Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var í Hæstarétti dæmdur í sex mánaða refsiauka við dóm héraðsdóms í markaðsmisnotkunarmáli bankans sem kveðinn var upp í fyrra. Með því er heildarrefsing Hreiðars Más komin upp í sex ár, en það er hámarksrefsing í svokölluðum hrunmálum.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var í Hæstarétti dæmdur í sex mánaða refsiauka við dóm héraðsdóms í markaðsmisnotkunarmáli bankans sem kveðinn var upp í fyrra. Með því er heildarrefsing Hreiðars Más komin upp í sex ár, en það er hámarksrefsing í svokölluðum hrunmálum.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var í Hæstarétti dæmdur í sex mánaða refsiauka við dóm héraðsdóms í markaðsmisnotkunarmáli bankans sem kveðinn var upp í fyrra. Með því er heildarrefsing Hreiðars Más komin upp í sex ár, en það er hámarksrefsing í svokölluðum hrunmálum.
Frétt mbl.is: Allir sakfelldir í Kaupþingsmáli
Hann hafði áður fengið fimm ára og sex mánaða dóm í Al-thani-málinu svokallaða og í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu var Hreiðar fundinn sekur en ekki gerð aukin refsing. Hæstiréttur ákvað aftur á móti að þyngja refsingu hans um sex mánuði og fór heildardómur hans því upp í sex ár.
„Þá er hann kominn upp í refsihámarkið sex ár, þannig að það er litið svo á að þarna séu framin jafnalvarleg brot og mönnum er refsað fyrir í þessum málum,“ sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, við fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu.