Ákæruvaldið krefst þess að Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sæti óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára.
Ákæruvaldið krefst þess að Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sæti óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára.
Ákæruvaldið krefst þess að Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sæti óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára.
Þetta er meðal þess sem fram kom í málflutningi sækjanda í máli á hendur honum, þar sem hann er ákærður fyrir umboðssvik.
Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Sækjandinn, Ásmunda Björg Baldursdóttir, sagði ákæruvaldið telja að framburður Sverris, sonar Geirmundar, um aðkomu föður síns hafi verið ótrúverðugur, en hann sagðist meðal annars ekki hafa rætt neitt við föður sinn þá viðskiptagjörninga sem undir eru í málinu.
Frétt mbl.is: Skoraðist ekki undan vitnisburði um föður sinn
Þá sagði hún ákæruvaldið sömuleiðis telja framburð Geirmundar sjálfs, í skýrslutökum lögreglu, ótrúverðugan og á skjön við alla aðra framburði sem fram hefðu komið.
Til að mynda hefði Geirmundur hlotið að vita að félagið Fossvogshylur væri ekki í eigu sparisjóðsins, þegar þangað voru færð stofnfjárbréf í sjóðnum að verðmæti tæpra 700 milljóna króna úr dótturfélagi sparisjóðsins, Víkum.
„Hér er um að ræða stofnfjárbréf að fjárhæð næstum 700 milljónir sem ákærði virðist láta sér í léttu rúmi liggja hvernig farið væri með,“ sagði sækjandinn og benti á að víst væri, að honum hefði verið fullljóst að félagið hefði aldrei verið í eigu sjóðsins.
Þá sagði hún ljóst að Geirmundur hefði brotið reglur sparisjóðsins með lánveitingu til félagsins Duggs. Engin gögn liggi fyrir vegna lánsins, engar tryggingar verið veittar fyrir láninu og ekkert greiðslumat farið fram vegna þessa.
Vísaði hún í málflutningi sínum bæði til Ímon-málsins svokallaða, og eins til Exeter-málsins,
Veruleg fjártjónshætta hafi þá skapast fyrir sparisjóðinn við veitingu lánsins, líkt og við framsal stofnfjárbréfanna til Fossvogshyls.
Ásmunda sagði þá að rannsóknartími málsins ætti ekki að hafa áhrif til refsilækkunar ákærða. Rannsókn á málefnum sparisjóðsins hefði verið afar umfangsmikil og ákæra í málinu hefði verið gefin út 29. febrúar 2016, rúmum tveimur og hálfu ári eftir að fyrra sakarefnið hafi verið kynnt Geirmundi.
Að lokum sagði hún fá fordæmi vera hér á landi fyrir jafn umfangsmiklum umboðssvikum og Geirmundur hefði framið í starfi sínu sem sparisjóðsstjóri.