Wehrlein að semja við Force India

Formúla-1/Force India | 16. október 2016

Wehrlein að semja við Force India

Pascal Wehrlein á í viðræðum við Force India um að hann fylli sætið sem losnaði hjá liðinu fyrir næsta ár við brotthvarf Nico Hülkenberg, sem fer til Renault eftir keppnistímabilið.

Wehrlein að semja við Force India

Formúla-1/Force India | 16. október 2016

Pascal Wehrlein.
Pascal Wehrlein. AFP

Pascal Wehrlein á í viðræðum við Force India um að hann fylli sætið sem losnaði hjá liðinu fyrir næsta ár við brotthvarf Nico Hülkenberg, sem fer til Renault eftir keppnistímabilið.

Pascal Wehrlein á í viðræðum við Force India um að hann fylli sætið sem losnaði hjá liðinu fyrir næsta ár við brotthvarf Nico Hülkenberg, sem fer til Renault eftir keppnistímabilið.

Wehrlein hefur keppt fyrir Manor í ár en jafnframt er hann reynsluökumaður Mercedes og þykir því standa vel að vígi gagnvart Force India sem notið hefur véla í keppnisbíla sína frá þýska liðinu.

Hann hefur aukinheldur áður starfað í þágu Force India, sinnti reynsluakstri fyrir liðið þrisvar sinnum árið 2015, en það ár keppti hann í þýsku götubílaröðinni DTM og varð meistari í þeirri akstursíþrótt.


Pascal Wehrlein á ferð á bíl Manor í ítalska kappakstrinum …
Pascal Wehrlein á ferð á bíl Manor í ítalska kappakstrinum í Monza. AFP
Pascal Wehrlein hjá Manor hugsi í Suzuka.
Pascal Wehrlein hjá Manor hugsi í Suzuka. AFP
Pascal Wehrlein (nær) í rimmu við Carlos Sainz hjá Toro …
Pascal Wehrlein (nær) í rimmu við Carlos Sainz hjá Toro Rosso í Suzuka. AFP
Pascal Wehrlein ræðir við blaðamenn í Suzuka.
Pascal Wehrlein ræðir við blaðamenn í Suzuka. AFP
mbl.is