Sagði ekki orð í tvö ár

Frá Sýrlandi til Evrópu | 27. nóvember 2016

Sagði ekki orð í tvö ár

Áður en stríðið hófst voru þau hamingjusöm fjölskylda í Damaskus en stríðið hefur eyðilagt allt, segir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janúar. Fjölskyldan missti allt og upplifði hluti sem eru eiginlega of skelfilegir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dóttir hennar að tala. 

Sagði ekki orð í tvö ár

Frá Sýrlandi til Evrópu | 27. nóvember 2016

Hiba Al Jaraki, Maria, Maher Al Habbal, Sara og Raiseh …
Hiba Al Jaraki, Maria, Maher Al Habbal, Sara og Raiseh Agha búa í Reykjavík og eru ánægð með dvölina á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áður en stríðið hófst voru þau ham­ingju­söm fjöl­skylda í Dam­askus en stríðið hef­ur eyðilagt allt, seg­ir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janú­ar. Fjöl­skyld­an missti allt og upp­lifði hluti sem eru eig­in­lega of skelfi­leg­ir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dótt­ir henn­ar að tala. 

Áður en stríðið hófst voru þau ham­ingju­söm fjöl­skylda í Dam­askus en stríðið hef­ur eyðilagt allt, seg­ir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janú­ar. Fjöl­skyld­an missti allt og upp­lifði hluti sem eru eig­in­lega of skelfi­leg­ir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dótt­ir henn­ar að tala. 

Hiba Al Jarki er 32 ára mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur frá Dam­askus í Sýr­landi. Hún og fjöl­skylda henn­ar eru meðal þeirra Sýr­lend­inga sem hingað hafa flúið und­an stríðinu í heima­land­inu. Stríði sem hófst í mars 2011, í sama mánuði og yngri dótt­ir þeirra hjóna, Sara, fædd­ist.

Systurnar Maria og Sara eru ánægðar í skólanum. Maria er …
Syst­urn­ar Maria og Sara eru ánægðar í skól­an­um. Maria er kom­in í grunn­skóla en Sara er enn í leik­skóla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lífið gekk sinn vana­gang í Dam­askus líkt og ann­ars staðar í Sýr­landi fyr­ir stríð. Sama fjöl­skyld­an hafði verið við völd í fjóra ára­tugi og réð öllu. Skipti engu um hvað málið sner­ist. Ekk­ert gerðist nema með leyfi frá fjöl­skyldu for­set­ans. Fjöl­skyld­an stýrði olíu­lind­um lands­ins og önn­ur verðmæt fyr­ir­tæki voru í eigu ein­hvers inn­an fjöl­skyld­unn­ar. Al­menn­ing­ur var vel menntaður en fékk hins veg­ar ekki að ráða því sjálf­ur hvar hann starfaði eða við hvaða síma­fyr­ir­tæki hann skipti. Sú ákvörðun var í hönd­um stjórn­valda. 

Sýr­land er lýðræðis­ríki ólíkt Sádi-Ar­ab­íu og að sögn Hibu hafa Sýr­lend­ing­ar ekki áhuga á því að verða ein­ræðis­ríki eins og Sádi-Ar­ab­ía en þeir vilja að lýðræðið starfi eðli­lega. Þannig var það ekki í Sýr­landi. Upp­reisn­in um miðjan mars 2011 spratt upp úr þessu „ólýðræði“.

Slakað á heima í stofu, systurnar Sara og Maria.
Slakað á heima í stofu, syst­urn­ar Sara og Maria. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fólk fór út á göt­ur borga og bæja og krafðist mann­rétt­inda og frels­is. Eitt­hvað sem þykir eðli­legt í lýðræðis­ríki, ekki blóð og of­beldi held­ur eðli­legt líf. En ekki í Sýr­landi.

Í fyrstu voru mót­mæl­in að mestu lát­in óáreitt, að minnsta kosti á yf­ir­borðinu, en svo var farið að skjóta á fólk sem vogaði sér að láta skoðanir sín­ar í ljós. Sag­an er líka miklu lengri því fyr­ir stríð voru fang­els­in líka full af fólki sem hafði vogað sér að vera í and­stöðu í stjórn­völd. Fólk sem ein­fald­lega hvarf. Stríðið í Sýr­landi er í raun ekki stríð við víga­sam­tök­in Ríki íslams held­ur stríð sem for­seti lands­ins fór í gegn eig­in þjóð. Fólki sem var búið að fá nóg af kúg­un og harðstjórn Assad-fjöl­skyld­unn­ar.

