„Ég hafði áður tekið þátt í keppninni Ungfrú Suðurland, sem ég hafði rosalega gaman að. Ég var í mínu besta formi, var í kringum 58-59 kíló og varð í öðru sæti. Ég fór rosalega vel út úr þeirri keppni en þegar ég fer til Reykjavíkur til að taka þátt í Ungfrú Ísland er keppnin orðin harðari og meiri pressa lögð á keppendur,“ segir Lilja Dröfn Kristinsdóttir, sem tók þátt í keppninni árið 2008, þá tvítug að aldri.
„Ég hafði áður tekið þátt í keppninni Ungfrú Suðurland, sem ég hafði rosalega gaman að. Ég var í mínu besta formi, var í kringum 58-59 kíló og varð í öðru sæti. Ég fór rosalega vel út úr þeirri keppni en þegar ég fer til Reykjavíkur til að taka þátt í Ungfrú Ísland er keppnin orðin harðari og meiri pressa lögð á keppendur,“ segir Lilja Dröfn Kristinsdóttir, sem tók þátt í keppninni árið 2008, þá tvítug að aldri.
„Ég hafði áður tekið þátt í keppninni Ungfrú Suðurland, sem ég hafði rosalega gaman að. Ég var í mínu besta formi, var í kringum 58-59 kíló og varð í öðru sæti. Ég fór rosalega vel út úr þeirri keppni en þegar ég fer til Reykjavíkur til að taka þátt í Ungfrú Ísland er keppnin orðin harðari og meiri pressa lögð á keppendur,“ segir Lilja Dröfn Kristinsdóttir, sem tók þátt í keppninni árið 2008, þá tvítug að aldri.
Lilja segir að þegar til Reykjavíkur hafi verið komið hafi stúlkurnar verið látnar halda úti matardagbók og telja ofan í sig hitaeiningar auk þess sem þær hafi verið sendar í líkams- og fitumælingar. Lilja segist sjálf hafa orðið fyrir fitufordómum í aðdraganda keppninnar og verið sagt að hún þyrfti að létta sig fyrir lokakvöldið.
„Ég er send í mælingu þar sem ég stend á nærfötunum og er spurð hvort ég hafi verið svona í hinni keppninni. Ég játa því og er þá sagt að ég þurfi að létta mig og losa mig við ákveðið mörg kíló fyrir keppnina. Þetta var ábyggilega einni til tveimur vikum fyrir keppni og mér var sagt að fara tvisvar á dag í ræktina. Mér fannst ég vera í mínu besta formi þarna, þannig að ég fékk sjokk þegar mér var sagt að ég þyrfti að létta mig enn meira. Ég hefði getað leiðst út í anorexíu, því ég var búin að vera veik áður. Ég var þó það sterk að ég ætlaði ekki að fara út á þá braut, en ég hafði þjáðst af sjúkdómnum þegar ég var yngri,“ segir Lilja Dröfn og bætir við að skilaboðin sem hún fékk hafi verið mikið áfall.
„Ég var bara í sjokki. Ég labbaði út og sagði við stelpurnar að ég ætlaði ekki að fara þessa leið. Mig langaði frekar bara að fara að fá mér hamborgara. Ég var reið og þetta særði mig. Ég er með línur, ég er með mjaðmir og er með rass. Ég var í fótbolta og er íþróttalega vaxin. Ég sé eftir því að hafa ekki verið með bein í nefinu og hafa hreinlega labbað út. Ég hélt áfram en hugsaði þó allan tímann að ég ætlaði að gera þetta á minn hátt.“
Lilja Dröfn segir að hún sé sterk að eðlisfari og því hafi atvikið ekki haft mikil áhrif á líf hennar. Hún segir jafnframt að hún vilji greina frá eigin reynslu, þrátt fyrir að reynsla margra annarra stúlkna af keppninni sé vafalaust jákvæð.
„Ég er búin að lenda í mörgum áföllum í gegnum tíðina, þannig að þetta hefur ekki haft mikil áhrif á líf mitt. Ég lét þetta ekki buga mig,“ bætir Lilja við og segir að afleiðingarnar hefðu hugsanlega verið aðrar ef hún hefði verið yngri þegar hún tók þátt.
„Það er ákveðið þroskamerki að geta höndlað þetta og verið bara maður sjálfur uppi á sviði“.
Lilja segist enn fremur vonast til þess að í dag sé hlutunum öðruvísi farið, og ekki séu gerðar jafn miklar kröfur um að keppendur létti sig.
„Ég er að vonast til þess að þetta sé að breytast, og þetta sé ekki lengur svona „hardcore“. Ég að vísu þekki það ekki. En ef þetta er ennþá svona þykir mér það of mikið,“ segir Lilja að endingu.