Í upphafi var orðið svo kom blóðið

Frá Sýrlandi til Evrópu | 3. september 2016

Í upphafi var orðið svo kom blóðið

Stríðið í Sýrlandi hefur kostað hundruð þúsunda almennra borgara lífið og hrakið milljónir af heimilum sínum. Mest er rætt um voðaverk hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en því má ekki gleyma að stríðið hófst í mars 2011 eða þremur árum áður en samtökin blönduðu sér í átökin. Upphafið að stríðinu má rekja til fimmtán drengja á aldrinum tíu til fimmtán ára sem tóku sig saman, upptendraðir af arabíska vorinu, og rituðu slagorð á vegg skóla síns í borginni Deraa. Voðaverkin sem unglingspiltarnir frömdu felast í þeim orðum sem þeir skrifuðu á vegg skólans: As-Shaab / Yoreed / Eskaat el nizam! – Þjóðin vill losna við valdhafanna!

Í upphafi var orðið svo kom blóðið

Frá Sýrlandi til Evrópu | 3. september 2016

AFP

Stríðið í Sýr­landi hef­ur kostað hundruð þúsunda al­mennra borg­ara lífið og hrakið millj­ón­ir af heim­il­um sín­um. Mest er rætt um voðaverk hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams en því má ekki gleyma að stríðið hófst í mars 2011 eða þrem­ur árum áður en sam­tök­in blönduðu sér í átök­in. Upp­hafið að stríðinu má rekja til fimmtán drengja á aldr­in­um tíu til fimmtán ára sem tóku sig sam­an, upp­t­endraðir af ar­ab­íska vor­inu, og rituðu slag­orð á vegg skóla síns í borg­inni Deraa. Voðaverk­in sem ung­lings­pilt­arn­ir frömdu fel­ast í þeim orðum sem þeir skrifuðu á vegg skól­ans: As-Shaab / Yor­eed / Eska­at el nizam! – Þjóðin vill losna við vald­haf­anna!

Stríðið í Sýr­landi hef­ur kostað hundruð þúsunda al­mennra borg­ara lífið og hrakið millj­ón­ir af heim­il­um sín­um. Mest er rætt um voðaverk hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams en því má ekki gleyma að stríðið hófst í mars 2011 eða þrem­ur árum áður en sam­tök­in blönduðu sér í átök­in. Upp­hafið að stríðinu má rekja til fimmtán drengja á aldr­in­um tíu til fimmtán ára sem tóku sig sam­an, upp­t­endraðir af ar­ab­íska vor­inu, og rituðu slag­orð á vegg skóla síns í borg­inni Deraa. Voðaverk­in sem ung­lings­pilt­arn­ir frömdu fel­ast í þeim orðum sem þeir skrifuðu á vegg skól­ans: As-Shaab / Yor­eed / Eska­at el nizam! – Þjóðin vill losna við vald­haf­anna!

Þetta barn fær aldrei að upplifa það að ganga í …
Þetta barn fær aldrei að upp­lifa það að ganga í skóla – eitt­hvað sem á að vera sjálf­sagður rétt­ur barna á 21. öld­inni. AFP

Dreng­irn­ir voru all­ir hand­tekn­ir og flutt­ir í fang­elsi sem var und­ir stjórn Atef Naj­eeb, yf­ir­manns hers­ins og frænda for­seta Sýr­lands, Bash­ar al-Assad. Í yf­ir­heyrslu­her­berg­inu voru dreng­irn­ir pyntaðir. Högg­in voru lát­in dynja á þeim þar til þeim blæddi, fing­ur­negl­ur þeirra rifn­ar af og þeir brennd­ir af sér­sveit­ar­mönn­um sem starfa á veg­um stjórn­valda í land­inu.

Fjöl­skyld­ur drengj­anna fengu þau svör þegar þær báðu um að börn þeirra yrðu lát­in laus að ef þær vildu drengi þá gætu þær sent mæður drengj­anna í fang­elsið þar sem þeim yrði nauðgað og kæmu heim þungaðar.

Fjöl­skyld­urn­ar sættu sig ekki við þessi svör og mót­mæltu við heim­ili héraðsstjór­ans í Deraa og sí­fellt bætt­ist í hóp mót­mæl­enda. Svör­in sem mót­mæl­end­ur fengu var kúlna­hríð og hrotta­leg­ar misþyrm­ing­ar. Pilt­arn­ir voru látn­ir laus­ir úr haldi tveim­ur vik­um síðar en ekk­ert lát varð á mót­mæl­un­um. Þau breidd­ust út og stig­mögnuðust.

mbl

Saga sýr­lensku upp­reisn­ar­inn­ar

Saga Deraa er saga sýr­lensku upp­reisn­ar­inn­ar sem endaði með ófriðarbáli sem eng­inn end­ir virðist vera á. Eitt lítið at­vik sem er svarað með hrotta­leg­um aðgerðum af hálfu leyni­lög­regl­unn­ar. Of­beldi sem magnaðist dag frá degi og mót­mæl­end­ur fóru að svara með sama hætti. Því mót­mæl­in sner­ust um svo miklu meira en pilt­ana fimmtán. Þau sner­ust um þjóð sem bjó við tak­markað frelsi. Þjóð sem hafði fengið nóg af of­ríki leiðtoga lands­ins. Þegar sýr­lensk yf­ir­völd áttuðu sig á mis­tök­un­um sem þau höfðu gert var það orðið of seint því þrátt fyr­ir að boða launa­hækk­an­ir og skatta­lækk­an­ir héldu mót­mæl­in áfram.

„Við vilj­um ekki brauðmola frá þér held­ur vilj­um við sæmd,” hrópaði mann­fjöld­inn. Stytta af föður al-Assad, Hafez sem var for­seti á und­an syni sín­um, var brot­in niður og mynd­ir af for­set­an­um voru rifn­ar og kveikt í þeim. Bylt­ing­in var haf­in eft­ir ára­tug von­brigða með Bash­ar al-Assad og störf hans á for­seta­stóli.

