Tuttugu manna hópur sem starfar hjá eignarhaldsfélagi Kaupþings getur fengið úthlutað samtals tæplega 1,5 milljörðum króna í bónus sem verður greiddur út ekki síðar en í lok apríl 2018. Þetta kemur fram í DV í dag.
Tuttugu manna hópur sem starfar hjá eignarhaldsfélagi Kaupþings getur fengið úthlutað samtals tæplega 1,5 milljörðum króna í bónus sem verður greiddur út ekki síðar en í lok apríl 2018. Þetta kemur fram í DV í dag.
Tuttugu manna hópur sem starfar hjá eignarhaldsfélagi Kaupþings getur fengið úthlutað samtals tæplega 1,5 milljörðum króna í bónus sem verður greiddur út ekki síðar en í lok apríl 2018. Þetta kemur fram í DV í dag.
Þar segir að að stórum hluta verði um að ræða sömu starfsmenn og hafi þegar fengið greiddan bónus upp á tugi milljóna samtímis því að Kaupþing lauk nauðasamningum um síðastliðin áramót. Takist þeim að ná tilteknum markmiðum sem miða að því að hámarka virði óseldra eigna Kaupþings og þar með endurheimtur kröfuhafa félagsins eiga þeir í vændum enn frekari bónusgreiðslur.
Í sumum tilfellum geta starfsmenn fengið um og yfir 100 milljónir króna í sinn hlut, en verðmætasta eign Kaupþings er 87% hlutur félagsins í Arion banka.
Tillaga um bónuskerfið verður lögð til samþykktar fyrir aðalfund sem fram fer 30. ágúst.
Í starfskjarastefnunni sem DV hefur undir höndum er sérstaklega tekið fram að bónuskerfið sem nú verður mögulega innleitt nái ekki til stjórnar og annarra stjórnenda Kaupþings en hins vegar verði komið upp sérstöku bónuskerfi fyrir þá síðar meir.