Hamilton sýndi fingurinn

Formúla-1/Haas F1 | 29. júlí 2016

Hamilton sýndi fingurinn

Esteban Gutierrez hjá Haas kvartar sárt undan Lewis Hamilton í kappakstrinum í Búdapest og telur að refsa hefði átt honum fyrir „ruddalega framkomu“.

Hamilton sýndi fingurinn

Formúla-1/Haas F1 | 29. júlí 2016

Esteban Gutierrez á ferð á Haasbílnum í Hockenheim í dag.
Esteban Gutierrez á ferð á Haasbílnum í Hockenheim í dag. AFP

Esteban Gutierrez hjá Haas kvartar sárt undan Lewis Hamilton í kappakstrinum í Búdapest og telur að refsa hefði átt honum fyrir „ruddalega framkomu“.

Esteban Gutierrez hjá Haas kvartar sárt undan Lewis Hamilton í kappakstrinum í Búdapest og telur að refsa hefði átt honum fyrir „ruddalega framkomu“.

Hamilton dró Gutierrez uppi og þótti standa á því að sér væri hleypt fram úr en brautarverðir veifuðu  bláum flöggum Haas-ökumanninum til viðvörunar.

Segir mexíkóski ökumaðurinn að heimsmeistarinn hafi sýnt sér fingur er hann tók fram úr. Var Gutierrez veitt tímavíti fyrir drátt á því að hleypa Hamilton fram úr sér. Telur hann að það hafi verið ósanngjörn refsing.

„Í fyrsta lagi segir reglan að maður hafi marga hringi til að hleypa öðrum fram úr sér og í öðru lagi að maður verði að finna öruggan stað til að gera það,“ segir Gutierrez um reglurnar um bláu flöggin.

„Hálfa hringinn sem þeir voru á eftir mér, það er Lewis og Nico [Rosberg], þeir birtust snögglega og á mikill ferð því þeir eru með miklu öflugri bíl en ég. Aldrei breytti ég aksturslínu minni til að verjast. Ég vissi af þeim og valdi öruggasta staðinn til að víkja fyrir þeim, beina upphafs- og lokakafla brautarinnar.  

Mér hefur aldrei verið refsað fyrir tafir og því vék ég á öruggasta blettinum til að þeir sem á eftir voru þyrftu enga óþarfa áhættu að taka. Og fyrir það er mér refsað. Það ætti að refsa honum [Hamilton] fyrir óvirðulega framkomu.“

Esteban Gutierrez á ferð á Haasbílnum í Hockenheim í dag.
Esteban Gutierrez á ferð á Haasbílnum í Hockenheim í dag. AFP
Esteban Gutierrez á ferð á Haasbílnum í Hockenheim í dag.
Esteban Gutierrez á ferð á Haasbílnum í Hockenheim í dag. AFP
mbl.is