau vel.

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus.
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er með nokkur skemmtileg húðflúr. Flúrin eru flest á handleggjum Ragnheiðar í hinum ýmsu litum og óhætt er að segja að Ragnheiður beri þau vel.

Ragnheiður Eiríksdóttir með flúrin.
Ragnheiður Eiríksdóttir með flúrin. Ljósmynd/Gabrielle Motola

Listamaðurinn Elli Egilsson er með húðflúr víða um líkamann, meðal annars á hálsinum, og tekur sig vel út með þau.

Listamaðurinn Elli Egilsson er með listaverk víða um líkamann.
Listamaðurinn Elli Egilsson er með listaverk víða um líkamann.
mbl.is