Átta voru með stöðu sakbornings

Aurum Holding-málið | 26. október 2016

Átta voru með stöðu sakbornings

Í heild voru átta manns með stöðu sakbornings meðan rannsókn Aurum Holding málsins stóð yfir. Í lokin voru fjórir ákærðir í málinu, eða helmingur sakborninga. Þá voru 27 vitni í málinu. Þetta kom fram í inngangi Ólafs Haukssonar, saksóknara í málinu, við málflutning hans í héraðsdómi í dag.

Átta voru með stöðu sakbornings

Aurum Holding-málið | 26. október 2016

Úr héraðsdómi í dag, en þar fer fram málflutningur í …
Úr héraðsdómi í dag, en þar fer fram málflutningur í Aurum-málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í heild voru átta manns með stöðu sakbornings meðan rannsókn Aurum Holding málsins stóð yfir. Í lokin voru fjórir ákærðir í málinu, eða helmingur sakborninga. Þá voru 27 vitni í málinu. Þetta kom fram í inngangi Ólafs Haukssonar, saksóknara í málinu, við málflutning hans í héraðsdómi í dag.

Í heild voru átta manns með stöðu sakbornings meðan rannsókn Aurum Holding málsins stóð yfir. Í lokin voru fjórir ákærðir í málinu, eða helmingur sakborninga. Þá voru 27 vitni í málinu. Þetta kom fram í inngangi Ólafs Haukssonar, saksóknara í málinu, við málflutning hans í héraðsdómi í dag.

Málið hófst með kæru slitastjórnar Glitnis, en skiptastjóri Fons sendi einnig ábendingu um meint brot fyrrverandi starfsmanna bankans. Þeim fylgdi rannsókn sem meðal annars notaðist við húsleitir og símhlustanir að sögn Ólafs.

Sagði hann málið í grunninn snúast um umboðssvik vegna sex milljarða láns til félagsins FS38 vegna kaupa þess á bréfum í Aurum Holding frá Fons, en Fons var móðurfélag FS38. Sagði Ólafur málið komið til upphaflega vegna taps sem Fons hefði orðið fyrir á Stím-viðskiptunum, en ákært var sérstaklega fyrir þau áður og var sakfellt fyrir það í héraðsdómi.

Einn þeirra sem voru með stöðu sakbornings í málinu var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, en hann samdi við Ríkissaksóknara um friðhelgi í þessu máli og öðrum sem mögulega yrðu höfðuð gegn honum.

Í Aurum-mál­inu er tek­ist á um hvort Lár­us og ann­ar starfsmaður Glitn­is hafi gerst brot­leg­ir um umboðssvik og Jón Ásgeir og viðskipta­stjóri hans um hlut­deild í umboðssvik­um þegar Glitn­ir lánaði fé­lag­inu FS38 sex millj­arða í júlí árið 2008. Var fjár­hæðin að hluta notuð til að kaupa hlut Fons í skart­gripa­keðjunni Aur­um en auk þess fór hluti til Fons og þaðan áfram til Jóns Ásgeirs. Þá var hluti láns­ins notaður til að bæta trygg­ing­ar­stöðu Fons við Glitni, en bank­inn fékk með viðskipt­un­um veð í Aur­um.

Í ákær­unni seg­ir að Jón Ásgeir hafi í krafti áhrifa sinna hvatt til þess að lánið yrði veitt, en hann var í gegn­um fé­lög og tengda aðila á þess­um tíma stór hlut­hafi í Glitni.

mbl.is