Und­ir stjórn Assads var lögð mik­il áhersla á markaðshyggju og ný­frjáls­hyggju sem jók mjög ójöfnuð meðal lands­manna. Á sama tíma gekk Sýr­land í gegn­um niður­sveiflu líkt og flest ríki heims og ekki bættu þurrk­ar í nokk­ur ár ástandið í land­inu. Það þurfti því ekki mikið til þess að fá fleiri út á göt­ur borga og bæja og taka þátt í mót­mæl­um.

Daglegt líf í Sýrlandi í meira en fimm ár.
Dag­legt líf í Sýr­landi í meira en fimm ár. AFP

Bash­ar al-Assad for­seti Sýr­lands er ala­víti sem er ein grein sjía-íslams. Áætlað er að um 87% íbúa Sýr­lands séu mús­lim­ar, um það bil 10% krist­inn­ar trú­ar og um 3% drús­ar (sem eiga ræt­ur að rekja til íslams en mús­lim­ar telja þá trú­vill­inga). Meðal mús­lim­anna eru súnnít­ar fjöl­menn­ast­ir, um 74% lands­manna, ala­vít­ar eru um það bil 12% íbú­anna og síj­ar um 5%. Ala­vít­ar ráða lög­um og lof­um í stjórn­kerfi Assads. Trú­ar­brögð þeirra eru af meiði síja-mús­líma og þeir sættu of­sókn­um af hálfu súnníta þar til Hafez al-Assad komst til valda 1970. Hann barði niður and­óf án mis­kunn­ar og son­ur hans fer sömu leið.

Líkt og í Írak þegar Saddam Hus­sein var þar við völd þá er for­seti Sýr­lands annarr­ar trú­ar en meiri­hluti lands­manna. Hus­sein var súnníti en mik­ill meiri­hluti Íraka eru sjít­ar. Þetta hafði mik­il áhrif á stöðu þeirra inn­an þjóðfé­lags­ins, svo og nám og at­vinnu­mögu­leika. Eft­ir að Hus­sein var hrak­inn frá völd­um og tek­inn af lífi hafa sjít­ar verið við völd í Írak. Nuri al-Maliki sem var for­sæt­is­ráðherra Íraks frá 2006 til árs­ins 2014 þegar hann lét loks und­an þrýst­ingi um að segja af sér en hann var sakaður um að hygla sjít­um á kostnað á kostnað súnníta sem kynti meðal und­ir upp­gang Rík­is íslams, en liðsmenn sam­tak­anna eru súnní-mús­lím­ar líkt og liðsmenn al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tak­anna.

Ætli þessi börn hafi nokkurn tíma fengið að njóta þeirra …
Ætli þessi börn hafi nokk­urn tíma fengið að njóta þeirra sjálf­sögðu mann­rétt­inda að ganga í skóla? AFP

Friðaviðræður væn­legri til ár­ang­urs en vopna­b­urður

Blaðamenn­irn­ir Michael Weiss og Hass­an Hass­an gáfu ný­verið út bók um Ríki íslams og grunn­inn að sam­tök­un­um. Bók­in nefn­ist ISIS, Insi­de the army of terr­or. Þar er bent á ýmis lík­indi með lönd­un­um tveim­ur og upp­gangi hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda og Ríki íslams þar.

Guðmund­ur Hálf­dan­ar­son, pró­fess­or í sagn­fræði við Há­skóla Íslands, tek­ur und­ir það og bend­ir einnig á að reynsl­an sýni okk­ur að það sé væn­legra til ár­ang­urs að leysa vand­ann með friðsam­leg­um hætti, ekki vopna­b­urði.

Inn­rás­in í Af­gan­ist­an og Írak í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001 eru dæmi um mis­heppnað inn­grip og of­trú Vest­ur­landa­búa á sjálf­um sér. Með því að ráðast inn í landið töldu vest­ræn­ir þjóðarleiðtog­ar í ein­feldni sinni að með því að taka ein­staka þjóðhöfðingja af lífi sé hægt að koma á friði og allt falli í ljúfa löð. Yf­ir­gefa síðan svæðin þegar kem­ur í ljós að það er eng­in lausn þrátt fyr­ir að viðkom­andi þjóðarleiðtogi hafi verið al­gjör harðstjóri líkt og Saddam Hus­sein.

Þrátt fyrir að voðaverk Ríkis íslams séu skelfileg þá bera …
Þrátt fyr­ir að voðaverk Rík­is íslams séu skelfi­leg þá bera stjórn­völd í Sýr­landi ábyrgð á dauða mun fleiri al­mennra borg­ara í land­inu. AFP

Morg­unn­inn þegar þeir komu og sóttu okk­ur

Þegar Jan­ine di Gi­ovanni, blaðamaður Newsweek í Mið-Aust­ur­lönd­um kom til höfuðborg­ar Sýr­lands, Dam­askus, í júní 2012, eða rúmu ári frá því mót­mæl­in hóf­ust í land­inu, virt­ist lífið að mestu ganga sinn vana­gang í borg­inni. En það var aðeins á yf­ir­borðinu. Hvert sem litið var mátti sjá liðsmenn ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar, Muk­habarat, fylgj­ast grant með hverju fót­máli íbúa. Fólk talaði sam­an í hálf­um hljóðum og þegar þjónn færði fólki veit­ing­ar á kaffi­hús­um þagnaði það ósjálfrátt. Því þú veist aldrei hvar óvin­ur­inn leyn­ist. Gi­ovanni lýs­ir líf­inu í Sýr­landi næstu árin eða allt til árs­ins 2015 í bók­inni The Morn­ing They Came for Us sem og í fjölda greina í Newsweek og Vanity Fair. Fáir blaðamenn státa af sömu reynslu og hún þegar kem­ur að frétta­flutn­ingi af stríðshrjáðum svæðum. Svæði sem hafa verið henn­ar starfs­vett­vang­ur ára­tug­um sam­an.