Mæðgur, Maria, Hiba Al Jaraki, Sara og Raiseh Agha.
Mæðgur, Maria, Hiba Al Jaraki, Sara og Raiseh Agha. Eggert Jó­hann­es­son

Nán­ast heil kyn­slóð karla horf­in

Meðal þess sem Hiba starfaði við var að leita að fólki sem hafði horfið og seg­ir hún að það vanti nán­ast heila kyn­slóð karl­manna í Sýr­landi. Eft­ir standi gam­al­menni og börn. Ung­ir karl­ar finn­ast vart í land­inu leng­ur.

Ástandið versnaði dag frá degi, her­menn út um allt sem fóru á milli heim­ila að leita að óæski­legu fólki. Á tveggja mánaða fresti bönkuðu þeir upp á og leituðu hátt og lágt á heim­il­um fólks. Þeir sem áttu ein­hver verðmæti urðu að af­henda þau. Ef reynt var að malda í mó­inn var viðkom­andi ein­fald­lega fang­elsaður eða drep­inn á staðnum. Börn­in lærðu fljótt að horfa niður og helst að hverfa inn í sig sjálf. Reyna að verða ósýni­leg.

Maher Al Habbal hitti ekki dætur sínar í á annað …
Maher Al Habbal hitti ekki dæt­ur sín­ar í á annað ár því þær urðu eft­ir í Sýr­landi ásamt móður sinni þegar hann lagði af stað í hættu­legt ferðalag í þeirri von að geta bjargað lífi fjöl­skyld­unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ótt­inn dag­leg­ur gest­ur

Loft­árás­ir hóf­ust á hverfið sem Hiba bjó í ásamt eig­in­mann­in­um, Maher Al Abbal, og dætr­um þeirra, Mariu og Söru árið 2012. Ótt­inn varð dag­leg­ur gest­ur, börn gátu ekki farið út úr húsi því það var of hættu­legt.

Snemma að morgni einn dag­inn vöknuðu þau við hávaðann frá sprengj­un­um en eng­in viðvör­un var send út til íbúa þá frek­ar en fyrri dag­inn. Ekk­ert varað við því að þessa nótt ætluðu stjórn­völd sér að drepa íbú­ana í þessu hverfi.

Maria og Sara með ömmu sinni, Raiseh Agha, en hún …
Maria og Sara með ömmu sinni, Raiseh Agha, en hún sam­einaðist fjöl­skyld­unni ný­verið á Íslandi. Maður­inn henn­ar lést í Sýr­landi fyr­ir tveim­ur mánuðum síðan. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ein taska rúmaði allt þeirra líf

Hiba seg­ir að þetta hafi verið skelfi­legt og eig­in­lega ólýs­an­legt. Hún greip dæt­urn­ar hvora und­ir sinn hand­legg­inn og Maher tók tösk­una sem þau voru alltaf með til­búna við rúmið. Ein taska sem þyrfti að rúma allt þeirra líf. Það eina sem þau gætu tekið með sér ef þau þyrftu að flýja. Nokkr­um mín­út­um síðar var heim­ili þeirra farið, aðeins rúst­irn­ar eft­ir.

Hiba seg­ir að eng­inn sem ekki hafi upp­lifað þetta geti ímyndað sér hvernig það er að upp­lifa svona hluti. Þegar allt leik­ur á reiðiskjálfi á heim­il­inu og þú veist ekki hvort þetta er þín síðasta stund og ekki bara þín held­ur allr­ar fjöl­skyld­unn­ar. Hiba seg­ir að það lýsi kannski óðag­ot­inu ágæt­lega að hún hafi gripið farsím­ann sinn af borðinu og tekið með á flótt­an­um út úr hús­inu. Það var ekki fyrr en síðar um dag­inn að hún upp­götvaði að það var ekki sím­inn sem hún hafði tekið með held­ur tækið sem notað er til þess að kveikja á gasinu.

