Franski ökumaðurinn Esteban Ocon sem keppt hefur fyrir Manor á jómfrúarári sínu í formúlu-1 hefur gert samning „til margra ára“ um að keppa fyrir Force India frá og með næsta ári.
Franski ökumaðurinn Esteban Ocon sem keppt hefur fyrir Manor á jómfrúarári sínu í formúlu-1 hefur gert samning „til margra ára“ um að keppa fyrir Force India frá og með næsta ári.
Franski ökumaðurinn Esteban Ocon sem keppt hefur fyrir Manor á jómfrúarári sínu í formúlu-1 hefur gert samning „til margra ára“ um að keppa fyrir Force India frá og með næsta ári.
Ocon stendur á tvítugu og hefur verið undir verndarvæng Mercedesliðsins undanfarin tvö ár. Varð hann meistari í Evrópuröðinni í formúlu-3 fyrra árið og í GP3-flokki í fyrra.
Vegna þjóðernis hans hafði Ocon verið orðaður við Renaultliðið enda hafði hann tengst því meðan liðið hét Lotus og sinnti einnig þróunarakstri fyrir það fyrri hluta vertíðarinnar í ár, eða fram að því að hann tók við starfi Rio Haryanto hjá Manor frá og með belgíska kappakstrinum í Spa Francorchamps í ágústlok.
Þá er Ocon ekki með öllu ókunnugur hjá Force India því hann fékk að spreyta sig hjá liðinu á tveimur æfingadögum í fyrrasumar. Hann segir að sín bíði annasamir dagar í bílsmiðju liðsins í Silverstone í Englandi, við æfingar í bílhermi og við að byggja upp samstarf við tæknimenn liðsins.