Hvernig ná þjóðir sér almennt eftir slík stríð?
Hvernig ná þjóðir sér al­mennt eft­ir slík stríð? AFP

Í bók­inni seg­ir Nada, sem er ein þeirra sem tóku þátt í upp­reisn­inni í Sýr­landi, Gi­ovanni frá lífi sínu frá því upp­reisn­in hófst en hún var nem­andi við há­skól­ann í hafn­ar­borg­inni Latakia, fimmtu stærstu borg Sýr­lands 2011. Nada birti frá­sagn­ir á net­inu af mót­mæl­um og því hvernig stjórn­ar­her­inn svaraði með byssu­kúl­um. Um miðjan júní 2012 eldsnemma að morgni komu þeir og sóttu hana. Hún lýs­ir fanga­vist­inni og pynt­ing­un­um fyr­ir Gi­ovanni.

„Þegar ég lá á gólf­inu þá stóðu þeir yfir mér, spörkuðu í and­litið og létu högg­in dynja á mér með hönd­um og fót­um. Ég lá þarna á gólf­inu og hélt utan um höfuðið á meðan högg­in dundu á mér. Ég hugsaði: þeir nota lík­ama minn til þess að æfa sig í júdó. All­an tím­ann á meðan þeir börðu mig sögðu þeir: þú vilt frelsi. Hér er frelsið þitt. Í hvert skipti sem þeir sögðu frelsi þá spörkuðu þeir eða börðu mig fast­ar. En allt í einu breytt­ist and­rúms­lofið. Það fór að dimma og þeir sögðu að ef ég myndi ekki tala þá myndu þeir nauðga mér,” hef­ur Gi­ovanni eft­ir Nödu í bók­inni.

mbl

Nauðgun öfl­ugt vopn

Nauðgun er eitt helsta vopnið á stríðshrjáðum svæðum og oft sterk­ara vopn held­ur en annað of­beldi. Átök­in í Sýr­landi höfðu ekki varað lengi þegar frétt­ir fóru að ber­ast af nauðgun­um og skipti þar engu hvaða stríðandi fylk­ingu var um að ræða. Í viðtöl­um starfs­manna mannúðarsam­taka (NGO) við flótta­fólk í byrj­un árs 2012 kom fram að helsta ástæðan fyr­ir því að fjöl­skyldu­fólk flúði landið var ótt­inn við nauðgan­ir og annað kyn­ferðis­legt of­beldi. Þar fara liðsmenn Shabiba (vof­urn­ar) þjóðvarðliðar sem eru ala­vít­ar líkt og Assad, fremst­ir í flokki.

Nauðgan­ir eru of­beldi sem ekki beind­ist aðeins að kon­um held­ur einnig körl­um og börn­um af báðum kynj­um. Í þjóðfé­lög­um þar sem ætl­ast er til þess að kon­ur séu óspjallaðar þegar þær ganga í hjóna­band þá þýðir nauðgun ekki aðeins of­beldi held­ur einnig út­skúf­un. Því er sjálfs­víg eina lausn­in í huga margra kvenna sem verða fyr­ir slíku of­beldi. Lífi þeirra sé hvort sem er lokið og eng­in framtíð í boði. Liðsmenn Shabiha láta nauðgan­ir oft ekki nægja því þeir eru einnig sakaðir um fjölda­morð, pynt­ing­ar og annað of­beldi gagn­vart stjórn­ar­and­stæðing­um.

Í þjóðfélögum þar sem ætlast er til þess að konur …
Í þjóðfé­lög­um þar sem ætl­ast er til þess að kon­ur séu óspjallaðar þegar þær ganga í hjóna­band þá þýðir nauðgun ekki aðeins of­beldi held­ur einnig út­skúf­un. AFP


Vegna átak­anna í Sýr­landi þá eru 13,5 millj­ón­ir íbúa í brýnni þörf fyr­ir neyðaraðstoð. Rúm­lega 4,8 millj­ón­ir hafa flúið land og 6,6 millj­ón­ir eru á hrak­hól­um inn­an­lands, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vefn­um Syri­an refu­gees. Helm­ing­ur þeirra eru börn. Börn sem eru fórn­ar­lömb stríðsátaka eru ekki bara í lífs­hættu vegna átaka held­ur eiga þau á hættu að vera mis­notuð, seld man­sali, vannærð og svo mætti lengi telja. Skóla­ganga er eitt­hvað sem er aðeins til í minn­ingu þeirra sem voru kom­in á skóla­ald­ur þegar stríðið braust út. Hin hafa aldrei gengið í skóla. Flest­ir hafa flúið til ná­granna­ríkj­anna, það er Tyrk­lands, Líb­anon, Jórdan­íu, Írak og Egypta­lands, en aðeins rúm­lega 10% sýr­lenskra flótta­manna hafa flúið til Evr­ópu. Kannski eitt­hvað sem kem­ur fólki á óvart miðað við frétta­flutn­ing­inn af straumi flótta­fólks til álf­unn­ar líkt og fjallað verður um í ann­arri grein hér á mbl.is um komu flótta­fólks til Evr­ópu.