Þær eru ánægðar með að hafa fengið ömmu til sín …
Þær eru ánægðar með að hafa fengið ömmu til sín til Íslands, Maria, Raiseh Agha og Sara. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lík eins og hráviði á göt­unni

Allt of hættu­legt var að fara á bíln­um enda bíll auðveld­ara skot­mark en fjöl­skylda á hlaup­um þannig að þau tóku á rás og hlupu og hlupu. Allt í kring­um þau lá dáið fólk eins og hráviði. Hús rúst­ir ein­ar. Hún minn­ist þess að maður sem lá í göt­unni hafi spurt þau hvort það væri eitt­hvað at­huga­vert við hann því það horfðu all­ir svo und­ar­lega á hann. Þau gátu ekki sagt neitt því þau vissu að þessu maður var að deyja, höfuðkúp­an var að mestu horf­in og aðeins nokkr­ar mín­út­ur eft­ir í lífi þessa manns. Það eina sem þau gátu gert var að hlaupa áfram. Þetta var í lok ág­úst 2012, einu og hálfu ári eft­ir að stríðið hófst.

„Að þurfa að halda áfram og virða hjálp­ar­beiðni deyj­andi fólks að vett­ugi er eitt­hvað sem maður gleym­ir aldrei á meðan maður lif­ir. Lykt­in, reyk­ur­inn og hryll­ing­ur­inn. Þetta hverf­ur aldrei,“ seg­ir Hiba.

Hér má sjá aðra fjölskylduna, föðurinn Maher Al Habbal, eiginkonu …
Hér má sjá aðra fjöl­skyld­una, föður­inn Maher Al Habbal, eig­in­konu hans Hibu og dæt­urn­ar Sara og Maria. Ljós­mynd/​Rauði Kross­inn

Fjöl­skyld­an flutti á heim­ili móður henn­ar, Raiseh Agha, í öðru hverfi Dam­askus og þar voru þau í tvö mánuði. Þá var farið að sprengja það hverfi og flótt­inn hófst á nýj­an leik.

Meðal þeirra sem senni­lega jafna sig aldrei er Maria dótt­ir Hibu og Maher. Hún sá of mikið, seg­ir Hiba en Maria hætti að tala í tvö ár. Ekki orð bara höfuðhreyf­ing­ar þegar hún svaraði fólki, já eða nei. Hiba og Maher reyndu allt til þess að fá bestu mögu­legu þjón­ustu fyr­ir dótt­ur sína inn­an­lands en að lok­um ákvað Hiba að fara með hana á sjúkra­hús í ná­granna­rík­inu Líb­anon þar sem heil­brigðisþjón­usta er allt önn­ur enda ekki stríðshrjáð land um þess­ar mund­ir. 

Svona er umhorfs í borginni þeirra í Sýrlandi. Enda sjá …
Svona er um­horfs í borg­inni þeirra í Sýr­landi. Enda sjá þau ekki fyr­ir sér að geta nokk­urn tíma flutt til Sýr­lands aft­ur. AFP

Ekk­ert pláss í flótta­manna­búðunum og þau óvel­kom­in alls staðar

Spurð hvort þær mæðgur hafi farið í flótta­manna­búðir í Líb­anon seg­ir Hiba að svo hafi ekki verið enda ekk­ert pláss fyr­ir þær þar. Íbúar í Líb­anon hafi í raun verið bún­ir að fá nóg af þess­um ná­grönn­um sín­um frá Sýr­landi sem komu yfir landa­mær­in. Líb­anon er lítið land og erfitt að fá vinnu og hús­næði. Talið er að þar sé um ein og hálf millj­ón flótta­manna frá Sýr­landi en íbú­ar Líb­anon voru inn­an við 4,4 millj­ón­ir árið 2011. 

Hún seg­ir að það hafi hins veg­ar verið sárt að upp­lifa það að vera óvel­kom­in. Þegar stríðið hófst í Líb­anon á sín­um tíma hafi Sýr­lend­ing­um þótt eðli­legt að opna heim­ili sín fyr­ir fólki á flótta. Á henn­ar heim­ili hafi fólk þaðan fengið bæði húsa­skjól og fæði án þess að þurfa að greiða eyri fyr­ir það. Gest­risni sé sjálf­sögð í þeirra huga. Þetta sé í raun það sama og hafi mætt sýr­lensk­um flótta­mönn­um alls staðar. Landa­mær­um helst skellt í lás og vanda­málið sagt ein­hverra annarra. „Við erum að tala um fólk, hvar er mannúðin?“ spyr Hiba.

