Á því tímabili þegar viðræður áttu sér stað um að selja hlut Fons í skartgripakeðjunni Aurum árið 2008 kom tvisvar upp sú hugmynd að selja hlutinn inn í félagið Gnúp eða dótturfélag þess. Þá hafði Gnúpur nokkrum mánuðum áður hafði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og verið tekinn yfir af Glitni. Þetta kom fram í málflutningi saksóknara í Aurum-málinu í gær.
Á því tímabili þegar viðræður áttu sér stað um að selja hlut Fons í skartgripakeðjunni Aurum árið 2008 kom tvisvar upp sú hugmynd að selja hlutinn inn í félagið Gnúp eða dótturfélag þess. Þá hafði Gnúpur nokkrum mánuðum áður hafði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og verið tekinn yfir af Glitni. Þetta kom fram í málflutningi saksóknara í Aurum-málinu í gær.
Á því tímabili þegar viðræður áttu sér stað um að selja hlut Fons í skartgripakeðjunni Aurum árið 2008 kom tvisvar upp sú hugmynd að selja hlutinn inn í félagið Gnúp eða dótturfélag þess. Þá hafði Gnúpur nokkrum mánuðum áður hafði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og verið tekinn yfir af Glitni. Þetta kom fram í málflutningi saksóknara í Aurum-málinu í gær.
Fyrst kom upp hugmynd í maí um að selja hlut Fons inn í félagið Stapa, en það var dótturfélag Gnúps sem varð til við fjárhagslegu endurskipulagninguna í janúar þetta sama ár. Kom þetta fram í póstum milli Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs á þessum tíma og Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis.
Um miðjan júní kom svo upp hugmyndin að félagið Gnúpur myndi sjálft kaupa allan hlut Fons fyrir sex milljarða. Tekið var fram í þeim pósti að félagið væri í eigu Glitnis.
Að endingu fór þó svo að Glitnir veitti sex milljarða lán til félagsins FS38, sem var dótturfélag Fons, til kaupanna. Sagði saksóknari að sú ráðstöfun hefði í raun verið svipuð framkvæmd og sú sem var uppi varðandi að lána Gnúpi.