Tilhlökkun eftir „eftir“ myndinni

Tilhlökkun eftir „eftir“ myndinni

„Nú styttist í annan endann á Lífsstílsbreytingunni en átta vikur eru liðnar og fjórar eftir. Það er því ekkert annað í stöðunni en að taka á honum stóra sínum og klára dæmið með stæl,“ segir Brynhildur Aðalsteinsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Tilhlökkun eftir „eftir“ myndinni

Lífsstílsbreyting Smartlands og Sporthússins | 7. nóvember 2016

Brynhildur Aðalsteinsdóttir.
Brynhildur Aðalsteinsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Nú stytt­ist í ann­an end­ann á Lífs­stíls­breyt­ing­unni en átta vik­ur eru liðnar og fjór­ar eft­ir. Það er því ekk­ert annað í stöðunni en að taka á hon­um stóra sín­um og klára dæmið með stæl,“ seg­ir Bryn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli: 

„Nú stytt­ist í ann­an end­ann á Lífs­stíls­breyt­ing­unni en átta vik­ur eru liðnar og fjór­ar eft­ir. Það er því ekk­ert annað í stöðunni en að taka á hon­um stóra sín­um og klára dæmið með stæl,“ seg­ir Bryn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli: 

Æfing­arn­ar með Lilju og stelp­un­um hafa gengið rosa­lega vel, ég hef bara misst úr einn tíma og hef reynt að vinna það upp með aukaæf­ing­um. Ætli ég sé ekki að skott­ast í Sport­húsið svona fimm sinn­um í viku að jafnaði. Það er klár­leg stærsta breyt­ing­in hjá mér í þessu verk­efni en eins og áður hef­ur komið fram hef­ur hreyf­ing ekki verið nægi­lega reglu­leg­ur part­ur af til­ver­unni þó aðég taki vissu­lega spretti.

Á þess­um átta vik­um sé ég al­veg lygi­leg­an mun sem vek­ur með mér von um að ég raun­veru­lega nái mark­miðum mín­um í þetta skiptið, kannski ekki al­veg á næstu fjór­um vik­um, en klár­lega á fyrri hluta árs 2017 ef fram fer sem horf­ir. Allt í einu sé ég móta fyr­ir vöðvum á hönd­um og öxl­um. Lín­an sem ég þráði upp hliðarn­ar á lær­un­um læðist einnig upp og ég er ekki frá því að rass­inn sé aðeins að lyft­ast. Til­hlökk­un eft­ir „eft­ir“ mynd­inni er næst­um því orðin kvíðanum yf­ir­sterk­ari.

Þetta geng­ur auðvitað upp og niður og þó að ég raun­veru­lega hafi ætlað að taka þetta 100% í upp­hafi, enda búin að op­in­bera bar­átt­una með þokka­lega af­drifa­rík­um hætti, þá kannski fara hlut­irn­ir ekki alltaf þannig. Ég er búin að vera al­veg 80-90% í mataræðinu og reyni að finna leiðir sem henta mér og þar ligg­ur nátt­úr­lega lyk­il­inn. Maður verður að aðalaga lífs­stíl­inn sínu dag­lega amstri og getu og hrein­lega sætta sig við það og draga sig ekki niður þó að aðstæður annarra bjóði upp á aðferðir sem kannski ná skjót­ari ár­angri.

Í síðustu viku má segja að ég hafi sveigt aðeins út af hinni beinu braut, þó að auðvitað það sé ekk­ert sem kalla megi mis­tök eða slíkt. Ég á mína veik­leika eins og aðrir og brauð skip­ar sér þar of­ar­lega á lista. Ég fékk mér eina brauðsneið og svo þá næstu og koll af kolli yfir alla vik­una. Þá var ég far­in að narta í annað meira en góðu hófu gegn­ir og senni­leg­ast að blóðsyk­ur­inn hafi verið á flökti. Ég var sem sagt ekki að borða hollu teg­und­ina af brauði, held­ur bein­lín­is þá óholl­ustu, þ.e. hvítt bagette og þetta fjölda­fram­leidda heim­il­is­brauð.

Það sem mér fannst áhuga­verðast við þetta, eft­ir á að hyggja, var að sjá með skýr­um hætti hvernig til­ver­an smátt og smátt riðlaðist í kring­um mig. Ég kom heim þreytt­ari en ég hef verið þess­ar síðustu vik­ur. Var miklu minna peppuð um að koma mér út í Sport­hús og þess hátt­ar. Heim­ilið sjálft fékk líka að finna fyr­ir þessu en þegar ork­an er meiri, eins og hún hef­ur verið, þá ganga aðrir hlut­ir ein­fald­lega bet­ur upp. Þvott­ur, upp­vask, til­tekt, heima­lær­dóm­ur barn­anna og slíkt hef­ur ein­fald­lega leikið í hönd­un­um á mér und­an­farið. Brauðvik­una miklu, sem taldi senni­lega nær 10 dög­um, þá byrjaði þvott­ur að hrann­ast upp og upp­vaskið fékk að bíða smá og ég var senni­lega aðeins skap­verri, þ.e. pirraðist kannski frek­ar þegar börn­in voru með vesen o.s.frv. En þetta var nú bara í til­tölu­lega skamm­an tíma og ekk­ert til að tala um í sjálfu sér. Það þýðir auðvitað ekk­ert að draga sig niður en eins og all­ir vita er það leiðin „to the dark side“. Ég bara fattaði þetta eitt kvöldið þegar ég sat þreytt uppi í sófa en ég hafði ekk­ert tengt þetta bein­lín­is við brauðnartið mitt sér­stak­lega eða að ég hefði raun­veru­lega slakað á í mataræðinu. Já og það verður lík­leg­ast að fylgja að ég sendi Lilju ekki mat­ar­dag­bók á um­ræddu tíma­bili og fékk fyr­ir það áminn­ingu. Ég vissi innst inni að ég væri ekki að gera góða hluti þó að ég hafi van­metið áhrif­in síðar meir.

Ég reisti mig ein­fald­lega bara við og er öll betri og merki­legt hvað lé­legt hrá­efni hef­ur áhrif fljótt á lík­ams­starf­sem­ina. Ég sá frétt í gær um kosti al­menni­legs brauðs og ætla að skoða bet­ur hvort súr­deig og önn­ur holl­ustu­brauð verði ekki val­kost­ur minn í framtíðinni.

Svo má nú ekki gleyma að við hitt­um skvís­urn­ar frá því í fyrra um dag­inn á Baza­ar Odd­son. Það var æðis­legt að fá að heyra í þeim hljóðið og mjög hvetj­andi. Það kom nú á dag­inn að þær flest­ar höfðu átt í ströggli á þessu tíma, þ.e. 7.-8. viku ,svo mér leið nú aðeins bet­ur að heyra það.

Þangað til næst...

mbl.is