Skór sýrlensks drengs sjást hér við hliðina á líki hans …
Skór sýr­lensks drengs sjást hér við hliðina á líki hans í lík­hús­inu en hann lést í loft­árás stjórn­ar­hers­ins á bæ­inn Douma í útjaðri höfuðborg­ar­inn­ar, Dam­askus á föstu­dag­inn. AFP

Að sögn Hibu átti hún per­sónu­lega auðvelt með að kom­ast til og frá Sýr­landi vegna ferðapapp­íra sem hún hafði vegna starfs síns. Hið sama hafi átt við um dæt­urn­ar. Hún hafi því farið ít­rekað með Mariu til lækn­is í Líb­anon. En þetta hafi verið mjög kostnaðarsamt en skilað ár­angri því tveim­ur árum síðar fór Maria að tala aft­ur.

Árið 2013 fóru þau að íhuga leið fyr­ir fjöl­skyld­una til að kom­ast í burtu frá stríðinu og að Maher færi einn af stað en þar sem þau áttu enga pen­inga þá lagði hann ekki upp í ferðalagið fyrr en árið 2014. Það kostaði hann 4 þúsund Banda­ríkja­dala, um hálfa millj­ón króna, að fá heim­ild til þess að fara til Als­ír en bróðir hans býr þar. Frá Sýr­landi fór Maher til Líb­anon, Jórdan­íu, Als­ír og svo að lok­um til Líb­íu.

Það borgar sig að hlaupa hratt þegar farið er út …
Það borg­ar sig að hlaupa hratt þegar farið er út í Sýr­landi enda loft­árás­ir dag­legt brauð. AFP

Hiba seg­ir að Líb­ía sé skelfi­legt land að öllu leyti. Eng­inn sé ör­ugg­ur þar – og síst þeir sem eru á flótta og ætli sér að reyna að kom­ast frá Líb­íu til Evr­ópu. Í 20 daga var hann í fel­um ásamt hópi fólks og þau fengu lítið sem ekk­ert að borða og gátu aldrei farið út úr húsi. Það voru smygl­ar­arn­ir sem Maher hafði keypt far með yfir Miðjarðar­hafið sem földu flótta­fólkið í Líb­íu. Þeir hafi átt að sjá um að færa hópn­um eitt­hvað að borða en til að mynda hafi það bara al­veg gleymst tvo daga í röð og það voru mörg börn í hópn­um. Eng­inn vissi neitt – var búið að gleyma þeim eða yf­ir­gefa þau?

AFP

Ekki tók betra við þegar í bát­inn var komið. Bát­ur­inn var mjög gam­all og lít­ill. Alls var 300 manns komið fyr­ir um borð en bát­ur­inn rúmaði mesta lagi 70. „Þú get­ur rétt ímyndað þér hvernig þetta var,“ seg­ir Hiba.  

Eft­ir þriggja eða fjög­urra klukku­tíma sigl­ingu kom í ljós að bát­ur­inn var bilaður og hringdu stjórn­end­ur um borð í sína menn í landi til þess að láta þá vita að vél­in væri biluð. Þeir helltu vatni í vél­ina sem þýddi aðeins eitt – bát­ur­inn sökk. En stjórn­end­ur flótta­báts­ins voru fljót­ir að láta sig hverfa og Hiba seg­ir að Maher hafi horft á þá agndofa hverfa út fyr­ir sjón­deild­ar­hring­inn.

AFP

Sál­ræn sár hverfa seint

Maher var einn fárra sem voru í björg­un­ar­vesti og meðal ferðafé­laga hans var lít­il stúlka sem hann hafði reynt að styðja í bátn­um. Hún var sann­færð um að þetta væri sín síðasta stund og grátbað Maher um að taka sig með. Hann gat ekki hugsað sér að skilja hana eft­ir til að deyja og synti með hana í fang­inu en eft­ir tvo tíma í sjón­um var hún hætt að hreyfa sig og tala, hún var dáin. Hann reyndi ár­ang­urs­laust að lífga hana við og hann varð að skilja hana eft­ir á reki í sjón­um. Fyrstu mánuðina á eft­ir gat hann ekki minnst á þetta og þegar Maher komst hingað til Íslands var hann illa far­inn á sál­inni. Hann hef­ur hins veg­ar fengið góða sál­ræna aðstoð á Íslandi og er far­inn að geta talað um hluti sem hann upp­lifi en það gat hann ekki fyrr en eft­ir lang­an tíma og mikla hjálp.

