Hülkenberg óhress með Vettel

Formúla-1/Force India | 25. október 2016

Hülkenberg óhress með Vettel

Nico Hülkenberg hjá Force India var óhress í garð landa síns Sebastian Vettel hjá Ferrariog sakaði hann um of dirfskufullan akstur inn í fyrstu beygju eftir ræsingu í Austin.

Hülkenberg óhress með Vettel

Formúla-1/Force India | 25. október 2016

Nico Hülkenberg á ferð í Austin.
Nico Hülkenberg á ferð í Austin. AFP

Nico Hülkenberg hjá Force India var óhress í garð landa síns Sebastian Vettel hjá Ferrariog sakaði hann um of dirfskufullan akstur inn í fyrstu beygju eftir ræsingu í Austin.

Nico Hülkenberg hjá Force India var óhress í garð landa síns Sebastian Vettel hjá Ferrariog sakaði hann um of dirfskufullan akstur inn í fyrstu beygju eftir ræsingu í Austin.

Þjarmaði Vettel svo mjög að Hülkenberg að hann neyddist til að sveigja undan honum til að þeir skyllu ekki saman. Við það rakst hann hins vegar utan í Williamsbíl Valtteri Bottas. Brotnaði stýrisstöngin í Force India-bílnum við það svo að lengra varð ekki ekið.

Hülkenberg hóf keppni í sjötta sæti og gagnrýnir aksturslínu Vettels sem hann hefði neyðst til að forða sér frá. 

„Það var mjög svekkjandi að falla aftur úr leik á fyrsta hring. Ég lokaðist hreinlega inni á leiðinni inn í fyrstu beygju, var eins og  í samloku milli Valtteri vinstra megin og Sebastians hægra megin. Sebastian beygði mjög djarflega, rakst utan í mig og knúði mig utan í Valtteri.

Ég held að hjá þessu hafi mátt komast hefði Sebastian veitt okkur aðeins meira rými, en þetta gerðist allt svo hratt og ég átti enga undankomuleið. Það er mjög svekkjandi þegar þú ert með hraðskreiðan bíl og kappakstrinum lýkur eftir 10 sekúndur. Við lögðum hart að okkur á föstudag og laugardag en það var allt unnið fyrir gýg,“ sagði Hülkenberg. 


Nico Hülkenberg og Sebastian Vettel heilsast á blaðamannfundi fyrir keppni …
Nico Hülkenberg og Sebastian Vettel heilsast á blaðamannfundi fyrir keppni í Austin. Milli þeirra er Lewis Hamilton. Aðrir eru (efri röð f.v.) Kevin Magnussen, Romain Grosjean og Valtteri Bottas. AFP
Frá fyrstu beygjunni í Austin. Fremstur fer Lewis Hamilton og …
Frá fyrstu beygjunni í Austin. Fremstur fer Lewis Hamilton og Daniel Ricciardo er kominn fram úr Nico Rosberg. Þótt nálægur sé kemst Kimi Räikkönen ekki lengur upp á milli Ricciardo og Rosberg. AFP
Sebastian Vettel í dekkjastoppi í Austin.
Sebastian Vettel í dekkjastoppi í Austin. AFP
mbl.is