Það breytist allt við að komast í betra form

Það breytist allt við að komast í betra form

Guðný Lára Gunnarsdóttir tók þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. Á dögunum hittust báðir leikfimishóparnir, nýja og gamla Lífsstílsbreytingin, á Bazaar á Oddsson og ég notaði tækifærði og spurði Guðnýju Láru spjörunum úr. 

Það breytist allt við að komast í betra form

Lífsstílsbreyting Smartlands og Sporthússins | 8. nóvember 2016

Guðný Lára Gunnarsdóttir.
Guðný Lára Gunnarsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðný Lára Gunnarsdóttir tók þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. Á dögunum hittust báðir leikfimishóparnir, nýja og gamla Lífsstílsbreytingin, á Bazaar á Oddsson og ég notaði tækifærði og spurði Guðnýju Láru spjörunum úr. 

Guðný Lára Gunnarsdóttir tók þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. Á dögunum hittust báðir leikfimishóparnir, nýja og gamla Lífsstílsbreytingin, á Bazaar á Oddsson og ég notaði tækifærði og spurði Guðnýju Láru spjörunum úr. 

Hvernig hefur þér liðið eftir að Lífsstílsbreytingunni lauk?

Ég veit ekki hvort ég er sátt við að segja að lífsstílsbreytingunni sé lokið því í rauninni lýkur henni aldrei ef maður tileinkar sér hana á annað borð. Ég hugsa þetta í það minnsta þannig! Ég fór hins vegar sátt inn í jólin 2015 og leið dásamlega. Reyndar fann ég fyrir pínu söknuði að þurfa ekki að fara í Sporthúsið og svitna með vinkonum mínum þar. 

Hefur þú haldið áfram að æfa af krafti?

Ég hef haldið mínu striki og fer að öllu jöfnu 4-6 daga vikunnar í ræktina. Þegar ég kemst af einhverjum orsökum ekki í einhvern tíma finn ég hversu illa það fer með mig. Líklega er ég bara orðin háð þessu og það gleður hjarta mitt mikið.

Hvernig er mataræðið?

Ég reyni að vera dugleg að passa upp á mataræðið, ég vel frekar hreina afurð, próteinríka fæðu, ávexti, grænmeti og er dugleg að drekka vatn. Brauð borða ég eiginlega aldrei, nema kannski við hátíðleg tilefni og þá bara lítið af því. Það má eiginlega segja að ég hafi náð að halda sömu rútínu og ég tileinkaði mér í Lífsstílsbreytingunni. Ég fór reyndar í smá sumarfrí frá ræktinni og leyfði mér um leið aðeins öðruvísi fæðu. En það er svo skrítið að þegar maður er búinn að tileinka sér eitthvað leitar maður ósjálfrátt frekar í það en óhollustuna. Þannig að ég gerði engan stóran skandal og kom vel undan sumri eins og Lilja Ingvadóttir orðaði það við mig.

Hefur þú haldið þér í því formi sem þú varst komin í?  

Ég hélt áfram að ræktast eftir að tímunum í Sporthúsinu lauk í desember 2015. Ég er því í enn betra formi nú en þá nokkurn tímann. 

Hver er lykillinn að því að því að vera í góðu formi?

Stutta svarið er: hugarfarið, mataræðið og heilbrigð hreyfing.
Langa svarið er of langt! 

Breytist lífið eitthvað við það?

Breytist lífið eitthvað við að vera í góðu formi? Ef það er spurningin er svarið augljóst. Það breytist ALLT við að komast í gott form. Að mestu leyti breytast hlutirnir til batnaðar. Svona breyting hefur samt líka sínar skuggahliðar, því miður. Ég hef fundið fyrir örlitlu af alls konar, s.s. öfund í minn garð sem mér þykir afskaplega leiðinlegt og sorglegt. Eins hef ég alveg fundið fyrir ofmetnaði hjá sjálfri mér á tímabilum. Maður þarf alltaf að passa upp á þennan gullna meðalveg, það er bara þannig. Vinningurinn sem ég hlaut við að breyta um lífsstíl er samt besta gjöfin sem ég hef nokkurn tímann gefið sjálfri mér!

Guðný Lára Gunnarsdóttir.
Guðný Lára Gunnarsdóttir. Árni Sæberg
Guðný Lára Gunnarsdóttir.
Guðný Lára Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is