Særður sýrlenskur drengur bíður eftir læknishjálp í Douma, austur af …
Særður sýr­lensk­ur dreng­ur bíður eft­ir lækn­is­hjálp í Douma, aust­ur af Dam­askus eft­ir loft­árás­ir stjórn­ar­hers­ins í Sýr­landi. AFP

Eft­ir fjög­urra tíma sund komst Maher loks að landi en um tíma vildi hann bara deyja og var í raun nán­ast far­inn yfir móðuna miklu. Hvað það var sem vakti hann veit hann ekki en það var eitt­hvað sem gaf hon­um þrek til þess að ná landi þar sem hann sá ljó­stýru frá vita.

Þar tók við 20 daga bið á nýju en hann vildi ekki fara aft­ur til Sýr­lands þrátt fyr­ir að Hiba hafi grát­beðið hann um að koma aft­ur þeim. Hún vildi frek­ar að þau myndu deyja sam­an þar held­ur en að vita af hon­um í votri gröf Miðjarðar­hafs­ins. En það kom ekki til greina í huga Maher. Hann vildi reyna að kom­ast sem lengst frá Sýr­landi sem á þess­um tíma var orðið hel­víti á jörð. Hann hringdi á hverj­um morgni til þess að at­huga hvort fjöl­skyld­an væri á lífi. Hann vildi vernda okk­ur og það tók skelfi­lega á hann að vita af mér og dætr­um okk­ar enn í Sýr­landi. En ég varð að vinna svo ég gæti borgað húsa­leigu og fram­fleitt okk­ur. Það var ekk­ert annað í boði.“

Frá borginni Palmyra eftir Ríki íslams.
Frá borg­inni Pal­myra eft­ir Ríki íslams. AFP

Sá flótti tókst bet­ur og var hon­um bjargað á land af ít­ölsku strand­gæsl­unni. Þar héldu erfiðleik­arn­ir áfram því ít­ölsk yf­ir­völd kröfðu hann um fingra­för. Var það und­ir því yf­ir­skyni að kanna hvort hann væri á skrá sem glæpa­maður sem hann var ekki. Maher vildi hins veg­ar ekki setj­ast að á Ítal­íu enda hefði verið von­laust fyr­ir hann að fá fjöl­skyld­una til hans þar. Aðbúnaður flótta­fólks er skelfi­leg­ur á Ítal­íu og fátt sem bíður þeirra annað en gat­an. En þeir fengu fingra­för hans að lok­um. Það var gert með því að láta hann af­klæðast og vera í her­bergi með fleiri nökt­um mönn­um og inn í her­bergið komu lög­reglu­menn með hunda. Maher ákvað að gefa þeim fingra­för sín eft­ir þetta.

Mannúðarsam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal gáfu ný­verið út skýrslu um hvernig tekið er á móti flótta­mönn­um á Ítal­íu þar sem öll­um ráðum er beitt til þess að þvinga fólk til að láta fingra­för sín.

Skýrsla Am­nesty In­ternati­onal

Sam­kvæmt til­mæl­um frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem kynnt voru árið 2015, er ít­ölsk­um stjórn­völd­um skylt að taka fingra­för allra flótta­manna sem koma til lands­ins. Þeir sem vilja hins veg­ar sækja um hæli í öðru Evr­ópu­ríki, ef til vill vegna þess að ætt­ingj­ar þeirra eru þar fyr­ir, eiga hags­muna að gæta að forðast slíka skrán­ingu vegna hætt­unn­ar á að verða end­ur­send­ir til Ítal­íu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar. Vegna þrýst­ings frá lönd­um og stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ít­ölsk stjórn­völd gripið til þving­un­araðgerða til ná fingra­för­um fólks. Am­nesty In­ternati­onal skráði fjölda frá­sagna um varðhald af geðþótta­ástæðum og óhóf­lega vald­beit­ingu til þvinga karl­menn, kon­ur og börn, sem eru ný­kom­in til lands­ins, að láta fingra­för sín í té.

Synjað um hæli á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar

Maher Al Habbal, sem er 38 ára gam­all og klæðskeri að mennt, fór inn á netið eft­ir að hann kom til Ítal­íu og fór að leita að mögu­leg­um stað fyr­ir sig og fjöl­skyldu sína. Þegar hann leitaði að friðsæl­um stað kom Ísland upp, hér væri eng­inn her og eng­in olía sem gæti kynnt und­ir ófrið. Hann tók því stefn­una á Ísland og kom hingað til lands í nóv­em­ber 2014 og sótti um hæli.

