Starfi án áhrifa frá ráðuneytum

Starfi án áhrifa frá ráðuneytum

Mikilvægt er að sjálfstæðar eftirlitsstofnanir sinni störfum sínum án áhrifa frá því ráðuneyti sem þær heyra stjórnskipulega undir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um skýrslu rannsókn­ar­nefnd­ar þingsins um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Bent er á að aðkoma fjármálaráðuneytisins að endurreisn fjármálakerfisins, þar með talið sparsjóðskerfisins, og hafi verið mikil á síðasta kjörtímabili og gæti ráðuneytið því ekki vísað allri ábyrgð á hendur eftirlitsaðilum.

Starfi án áhrifa frá ráðuneytum

Rannsókn á falli sparisjóðanna | 31. ágúst 2016

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt er að sjálfstæðar eftirlitsstofnanir sinni störfum sínum án áhrifa frá því ráðuneyti sem þær heyra stjórnskipulega undir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um skýrslu rannsókn­ar­nefnd­ar þingsins um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Bent er á að aðkoma fjármálaráðuneytisins að endurreisn fjármálakerfisins, þar með talið sparsjóðskerfisins, og hafi verið mikil á síðasta kjörtímabili og gæti ráðuneytið því ekki vísað allri ábyrgð á hendur eftirlitsaðilum.

Mikilvægt er að sjálfstæðar eftirlitsstofnanir sinni störfum sínum án áhrifa frá því ráðuneyti sem þær heyra stjórnskipulega undir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um skýrslu rannsókn­ar­nefnd­ar þingsins um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Bent er á að aðkoma fjármálaráðuneytisins að endurreisn fjármálakerfisins, þar með talið sparsjóðskerfisins, og hafi verið mikil á síðasta kjörtímabili og gæti ráðuneytið því ekki vísað allri ábyrgð á hendur eftirlitsaðilum.

Sú ákvörðun að endurreisa fjármálakerfið hafi fyrst og fremst verið pólitísk. Ekki er hins vegar tekið undir það að eftirlitsstofnanir hafi sætt pólitískum þrýstingi frá ráðuneytinu. Þar er sérstaklega vísað til þeirrar ákvörðunar að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur. Hlutverk og ábyrgð stofnana sem komu að málefnum sparisjóðsins hafi verið skýr og þær tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Undirbúningi fyrir endurreisn Sparisjóðs Keflavíkur hafi verið áfátt. Ekki hafi til að mynda verið litið til allra fyrirliggjandi gagna áður en til þess kom.

„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd telur að skýrsla fjármálaráðherra fyrir rannsóknarnefndinni bendi til þess að stjórnvöld hafi ekki litið til allra fyrirliggjandi gagna við töku ákvörðunar um endurreisn Sparisjóðsins í Keflavík. Nefndin telur að við þessar aðstæður, þar sem fyrirsjáanleg voru mikil útgjöld ríkissjóðs, hefði verið eðlilegt að kalla eftir öllum gögnum er málið vörðuðu,“ segir í áliti nefndarinnar. Rannsóknarskýrslan sýni að sparisjóðurinn hafi haldið áfram starfsemi þrátt fyrir að opinber gögn hafi bent til sífellt verri stöðu hans. 

Lágmarksreglur látnar duga

Fram kemur ennfremur að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafi hins vegar ekki minnst þess að hafa verið upplýstur um að staða Sparisjóðs Keflavíkur væri jafn slæm og hún raunverulega hafi verið. Bent er ennfremur á að margir sparsjóðanna hafi fjarlægst upphaflegt hlutverki sitt sem hafi aðgreint þá frá viðskiptabönkunum. „Umfjöllun um breytt eðli sparisjóðanna var hins vegar takmörkuð og hefði verið æskilegt að mati nefndarinnar að markviss umræða um stöðu þeirra og framtíð hefði farið fram.“

Ennfremur segir í áliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að innan nefndarinnar hafi komið fram þau sjónarmið að stjórnvöld hefðu mátt kanna frekar hvort aðrar leiðir hefðu verið færar til að tryggja innstæður en að endurreisa Sparisjóðinn í Keflavík sem Spkef sparisjóð með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð líkt og síðar hafi verið gert. Sömuleiðis er tekið undir með rannsóknarnefndinni varðandi skort á varðveislu gagna og upplýsinga hjá samráðsvettvangi stjórnvalda. Skýr skipting ábyrgðar í stjórnsýslunni sé mikilvæg.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar ennfremur um hlutafélagavæðingu sparisjóðanna með lögum árið 2001 og aðdraganda hennar. „Með hliðsjón af þeim atburðum og lagasetningu sem fylgdi í kjölfarið hefði lagasetningin þurft að vera vandaðri og betur undirbúin.“ Ennfremur er lögð áhersla í því sambandi á mikilvægi þess að þingmönnum gefist ráðrúm til þess að taka frumvörp til faglegrar skoðunar og upplýstrar málefnalegrar umræðu.

„Þá vekur nefndin athygli á umfjöllun í skýrslunni um innleiðingu Evrópureglna á fjármálamarkaði, þar sem m.a. kemur fram að almennt hafi ekki verið valin sú leið að nota það svigrúm sem leiðir af gerðum Evrópusambandsins til að setja strangari reglur um starfsheimildir fjármálafyrirtækja, heldur voru lágmarkskröfur almennt látnar duga.“

mbl.is