Þrátt fyr­ir harka­leg, jafn­vel hrotta­leg, viðbrögð stjórn­valda við mót­mæl­um stjórn­ar­and­stæðinga á göt­um úti 2011-2012 tókst ekki að berja upp­reisn­ina niður og hún varð fljótt að borg­ara­styrj­öld þar sem bæði hóp­ar íslam­ista og ráðandi afla í ein­stök­um héruðum lands­ins bætt­ust í hóp­inn. Í upp­hafi and­ófs­ins réðst Assad gegn mót­mæl­end­um. Því næst sigaði hann hern­um á þorp þar sem stjórn­ar­and­stæðing­ar voru við stjórn. Í stað þess að reyna að hafa uppi á and­ófs­mönn­um var öll­um refsað. Stór­skota­lið létu sprengj­um rigna yfir svæði súnníta og skriðdrek­um var beitt gegn þeim. Flest eru fórn­ar­lömb­in eru al­menn­ir borg­ar­ar úr röðum súnníta. Á sama tíma færðust of­beld­is­verk vopnaðra hreyf­inga stjórn­ar­and­stæðinga í vöxt og öfga­menn í þeirra hópi urðu meira áber­andi eft­ir því sem leið á borg­ara­styrj­öld­ina. Þeirra mark­mið var ekki aðeins að koma Assad frá völd­um held­ur gera trú­ar­leg­ar hreins­an­ir í land­inu.

Meðal þeirra eru víga­sam­tök­in Jabat al-Nusra (al-Nusra Front), sem heyrðu und­ir Al-Qa­eda þangað til ný­verið, en þau komu fram á sjón­ar­sviðið snemma árs 2012 og höfðu það að mark­miði að stofna íslamskt ríki og stjórna í krafti sja­ría­l­aga. Í lok júlí til­kynntu sam­tök­in að þau hefðu klofið sig frá al-Qa­eda og að sögn leiðtoga al-Nusra Abu Mohammed al-Ju­lani, hafa sam­tök­in tekið upp nafnið Jabhat Fateh al-Sham og er til­gang­ur sam­tak­anna enn sá sami, að ná yf­ir­ráðum í Sýr­landi.

Omran er fimm ára íbúi í Aleppo. Hann er á …
Omr­an er fimm ára íbúi í Al­eppo. Hann er á sama aldri og stríðið sem geis­ar í heimalandi hans. AFP

Kalíf­a­dæmi verður til

Straum­hvörf urðu í stríðinu í Sýr­landi árið 2014 þegar víga­sam­tök­in Ríki íslams lýstu yfir stofn­un kalíf­a­dæm­is á yf­ir­ráðasvæðum sín­um í Sýr­landi og Írak. Í tíma­riti sam­tak­anna, Dabiq, kem­ur fram að stofn­un kalíf­a­dæm­is­ins sé afurð ell­efu ára tíma­bils end­ur­nýj­un­ar eða allt frá inn­rás Banda­ríkja­manna inn í Írak.

Leiðtogi sam­tak­anna og kalífi, Abu Bakr al-Bag­hda­di, var áður leiðtogi for­vera Rík­is íslams í Írak. Bag­hda­di fædd­ist í borg­inni Samarra árið 1971 og fékk nafnið Awwad Ibra­him Ali al-Badri al-Samarrai. Hann er kom­inn af klerk­um úr röðum súnníta og ólst upp í Samarra en hóf ung­ur nám í Bagdad.

Bag­hda­di stundaði nám við Íslamska há­skól­ann í Bagdad og stjórnaði bæn­um í mosk­unni sem hann sótti á náms­ár­un­um. Hann lauk doktors­prófi og sér­hæfði sig í íslamskri menn­ingu, sögu, sja­ría-lög­um og rétt­ar­heim­speki.

Abu Bakr al-Baghdadi.
Abu Bakr al-Bag­hda­di. AFP

Weiss og Hass­an fjalla ít­ar­lega um al-Bag­hda­di í bók sinni um víga­sam­tök­in, Ríki íslams. Þar kem­ur fram að þrátt fyr­ir að lítið hafi farið fyr­ir hon­um hér áður, meðal ann­ars vegna þess hversu hlé­dræg­ur hann var, þá var hann ein­dreg­inn stuðnings­maður harðlínu- og sja­ría-laga. Við inn­rás Banda­ríkja­manna fór ekki mikið fyr­ir þess­um framtíðarleiðtoga víga­sam­tak­anna eða eins og því er lýst í bók­inni: Hann hlýt­ur að hafa verið hljóðlát­ur skipu­leggj­andi. Eða svo hljóðlát­ur að þegar hann var hand­tek­inn í Írak snemma árs 2004 og haldið í Bucca-fanga­búðunum þangað til hann var lát­inn laus í des­em­ber 2004 var hann ekki tal­inn hættu­leg­ur. Töldu for­ráðamenn fang­els­is­ins að al-Bag­hda­di hefði já­kvæð áhrif á aðra fanga og var hann feng­inn til þess að leysa úr ágrein­ingi milli fanga.

Líkt og komið hef­ur í ljós á und­an­förn­um árum voru fang­els­in í Írak á þess­um tíma gróðarstía harðlínu-íslam­ista og marg­ir af hryðju­verka­mönn­um dags­ins í dag komust í kynni við öfga­menn í fang­els­um sem fengu óáreitt­ir að koma áróðri sín­um til skila. Ung­ir menn sem hefðu senni­lega aldrei gengið til liðs við hryðju­verka­sam­tök að öðrum kosti urðu að auðmjúk­um drápsvél­um víga­sveita.

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði.
Guðmund­ur Hálf­dan­ar­son, pró­fess­or í sagn­fræði. Ljós­mynd/​Há­skóli Íslands

Þetta er í sam­ræmi við þær upp­lýs­ing­ar sem liggja fyr­ir um víga­menn sem staðið hafa á bak við árás­ir í Evr­ópu und­an­far­in tvö ár. Í flest­um til­vik­um eru þetta ekki þrautþjálfaðir víga­menn frá Sýr­landi eða Írak held­ur glæpa­menn bú­sett­ir í lönd­um eins og Frakklandi, Belg­íu og Þýskalandi.