Hon­um var synjað um hæli af Útlend­inga­stofn­un á grund­velli þess að hafa látið yf­ir­völd­um í té fingra­för sín. Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sneri hins veg­ar ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar við á grund­velli þess að hann væri svo illa hald­inn af áfall­a­streiturösk­un eft­ir flótt­ann þannig að mannúðarsjón­ar­mið réðu för í ákvörðun kær­u­nefnd­ar­inn­ar. 

RÚV hef­ur fjallað um mál Mahers og flótta hans yfir hafið en á vef RÚV í júlí 2015 kom fram að Útlend­inga­stofn­un hafi tekið ákvörðun um að senda hann til Ítal­íu þar sem Ítal­ía var tal­in bera ábyrgð á hæl­is­um­sókn­inni á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar svo­kölluðu. „Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur nú fellt þá ákvörðun úr gildi og hef­ur gert Útlend­inga­stofn­un að taka málið til efn­is­legr­ar meðferðar,“ seg­ir Arn­dís Anna Krist­ín­ar- og Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá hælisteymi RKÍ, í sam­tali við RÚV í júlí 2015. 

Eft­ir að Maher var veitt hæli hófst bar­átta hans fyr­ir því að fá fjöl­skyld­una til Íslands og er Hiba afar þakk­lát Rauða kross­in­um fyr­ir þeirra aðstoð allt frá því að Maher kom hingað.

Í janú­ar 2016 sam­einaðist fjöl­skyld­an á Íslandi, en þá voru liðnir um átján mánuðir síðan Maher hitti eig­in­konu sína og dæt­ur, Mariu og Söru. Móðir Hibu, Raiseh Agha, kom síðan til þeirra fyr­ir tæp­um tveim­ur mánuðum en faðir Hibu lést fyr­ir tveim­ur mánuðum í Sýr­landi.

„Þeir eyddu sög­unni“

Fjöl­skyld­an hef­ur komið sér fyr­ir og býr í lít­illi íbúð í fjöl­býl­is­húsi. Þau eru bæði kom­in með vinnu og Maria er í skóla og Sara er á leik­skóla. Þeim líður vel hérna á Íslandi og seg­ir Hiba að Íslend­ing­ar megi ekki gleyma því hvað þeir hafi það gott miðað við svo marga aðra. Hér sé ekk­ert stríð og hér fái all­ir að ganga í skóla.

Í Sýr­landi eru nán­ast eng­ir skól­ar starf­andi og Hiba á ekki von á því að þau muni nokk­urn tíma flytja aft­ur til Sýr­lands. Heima­lands­ins sem er rúst­ir ein­ar eft­ir tæp­lega sex ára stríð. Sögu­fræg­ar minj­ar sem marka upp­haf heims­sög­unn­ar eru orðnar að dufti og vænt­an­lega muni hvorki þeim hjón­un­um né dætr­un­um end­ast ævin til þess að sjá Sýr­land rísa upp úr öskustónni á nýj­an leik. „Þeir eyddu sög­unni. Forn­minj­ar sem eru jafn­vel 12 þúsund ára gaml­ar voru eyðilagðar. Við get­um ekki snúið aft­ur.“

Hún minn­ir á Líb­íu. Þar sé ástandið eig­in­lega verra eft­ir fall ein­ræðis­herr­ans og samt er eyðilegg­ing­in mun minni þar held­ur en í Sýr­landi. Hiba á tvo bræður og tvær syst­ur sem búa í Dam­askus og er í miklu sam­bandi við þau en vanda­mál­in eru gríðarleg. Spreng­ing­ar og skotárás­ir eru dag­legt brauð. Börn­in eru hungruð og þjást af alls kon­ar sjúk­dóm­um, bæði lík­am­leg­um og and­leg­um. Fjöldi fólks er aflimað eft­ir stríðið. Það er eng­inn staður ör­ugg­ur og börn eru ber­skjölduð enda mörg án for­eldra og búa á göt­um úti og reyna að fram­fleyta sér með betli eða götu­sölu.

„Við erum bara venju­leg friðsöm fjöl­skylda sem vill ekki taka þátt í stríði eða öðrum blóðsút­hell­ing­um. Við vilj­um njóta frels­is sem á að felst í lýðræðinu,“ seg­ir Hiba Al Jaraki sem er ánægð á Íslandi og finnst jafn­vel veðrið fínt, svona fyr­ir utan rokið, seg­ir hún og hlær þegar blaðamaður fer að kvarta yfir veðrátt­unni. 

mbl.is