Sauberliðið ætlar að halda áfram að brúka núverandi útgáfu Ferrarivélarinnar á næsta ári, í stað þess að kaupa 2017-vélar.
Sauberliðið ætlar að halda áfram að brúka núverandi útgáfu Ferrarivélarinnar á næsta ári, í stað þess að kaupa 2017-vélar.
Sauberliðið ætlar að halda áfram að brúka núverandi útgáfu Ferrarivélarinnar á næsta ári, í stað þess að kaupa 2017-vélar.
Liðsstjórinn Monisha Kaltenborn staðfesti þetta í dag og sagði að liðið myndi beina kröftum sínum í að smíða betri undirvagn og bíl á næsta ári.
Sauber, sem er fjórða elsta lið formúlunnar, hefur legið á barmi gjaldþrots bæði í ár og í fyrra en nýverið tóku nýir fjársterkir aðilar það yfir; fjárfestingarfélag að nafni Longbow Finance.Er það með höfuðstöðvar sínar í Sviss, eins og Sauber.
Erfiðleikarnir hafa bitnað á árangrinum en Sauber hefur ekki unnið eitt einasta sig í mótunum 16 af 21 sem lokið er á vertíðinni. Og sé farið aftur til í fyrra eru mótin stigalausu í röð orðin 19.
Þessi ákvörðun Saubermanna þýðir að einungis Ferrari og Haas munu brúka 2017-vélar Ferrari á næsta ári. Toro Rosso brúkar 2015-útgáfu Ferrarivélarinnar í ár en skiptir yfir til Renault á næsta ári.
Kaltenborn segir að fjárhagslegur stöðugleiki ríki nú hjá Sauber og þróun 2017-bílsins væri á áætlun.