Geirmundur sýknaður

SpKef-málið | 4. nóvember 2016

Geirmundur sýknaður

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem var ákærður fyrir umboðssvik. Dómur var kveðinn upp klukkan 10.

Geirmundur sýknaður

SpKef-málið | 4. nóvember 2016

Geirmundur Kristinsson, fyrrum sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, var ákærður fyrir umboðssvik, …
Geirmundur Kristinsson, fyrrum sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, var ákærður fyrir umboðssvik, en hefur nú verið sýknaður í héraði. mbl.is/Sverrir

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem var ákærður fyrir umboðssvik. Dómur var kveðinn upp klukkan 10.

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem var ákærður fyrir umboðssvik. Dómur var kveðinn upp klukkan 10.

Ákæruvaldið krafðist þess að Geirmundur yrði dæmdur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára.

Geirmundur var ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjárhæðirnar í ákærunni nema tæpum átta hundruð milljónum króna. Brotin geta varðað allt að sex ára fangelsi.

Í ákæru sagði að Geirmundur hefði stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir til lánveitinga með því að veita einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán þann 16. júní 2008. Afstaða lánanefndar lá ekki fyrir og áhættu- og greiðslumat fór ekki fram. Þá var endurgreiðslan ekki tryggð með nokkrum hætti.

Sem fyrr segir var Geirmundur í dag sýknaður í héraðsdómi. Þá skal allur sakarkostnaður, samtals 7,2 milljónir króna, greiðast úr ríkissjóði.

mbl.is