Áætlun um greiðslur kaupauka til stjórnar og lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins LBI ehf., sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á aðalfundi félagsins í vor, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Áætlun um greiðslur kaupauka til stjórnar og lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins LBI ehf., sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á aðalfundi félagsins í vor, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Áætlun um greiðslur kaupauka til stjórnar og lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins LBI ehf., sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á aðalfundi félagsins í vor, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi félagsins, segir að engir kaupaukar hafi enn verið greiddir út. „Samþykkt var þessi áætlun um að ef og þegar ákveðinn árangur næðist í því að afla verðmæta fyrir eignirnar yrðu þessir kaupaukar greiddir í hlutfalli við það,“ segir Páll.
Ekki fengust upplýsingar um hversu háir þessir kaupaukar LBI ættu að vera. Á aðalfundi Kaupþings, sem haldinn verður í dag, verður lögð fram tillaga um kaupauka til starfsmanna, samtals að fjárhæð 1,5 milljarðar króna.