Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra opnaði í dag nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala við Hringbraut.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra opnaði í dag nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala við Hringbraut.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra opnaði í dag nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala við Hringbraut.
Fulltrúar frá sjúklingasamtökum tóku þátt í athöfninni með þvi að opna götuna formlega með ráðherra. Að því loknu gengu fulltrúar sjúklingasamtaka með ráðherra eftir nýju götunni sem liggur frá Barónsstíg að K-byggingu Landspítala samhliða nýju sjúkrahóteli sem tekið verður í notkun 2017, vð því er fram kemur í tilkynningu frá Nýjum Landspítala (NLSH).
„Bygging sjúkrahótelsins gengur vel og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Landspítala við Hringbraut. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi og með tilkomu þess breytist aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur mikið til batnaðar,“ segir ennfremur.
Nánar verður fjallað um málið í myndskeiði sem verður birt eftir hádegi.