Hjólaði á kjúkling

Formúla-1/Sauber | 1. október 2016

Formúluþór hjólaði á kjúkling

Sænski ökumaðurinn Marcus Ericsson var í sárum eftir að hann varð fyrir því óláni að hjóla á kjúkling á vegum er hann undirbjó sig á vegum úti í Thailandi fyrir kappaksturinn í Sepang í Malasíu.

Formúluþór hjólaði á kjúkling

Formúla-1/Sauber | 1. október 2016

Marcus Ericsson plástrum búinn eftir árekstur við kjúkling.
Marcus Ericsson plástrum búinn eftir árekstur við kjúkling.

Sænski ökumaðurinn Marcus Ericsson var í sárum eftir að hann varð fyrir því óláni að hjóla á kjúkling á vegum er hann undirbjó sig á vegum úti í Thailandi fyrir kappaksturinn í Sepang í Malasíu.

Sænski ökumaðurinn Marcus Ericsson var í sárum eftir að hann varð fyrir því óláni að hjóla á kjúkling á vegum er hann undirbjó sig á vegum úti í Thailandi fyrir kappaksturinn í Sepang í Malasíu.

Ericsson þykir heppinn að hafa sloppið ómeiddur úr árekstrinum en hann skrámaðist aðeins á olnboga og annarri hendi. Var hann á um 45 km/klst ferð á hjóli sínu í 40 manna hópi í æfingabúðunum er ólánið elti hann.

Engar fregnir fara af afdrifum kjúklingsins sem þveraði veginn með þessum afleiðingum. Ericsson segir þó, að hann hafi haldið áfram á harðahlaupum og hann hafi misst sjónar á honum, enda féll hann af hjóli sínu við áreksturinn.

Sjálfur skýrði Ericsson frá málinu og sagði á tvittersíðu sinni „mæli ekki með því að hjóla á kjúkling á 45 km/klst hraða! Ég er allur plástraður en verð klár í slaginn um helgina.“

Bætti hann svo við: „Hvort sem þið trúið því eða ekki þá hélt kjúklingurinn áfram á hlaupunum. Veit ekki með hverju þeir fóðra kjúklinga hér í Thailandi því þetta var harður skellur.“

mbl.is