9.000 gestir verða á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst á miðvikudaginn, þar af rúmlega 5.000 erlendis frá. 220 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni á 267 tónleikum á 14 tónleikastöðum.
9.000 gestir verða á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst á miðvikudaginn, þar af rúmlega 5.000 erlendis frá. 220 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni á 267 tónleikum á 14 tónleikastöðum.
9.000 gestir verða á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst á miðvikudaginn, þar af rúmlega 5.000 erlendis frá. 220 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni á 267 tónleikum á 14 tónleikastöðum.
Í samtali við mbl.is segir Grímur Atlason einn stjórnenda hátíðarinnar að stærð hátíðarinnar í ár sé sambærileg við hátíðina á síðasta ári. Off-venue-dagskráin svokallaða, þ.e. dagskrá sem ekki þarf miða á hátíðina til að mæta á, hefur þó aldrei verið eins stór en á henni eru 820 tónleikar á 62 stöðum í Reykjavík. „Það má áætla að um 80.000 manns sæki Off-venue dagskrána,“ segir Grímur og bendir á að með off-venue-tónleikunum verði fjöldi tónleika á Iceland Airwaves tæplega 1.100.
Að sögn Gríms er ekki uppselt á hátíðina og örfáir miðar í boði. Hann segir margt fólk þegar komið til landsins fyrir hátíðina, tveimur dögum áður en hún hefst formlega. „Útlendingarnir koma oft fyrr til þess að nýta ferðina. Maður sér í bænum að það eru margir komnir.“ Þegar mbl.is ræddi við Grím í hádeginu í dag höfðu tugir manna mætt í Hörpu til þess að sækja armböndin sín inn á hátíðina en miðstöð hátíðarinnar þar var opnuð klukkan 12. „Það er allt byrjað og mikið stuð,“ segir Grímur.
Aðspurður hvort hann viti um stöðuna á hótelum borgarinnar segir hann þau mjög mikið bókuð og að hátíðin hafi sjálf lent í ákveðnum vandræðum með að finna hótel fyrir suma gesti. Það hafi þó allt gengið að lokum.
Samkvæmt könnun Úton eyddu erlendir gestir á Iceland Airwaves árið 2014 1,62 milljörðum íslenskra króna hér á landi. Var það aukning um 420 milljónir króna frá árinu áður en þá var fjöldi gesta um 9.100 og 55,5% þeirra komu erlendis frá. Ekki hefur verið birt könnun fyrir hátíðina á síðasta ári.
Fyrstu off-venue-tónleikar Airwaves fara fram í dag í Vestmannaeyjum eins og greint var frá í Morgunblaðinu í morgun. Tónleikarnir hefjast í Alþýðuhúsinu klukkan 17 og munu Hildur og Emmsjé Gauti spila.