Þarf ekki að bera vitni

Glitnismenn fyrir dóm | 29. október 2016

Starfsmaður saksóknara þarf ekki að bera vitni

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum eins ákærða í Stím-málinu svokallaða um að fá að leiða fyrir Hæstarétt starfsmann embættis héraðssaksóknara sem vitni. Með því var úrskurður héraðsdóms staðfestur. Var vísað til þess að símtöl milli ákærða og verjanda hans hefðu verið hleruð og hlustað á þau í þágu rannsóknar málsins. Hafi þeim ekki verið eytt jafnóðum eins og gerð sé krafa um í lögum um meðferð sakamála.

Starfsmaður saksóknara þarf ekki að bera vitni

Glitnismenn fyrir dóm | 29. október 2016

Krafa var gerð um að starfsmaðurinn bæri vitni um aðferðir …
Krafa var gerð um að starfsmaðurinn bæri vitni um aðferðir saksóknara við hlerun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum eins ákærða í Stím-málinu svokallaða um að fá að leiða fyrir Hæstarétt starfsmann embættis héraðssaksóknara sem vitni. Með því var úrskurður héraðsdóms staðfestur. Var vísað til þess að símtöl milli ákærða og verjanda hans hefðu verið hleruð og hlustað á þau í þágu rannsóknar málsins. Hafi þeim ekki verið eytt jafnóðum eins og gerð sé krafa um í lögum um meðferð sakamála.

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum eins ákærða í Stím-málinu svokallaða um að fá að leiða fyrir Hæstarétt starfsmann embættis héraðssaksóknara sem vitni. Með því var úrskurður héraðsdóms staðfestur. Var vísað til þess að símtöl milli ákærða og verjanda hans hefðu verið hleruð og hlustað á þau í þágu rannsóknar málsins. Hafi þeim ekki verið eytt jafnóðum eins og gerð sé krafa um í lögum um meðferð sakamála.

Það var Jóhannes Baldursson, einn hinna þriggja sem var ákærður í málinu, sem óskaði eftir því að fá vitnið fyrir Hæstarétt í tengslum við meðferð málsins þar. Voru allir sakfelldir fyrir umboðssvik í héraðsdómi og bíður málið nú meðferðar í Hæstarétti.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að upplýsingar um símtölin hafi komið fram í tölvupóstum milli ákærða og starfsmanns héraðssaksóknara og vildi Jóhannes fá það staðfest fyrir dómi. Þá telji hann rétt að spyrja vitnið hvernig staðið hafi verið að símhlustun vegna hans og lögmanns hans.

Sem fyrr segir hafnaði héraðsdómur kröfunni og staðfesti Hæstiréttur dóminn.

mbl.is