Árás­ir sem kynda und­ir báli öfga­hyggju

Guðmund­ur Hálf­dan­ar­son seg­ir að hryðju­verka­árás­ir í Evr­ópu séu ekki stríð ekk­ert frek­ar en árás­irn­ar á Banda­rík­in 2001 þrátt fyr­ir að Geor­ge W. Bush, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hafi haldið því fram að þar væri um stríð að ræða. „Um leið og menn fara að líta á þetta sem stríð þá verða þess­ar árás­ir fyrst hættu­leg­ar og kynnt und­ir báli öfga­hyggju. Stríð er á milli skil­greindra and­stæðinga, þar sem ann­ar sæk­ist eft­ir sigri á hinum. Hryðju­verk­in eru aft­ur fram­in af ein­stak­ling­um sem eru ekki endi­lega hlut­ar af skipu­lögðum hreyf­ing­um, þótt þeir séu und­ir áhrif­um frá þeim. Þótt við fell­um ein­staka hryðuju­verka­menn vinn­um við því ekki stríð, því það sem við er að etja er frek­ar hug­mynd en hreyf­ing,“ seg­ir Guðmund­ur.

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams College.
Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or við Williams Col­l­e­ge. Há­skóli Íslands/​Krist­inn Ingvars­son

Það hafa fáir ein­stak­ling­ar far­ist í þess­um árás­um og það eru fá­menn sam­tök sem standa á bak við árás­irn­ar. Guðmund­ur tel­ur að það verði að taka á árás­un­um eins og skipu­lögðum glæp­um og reyna að upp­ræta þær þannig. Því ef glæpa­mönn­un­um tekst að sá fræj­um ótta og hræðslu meðal al­menn­ings er voðinn vís. Ef ótti fer að grípa um sig óvíst hvað get­ur gerst því þá get­ur þetta breyst í stríð líkt og sag­an sýn­ir okk­ur.

Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa við Williams Col­l­e­ge í Massachus­sets, seg­ir að stoðir Rík­is íslams byggi mjög á fyrr­ver­andi yf­ir­mönn­um úr her Sadd­ams Hus­sein í Írak. Her­inn var lagður niður eft­ir inn­rás Banda­ríkj­anna og banda­manna þeirra árið 2003 og að sögn Magnús­ar voru það af­drifa­rík mis­tök enda stóðu allt í einu þúsund­ir karla uppi án at­vinnu og það eina sem þeir kunnu var að berj­ast. Í dag er þetta uppistaðan í víga­sam­tök­un­um Ríki íslams enda kunnu þess­ir menn að berj­ast. Ekki spillti fyr­ir að þeir komust yfir stór­an hluta vopna­búrs íraska hers­ins og höfðu á brott með sér við starfs­lok­in.

Allt frá upp­hafs­dög­um stríðsins í Sýr­landi hef­ur verið fjallað um mis­kunn­ar­leysið gagn­vart al­menn­um borg­ur­um og virðist þar engu skipta að alþjóðasam­fé­lagið hafi reynt að mót­mæla slíkri meðferð á sak­lausu fólki. Skipt­ir þar engu hvaða fylk­ing á í hlut – of­beldið er skelfi­legt.

Í stríði er engum þyrmt - ekki heldur saklausum börnum.
Í stríði er eng­um þyrmt - ekki held­ur sak­laus­um börn­um. AFP

Líkið óþekkj­an­legt

Breska blaðið Guar­di­an birti í fyrra viðtal við sýr­lensk­an ljós­mynd­ara sem starfaði fyr­ir stjórn­völd í heima­land­inu frá 2011 til 2013. Starfið fólst í því að mynda lík fanga sem höfðu verið pyntaðir í fang­els­um lands­ins. Ljós­mynd­ar­inn geng­ur und­ir dul­nefn­inu Caes­ar og hon­um tókst að smygla um 55 þúsund mynd­um úr landi. Mynd­um sem eru ein besta heim­ild­in sem komið hef­ur fram varðandi þau voðaverk sem fram­in eru af stjórn­völd­um í Sýr­landi. Mynd­irn­ar eru af lík­um sem eru mörg svo illa far­in að Caes­ar þekkti ekki vin sinn þegar hann myndaði líkið. Það var ekki fyrr en hann fór að skoða mynd­irn­ar bet­ur í tölvu eft­ir á að hann sá að þetta var vin­ur hans. Sá var aðeins tvær vik­ur í haldi áður en hann var drep­inn. Samt sem áður var líkið óþekkj­an­legt.

Frönsku frétta­menn­irn­ir Oli­vier Joulie og Garance Le Caisne segja sögu ljós­mynd­ar­ans og fylgj­ast með hon­um í Sýr­landi í heim­ild­ar­mynd­inni Syrie: témo­ins à char­ge. Lýs­ing­ar ljós­mynd­ar­ans eru skelfi­leg­ar. „Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Fyr­ir upp­reisn­ina voru fang­ar pyntaðir af stjórn­völd­um til þess að afla upp­lýs­inga; nú voru þeir pyntaðir til þess að drepa þá. Ég sá um­merki eft­ir log­andi kerti og í eitt skipti sá ég hring­laga um­merki eft­ir hita­plötu – eins og þú not­ar til þess að hita te – í and­liti og hári. Sum­ir voru með djúpa skurði, á öðrum höfðu aug­un verið krækt út, tenn­ur þeirra brotn­ar. Þú gast séð um­merki eft­ir hýðing­ar með raf­magn­sköpl­um sem þú not­ar til þess að gefa bíl start. Það voru sár full af greftri eins og þau hafi verið lát­in af­skipta­laus í lang­an tíma og sýk­ing kom­ist í meinið. Stund­um voru lík­am­arn­ir útataðir í nýju blóði og ljóst að viðkom­andi hafði lát­ist skömmu áður,“ seg­ir Caes­ar sem er einn þeirra fjöl­mörgu Sýr­lend­inga sem ber sár á sál­inni sem aldrei munu gróa.

