„„Og þú ert alltaf að fjalla um peninga,“ staðhæfði maður nokkur um leið og hann lét sig falla í djúpan hægindastól við hlið mér. Við vorum stödd í boði hjá sameiginlegum vinum.
„„Og þú ert alltaf að fjalla um peninga,“ staðhæfði maður nokkur um leið og hann lét sig falla í djúpan hægindastól við hlið mér. Við vorum stödd í boði hjá sameiginlegum vinum.
„„Og þú ert alltaf að fjalla um peninga,“ staðhæfði maður nokkur um leið og hann lét sig falla í djúpan hægindastól við hlið mér. Við vorum stödd í boði hjá sameiginlegum vinum.
„Nei, ég fjalla um samband fólks við peninga og peningahegðun þess,“ svaraði ég að bragði. „Ég tala alls ekki um peninga, peninganna vegna, heldur sem birtingarmynd af ákveðnu hegðunarmynstri.“ Hvað áttu við með því? spurði maðurinn. „Ég skal taka dæmi,“ sagði ég,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coacing, í sínum nýjasta pistli:
Mismunandi viðhorf til peninga
Tvær vinkonur hittust til að fá sér að borða saman í hádeginu. Þær höfðu verið samstúdentar og fylgst að í gegnum tíðina. Talið barst að fyrirtækjarekstri en báðar áttu þær og ráku eigið fyrirtæki.
Önnur sagði hinni að það væri brjálað að gera hjá henni, fastir viðskiptavinir en greiðslur bærust seint og illa. Laun til starfsmanna gengju alltaf fyrir og því sæti vöxtur fyrirtækisins á hakanum. Hún væri orðin langþreytt á streðinu enda hefði hún lítið upp úr krafsinu. En bætti þó við að vinnan væri í meginatriðum spennandi og samskiptin við samstarfsfólk og viðskiptavini einkar gefandi. Það héldi henni gangandi enda skipt það hana meira máli en peningar.
Hin sagði hinni að hún væri nýbúin að endurskoða alla ferla innan fyrirtækisins með það að markmiði að hámarka nýtni. Hún vildi færa út kvíarnar og auka tekjur fyrirtækisins um fjórðung á næsta rekstrarári. Allt starfsfólk fyrirtækisins væri með á nótunum hvað markmiðið varðaði og ynni að því dag frá degi. Árangurinn léti ekki á sér standa. Áskoranir hennar snéru að starfsmannamálum.
Breytan sem skiptir sköpum
Þetta dæmi endurspeglar samband þessara tveggja kvenna við peninga. Fyrirtækin sem þær reka eru sambærileg. Menntun þeirra og reynsla svipuð. Eina sem skilur að er samband þeirra við peninga sem endurspeglast með ýmsu móti í rekstri þeirra. Peningahugmyndir þeirra og peningahegðun er breytan sem skiptir sköpum.
Samband þeirrar fyrri við peninga helgast af því að samskipti og tengsl við samstarfsfólk og viðskipavini, skipta hana meginmáli. Bein tenging hennar við peninga er lítil sem engin. Hún sér ekki tilgang með því að gera hlutina fyrir peninga. Undir niðri þráir hún þó stöðugleika í rekstri og að útistandandi greiðslur skili sér með skilvirkum hætti.
Hin konan setur vöxt fyrirtækisins í forgrunn og gerir áætlanir sem byggjast á mælanleika. Þannig kemur hún í veg fyrir að tíminn líði án þess að hún nái að fylgjast með framvindu mála. Markmið hennar er skýrt og allir starfsmenn fyrirtækisins vinna að því hörðum höndum.
Hennar áskorun er helst sú að gera ráð fyrir að aðrir séu drifnir áfram af sama eldmóði og metnaði og hún sjálf. Hún á það til að keyra starfsfólkið áfram og gleyma að hrósa því. Það er alls ekki illa meint. Henni finnst einfaldlega hrós vera frekar innantómt, því það er alls ekki það sem drífur hana áfram.
Annað er ekki gott og hitt slæmt
Það er ekki svo að skilja að önnur kvennanna eigi alfarið gott samband við peninga og hin slæmt. Allir glíma við einhvers konar áskoranir og þær birtast gjarnan í sambandi okkar við peninga. Áhrifanna gætir á öllum sviðum lífs okkar.
Fyrir þá sem reka fyrirtæki er sambandið milli peningahegðunar og beinnar afkomu oft sýnilegra en fyrir þá sem vinna fyrir aðra. Að því sögðu má þó segja að starfsval og laun þeirra sem vinna fyrir aðra, endurspegli samband þeirra við peninga.
Þeir sem reka eigið fyrirtæki eru þó gjarnan dómharðari á eigin peningahegðun en hinir sem starfa fyrir aðra. Það helgast ef til vill helst af því að fólk í rekstri er gjarnan ábyrgt fyrir eigin innkomu og jafnvel innkomu annarra. Því verða þolmörkin minni þegar peningaáskoranir eru annars vegar.
Hvað er til ráða?
Hvað eiga þeir sem bera kennsl á brotalamir í sambandi sínu við peninga, til bragðs að taka? Í fyrsta lagi er góð hugmynd að leita sér hjálpar. Ég get bent á nýtt netnámskeið sem ber heitið Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að skoða samband sitt við peninga í nýju ljósi með það að markmiði að öðlast fjárhagslegt frelsi.