Ólína vill „ofurskatt á ofurlaun“

Bankabónusar | 31. ágúst 2016

Ólína vill „ofurskatt á ofurlaun“

Ólína Þorvarðsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að þær bónusgreiðslur sem kynntar hafi verið séu brjálæði sem samfélagið geti ekki sætt sig við og að það sé hlutverk löggjafans að setja lagaramma um skilyrði fyrir slíkum greiðslum til að tryggja frið í samfélaginu. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Ólínu.

Ólína vill „ofurskatt á ofurlaun“

Bankabónusar | 31. ágúst 2016

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður.
Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður.

Ólína Þorvarðsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að þær bónusgreiðslur sem kynntar hafi verið séu brjálæði sem samfélagið geti ekki sætt sig við og að það sé hlutverk löggjafans að setja lagaramma um skilyrði fyrir slíkum greiðslum til að tryggja frið í samfélaginu. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Ólínu.

Ólína Þorvarðsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að þær bónusgreiðslur sem kynntar hafi verið séu brjálæði sem samfélagið geti ekki sætt sig við og að það sé hlutverk löggjafans að setja lagaramma um skilyrði fyrir slíkum greiðslum til að tryggja frið í samfélaginu. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Ólínu.

Segir hún að ofurgreiðslur í formi kaupauka séu ögrun við almennt velsæmi og að skattleggja þurfi „slíka óráðsíu út af borðinu með ofurskatti á ofurlaun.

Ólína segir ástandið núna minna á árið 2007 og að einkenni þess tímabils séu nú allsráðandi. „Nema hvað nú getum við ekki látið sem við sjáum ekki hvað er að gerast. Að þessu sinni eigum við val um það að forða siðferðishruni.

mbl.is