Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hyggst ekki segja starfi sínu lausu í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar varðandi eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Þetta er haft eftir honum í frétt á vef Rúv.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hyggst ekki segja starfi sínu lausu í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar varðandi eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Þetta er haft eftir honum í frétt á vef Rúv.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hyggst ekki segja starfi sínu lausu í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar varðandi eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Þetta er haft eftir honum í frétt á vef Rúv.
Í byrjun vikunnar gaf ríkisendurskoðun skýrsluna út, en þar er gagnrýnir stofnunin nokkrar stórar sölur bankans. Meðal annars er sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum sínum í Vestia hf. (2010), Icelandic Group hf. (2010), Promens hf. (2011), Framtakssjóði Íslands slhf. og IEI slhf. (2014), Borgun hf. (2014) og Valitor hf. (2014).
Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.
Steinþór segir við Rúv að skýrslan hefði mátt vera ítarlegri, en að hann fagni henni. Segir hann að árin 2010 til 2011 hafi verið sérstakir tímar og að menn hafi stundum metið stöðuna þannig að rétt væri að selja í lokuðu söluferli. Lang oftast hafi eignir þó verið seldar í opnu söluferli.