AFP

Stjórn­ar­her­inn sem og Ríki íslams hafa orðið upp­vís að notk­un efna­vopna og annarra vopna sem brjóta gegn alþjóðleg­um sátt­mál­um. Geðþótti virðist ráða ríkj­um þegar kem­ur að hand­tök­um og pynt­ing­um hjá stjórn­völd­um sem og öfga­hreyf­ing­um eins og Ríki íslams og al-Nusra. Of­beldi er beitt kerf­is­bundið gagn­vart al­menn­um borg­ur­um og af­tök­ur dag­legt brauð.

Sek­ir um þjóðarmorð

Víga­menn Rík­is íslams eru sek­ir um þjóðarmorð og aðra glæpi gagn­vart mann­kyn­inu í Sýr­landi og Írak, sam­kvæmt rann­sókn sem Sam­einuðu þjóðirn­ar unnu og kynnt var í júní. Sam­kvæmt rann­sókn­ar­nefnd SÞ hafa víga­sam­tök­in framið þjóðarmorð á jasít­um og hvet­ur alþjóðasam­fé­lagið til þess að bregðast harðar við til þess að koma í veg fyr­ir frek­ari fjölda­morð og að hryðju­verka­sam­tök­in verði sótt til saka.

Sam­kvæmt frétt New York Times voru karl­ar og dreng­ir úr hópi jasíta, sem neituðu að snúa til íslam, skotn­ir í höfuðið eða skorn­ir á háls fyr­ir fram­an fjöl­skyld­ur sín­ar. Tug­ir fjölda­grafa hafa fund­ist á svæðum sem áður voru á valdi Rík­is íslams og er unnið að rann­sókn á þeim. Kon­ur og stúlk­ur úr hópi jasíta hafa hins veg­ar gengið kaup­um og söl­um á mörkuðum þar sem þær hafa verið seld­ar í kyn­lífs­ánauð. Gjaldið oft ekki annað ein skamm­byssa.

Það getur varla vakið undrun að fólk reyni að flýja …
Það get­ur varla vakið undr­un að fólk reyni að flýja aðstæður sem þess­ar. AFP

Í grein NYT frá því fyr­ir ári síðan lýsa jasíta stúlk­ur of­beld­inu sem þær urðu fyr­ir. Tólf ára göm­ul stúlka lýs­ir því hvernig vígamaður­inn hafi út­skýrt það fyr­ir henni skömmu áður en hann nauðgaði henni að það sem hann væri að fara að gera væri ekki synd. Því stúlk­an væri annarr­ar trú­ar en íslam. Þetta væri allt sam­kvæmt bók­inni. Kór­an­inn gæfi hon­um ekki bara rétt á að nauðga henni held­ur væri þar hvatt til þess að villu­trú­ar­kon­um væri nauðgað. Eft­ir að hafa nauðgað stúlk­unni kraup hann á kné við rúmið og bað. Síðan hélt hann áfram að nauðga henni og þannig koll af kolli, nauðgun og bæn, nauðgun og bæn.

„Ég sagði hon­um að hætta, að þetta væri sárt. Hann sagði mér að sam­kvæmt íslam mætti hann nauðga trú­leys­ingja. Hann sagði að með því að nauðga mér kæm­ist hann nær Guði.“

Sýrlensk fjölskylda sem var bjargað frá Daraya í vikunni.
Sýr­lensk fjöl­skylda sem var bjargað frá Daraya í vik­unni. AFP

Ríki íslams boðar fasíska þjóðern­is­hyggju

Magnús Þorkell seg­ir að sú miðalda­trú sem Ríki íslams boðar sé af­brigði af wahab­isma, hinni op­in­beru trú Sádi-Ar­ab­íu, sem stund­um er einnig nefnd­ur salafismi.

Ríki íslams sé ólíkt al-Qa­eda að því leyti að Ríki íslams boði nýja fasíska þjóðern­is­hyggju. Hreyf­ing sem er sam­stíga öðrum ras­ist­um heims­ins sem þar sem kynþátta­for­dóm­ar eru í fyr­ir­rúmi. Víga­sam­tök sem hika ekki við að fremja þjóðarmorð og eru trú sinni sann­fær­ingu um að hreinsa ákveðna hópa af yf­ir­borði jarðar. Hreyf­ing sem lít­ur niður á kon­ur. Þær eigi að vera heima og ann­ast sinn mann sem tek­ur þátt í bar­dög­um til að verja sig og sína. Kon­ur eigi helst að fá litla mennt­un enda karl­inn henni æðri og það sé hann sem stjórni heim­il­inu. 

Að sögn Pau­lo Sér­gio Pin­heiro, for­manns rann­sókn­ar­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna, eru þjóðarmorð staðreynd og þau standi enn yfir. Ríki íslams hef­ur ráðist á alla jasíta sem þeir hafa náð á sitt vald með hrylli­leg­um hætti. Það sé mark­mið sam­tak­anna að þurrka jasíta út af yf­ir­borði jarðar með morðum, kyn­lífs­ánauð, þræla­haldi, pynt­ing­um, ómannúðlegri meðferð og nauðung­ar­flutn­ing­um sem hafa haft al­var­lega lík­am­leg­ar og and­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér.

Þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit stjórn­valda í Sýr­landi, sem í fyrsta lagi hafa ekki viljað viður­kenna notk­un efna­vopna, en hafa heitið því að beita ekki slík­um vopn­um í kjöl­far þrýst­ings frá alþjóðasam­fé­lag­inu bend­ir margt til þess að þau séu enn í notk­un og að meðal þess sem sé að finna í tunnu­sprengj­um sem eru meðal eft­ir­lætis­vopna stjórn­ar­hers­ins og er mark­viss beitt gegn al­menn­ingi í land­inu.

