Hülkenberg áfram hjá Force India

Formúla-1/Force India | 29. júlí 2016

Hülkenberg áfram hjá Force India

Nico Hülkenberg hefur formlega staðfest, að hann keppi fyrir Force India á næsta ári. Verður það fimmta keppnistíð hans hjá liðinu.

Hülkenberg áfram hjá Force India

Formúla-1/Force India | 29. júlí 2016

Hülkenberg (t.v.) ræðir við landa sinn Sebastian Vettel í Hockenheim …
Hülkenberg (t.v.) ræðir við landa sinn Sebastian Vettel í Hockenheim í gær. AFP

Nico Hülkenberg hefur formlega staðfest, að hann keppi fyrir Force India á næsta ári. Verður það fimmta keppnistíð hans hjá liðinu.

Nico Hülkenberg hefur formlega staðfest, að hann keppi fyrir Force India á næsta ári. Verður það fimmta keppnistíð hans hjá liðinu.

Hülkenberg keppti fyrir Force India 2012 og svo aftur frá 2014 eftir eitt ár í millitíðinni hjá Sauber.

Enn sem komið er ríkir óvissa um framtíð hins ökuþórs liðsins, Sergio Perez. Þrátt fyrir að liðsstjórinn Vijay Mallya hafi sagt í Silverstone að hann yrði áfram í sæti hjá Force India gefur Perez sjálfur til kynna að botn sé ekki fenginn í samningamál hans.

mbl.is