AFP

Rann­sókn á veg­um Sam­einuðu þjóðanna hef­ur leitt í ljós að her­sveit­ir Assads Sýr­lands­for­seta hafa gert að minnsta kosti tvær eit­ur­vopna­árás­ir á íbúa lands­ins og víga­menn Rík­is íslams hafa beitt sinn­epsgasi í árás á bæ í Al­eppo-héraði. Alls voru níu árás­ir á ár­un­um 2014 og 2015 rann­sakaðar. Ekki tókst að sann­reyna hverj­ir ill­virkjarn­ir eru í sex til­vik­um sem hafa verið rann­sökuð und­an­farið ár.

Sam­kvæmt skýrslu SÞ var það stjórn­ar­her­inn sem varpaði efna­vopn­um á tvö þorp í Idlib-héraði, Tal­menes 21. apríl 2014 og Sarmin 16. mars 2015. Eins hafi Ríki íslams notað sinn­epsgas í árás sem gerð var á bæ­inn Marea í Al­eppo-héraði 21. ág­úst 2015.

Rík­is­stjórn Assads hef­ur alltaf þver­tekið fyr­ir að hafa beitt efna­vopn­um í stríðinu þrátt fyr­ir að ríki eins og Banda­rík­in, Bret­land og Frakk­land hafi ít­rekað bent á að stjórn­ar­her­inn hafi yfir þyrl­um að ráða ólíkt öðrum stríðandi fylk­ing­um í land­inu. Rúss­ar hafa tekið und­ir með Assad í þessu máli sem öðrum og haldið því fram að eng­ar full­nægj­andi sann­an­ir séu fyr­ir því að stjórn­ar­her­inn hafi gert árás­ir á þessi þorp og fleiri.

Sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá SÞ, Sam­an­tha Power, seg­ir að ör­ygg­is­ráð SÞ verði að grípa strax til aðgerða vegna þessa. Þeir sem beri ábyrgð á eit­ur­efna­árás­um verði dregn­ir til ábyrgðar. Talsmaður þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna, Ned Price, tek­ur í sama streng og seg­ir að það sé ekki leng­ur hægt að skýla sér á bak við það að ekki séu nægj­an­leg­ar sann­an­ir fyr­ir hendi. „Það er ómögu­legt að neita því að stjórn­völd í Sýr­landi hafa ít­rekað notað klórgas sem vopn gegn eig­in þjóð.”

Forseti Sýrlands Bashar al-Assad
For­seti Sýr­lands Bash­ar al-Assad AFP

Stund­um er dauðinn betri kost­ur

Stund­um er dauðinn betri kost­ur í hug­um kvenna í Sýr­landi og Írak, ill­skárra en að vera seld í ánauð til of­beld­is­manna sem fara bet­ur með hunda sína en þær. Líkt og Roger Cohen, blaðamaður New York Times, seg­ir í blaði Morg­un­blaðsins um síðustu ára­mót, Tíma­mót:

„Ég sé ekki hvernig hægt er að líta á Ríki íslams sem neitt annað en til­vistarógn við vest­ræn sam­fé­lög. Það er ástæðan fyr­ir til­vist þess. Sam­tök­in standa fyr­ir eyðilegg­ingu vest­ræns frels­is í öll­um sín­um mynd­um – frá kjör­kass­an­um til svefn­her­berg­is­ins – eins og það spratt upp úr upp­lýs­ing­unni og höfn­un þess að trú­ar­brögðin séu viðmið skip­an­ar þjóðfé­laga okk­ar. Þau vilja fara með mann­kyn aft­ur til miðalda og upp­ræta hvern þann sem af­neit­ar trúnni. Af­stæðis­skól­inn, sem vill taka þá með þol­in­mæðinni, þarf í það minnsta að skýra á hverju sann­fær­ing hans bygg­ist um að víga­menn­irn­ir muni ekki nota landið á valdi þeirra og ol­íu­tekj­urn­ar til að búa til gereyðing­ar­vopn, þar á meðal efna­vopn, eða gera hrika­lega tölvu­árás á vestrið. Tals­menn þessa viðhorfs þurfa líka að leggja fram mun betri skýr­ing­ar á því af hverju þeir trúa að tím­inn vinni með hinu sundraða liði, sem í besta falli hef­ur lýst yfir hálf­stríði, frek­ar en hinu sam­einaða öfgaliði, sem hef­ur lýst yfir alls­herj­ar­stríði.

Frelsi er ekki fyr­ir alla. Leiðin til Raqqa var á ýmsa vegu leiðin frá byrði frels­is­ins – frá val­frelsi ein­stak­lings­ins og sjálf­held­um þess til allt­umvefj­andi hug­mynda­fræði íslam­ista. Ef hinn frjálsi heim­ur og hugs­an­leg­ir banda­menn á svæðinu eiga að berj­ast gegn aðdrátt­ar­afli þess verða þeir að rífa sig upp úr neyt­enda­vímu frels­is­ins.

Venjulegur dagur í Aleppo
Venju­leg­ur dag­ur í Al­eppo AFP

Verði Ríki íslams leyft að treysta ítök sín á því landi, sem þau hafa á valdi sínu, næsta árið jafn­gild­ir það því að bjóða heim, eða í það minnsta sætta sig við, að fjölda­morðin í Par­ís verði end­ur­tek­in í borg í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um. Þá er einnig verið að sætta sig við að ástandið í Sýr­landi versni enn eitt árið. Hið illa breiðist út ef ekki er tekið á móti. Það kenn­ir sag­an. Að berj­ast á jörðu niðri og sigra víga­menn­ina í vígi þeirra, sem nær yfir landa­mæri tveggja ríkja, myndi ekki binda enda á ógn hryðju­verka og í fram­hald­inu myndi vestrið og banda­menn þess standa frammi fyr­ir erfiðum kost­um. Allt bend­ir til þess að þess­ir djí­hadist­ar séu góðir hryðju­verka­menn en áhuga­laus­ir her­menn. Hið full­komna get­ur í þessu til­felli ekki verið óvin­ur hins góða,“ skrif­ar Cohen.

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur svo sann­ar­lega blandað sér inn í átök­in í Sýr­landi, átök sem erfitt er að átta sig á hver er að berj­ast við hvern ekki síst und­an­farn­ar vik­ur þar sem óljós­ar víg­lín­ur liggja svo sem í Norður-Sýr­landi.

Á meðan Rúss­ar segj­ast styðja stjórn­ar­her­inn við að yf­ir­buga Ríki íslams eru ít­rekað gerðar árás­ir á al­menna borg­ara í borg­um og bæj­um sem ekki eru und­ir yf­ir­ráðum Rík­is íslams held­ur herafla stjórn­ar­and­stæðinga í Sýr­landi. Þeir Weiss og Hass­an halda því fram í bók sinni um Ríki íslams  Assad for­seti Sýr­lands hafi vís­vit­andi látið Ríki íslams í friði þegar víga­sam­tök­in lögðu und­ir sig hluta lands­ins. Með því væri tryggt að andúð alþjóðasam­fé­lags­ins á voðaverk­um sem unn­in eru af stjórn­völd­um í land­inu færðust yfir á víga­sam­tök­in. Á sama tíma gæti stjórn­ar­her­inn herjað á her stjórn­ar­and­stæðinga án þess að það vekti neina sér­staka at­hygli heims­ins.

Ein þeirra borga sem hef­ur verið mjög í kast­ljósi fjöl­miðla er Al­eppo en bar­átt­an um borg­ina og sam­nefnt héraðs virðist vera jafn enda­laus og stríðið sjálft í Sýr­landi og hundruð þúsunda borg­ar­búa eru lokaðir inni í kúlna- og sprengjuregni. Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að Al­eppo brenni áfram al­veg eins og eng­in lausn er í sjón­máli fyr­ir íbúa Sýr­lands nú fimm og hálfu ári eft­ir að sak­laust veggjakrot ung­lings­pilta varð að ófriðar­máli sem hef­ur kostað fleiri hundruð þúsund manns lífið og marg­ar millj­ón­ir heim­ilið.

AFP

Hags­mun­ir stór­veld­anna mikl­ir í Sýr­landi

Magnús Þorkell seg­ir að það sé mjög erfitt, nán­ast von­laust, að spá fyr­ir um hvað mun ger­ast í Sýr­landi. En eft­ir að stjórn­ar­andstaðan náði ein­hverj­um ár­angri í byrj­un, eru stjórn­ar­liðar að vaxa ásmeg­in enda nýt­ur Sýr­lands­for­seti nú stuðning Rúss­lands og að ein­hverju leyti Írans sem hjálp­ar hon­um mjög. „Þetta gæti endað i patt­stöðu og að land­inu yrði nán­ast skipt í tvennt en það þýðir ástandið verður áfram eld­fimt og viðkvæmt. Ómögu­legt að spá sem sé en Sýr­lands­stjórn er með byr í segl­in,“ seg­ir Magnús Þorkell.

Hann seg­ir eðli borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar í Sýr­landi gera það að verk­um að er­lend­ir aðilar eru ekki ákaf­ir að koma að með bein­um hætti. Þess vegn­ar er lík­legra að þeir haldi áfram loft­árás­um sín­um líkt og þeir hafa gert und­an­farið ár.

Íbúðahverfi í Aleppo.
Íbúðahverfi í Al­eppo. AFP

„Hags­mun­ir stór­veld­anna í Sýr­landi eru slík­ir að það rétt­læt­ir varla stór­fellda er­lenda íhlut­un. Eitt sem þarf að gera nú þegar er að stöðva vopnainn­flutn­ing í Sýr­land. Lönd eins og Serbía, Frakk­land, Banda­rík­in, Fursta­dæm­in og Búlga­ría selja áras­araðilum sí­fellt vopn. Þetta þarf að stöðva. Svo hef­ur hin diplóma­tíska leið ekki verið far­in. Af hverju hef­ur ekki verið hald­in friðarráðstefna varðandi Sýr­land?“ spyr Magnús Þorkell Bern­h­arðsson en aðspurður um hvað ger­ist að stríði loknu spyr hann á móti: Hvernig ná þjóðir sér al­mennt eft­ir slík stríð? Verður júgó­slav­neska leiðin? Eða verður hægt að ljúka þessu eins og í Líb­anon? „Von­andi verður það seinni kost­ur­inn,“ seg­ir Magnús Þorkell.  

Loftárás á Raqqa
Loft­árás á Raqqa AFP

Á meðan þetta ástand var­ir er ekki við öðru að bú­ast en að flótta­fólk haldi áfram að streyma frá þessu stríðshrjáða landi. Fólk sem eyg­ir enga von heima fyr­ir og eina lausn­in er að kom­ast í burtu frá gjör­eyðing­inu. En hvað bíður þessa fólk sem legg­ur á sig erfitt ferðalag að heim­an? Hvernig tek­ur heim­ur­inn á móti þeim? Hér á mbl.is um helg­ina verður fjallað um flótta­fólkið sem hef­ur streymt til Evr­ópu und­an­far­in ár. Straum­ur sem ekki sér fyr­ir end­ann á. Jafn­framt verður fjallað um upp­gang þjóðern­is­hreyf­inga í Evr­ópu sam­fara flótta­manna­straumn­um til álf­unn­ar.

Vígamenn Ríkis íslams.
Víga­menn Rík­is íslams. STR
Meðlimir Ríkis íslams ráða ríkjum í sýrlensku borginni Raqqa.
Meðlim­ir Rík­is íslams ráða ríkj­um í sýr­lensku borg­inni Raqqa. AFP
mbl.is