Óhjákvæmilegt er að álykta að gögn um hæstaréttardómara sem Kastljós og Fréttablaðið hafa fjallað um komi frá Glitni. Þeir sem hafi lekið upplýsingunum vilja hafa áhrif á störf dómara og skapa tortryggni um störf þeirra, að sögn Skúla Magnússonar, formanns Dómarafélags Íslands.
Óhjákvæmilegt er að álykta að gögn um hæstaréttardómara sem Kastljós og Fréttablaðið hafa fjallað um komi frá Glitni. Þeir sem hafi lekið upplýsingunum vilja hafa áhrif á störf dómara og skapa tortryggni um störf þeirra, að sögn Skúla Magnússonar, formanns Dómarafélags Íslands.
Óhjákvæmilegt er að álykta að gögn um hæstaréttardómara sem Kastljós og Fréttablaðið hafa fjallað um komi frá Glitni. Þeir sem hafi lekið upplýsingunum vilja hafa áhrif á störf dómara og skapa tortryggni um störf þeirra, að sögn Skúla Magnússonar, formanns Dómarafélags Íslands.
Kastljós sagði í gærkvöldi frá hlutabréfaeign Markúsar Sigurbjörnssonar, hæstaréttardómara og fyrrverandi formanns Hæstaréttar, og fleiri dómara. Þar kom einnig fram að engin gögn fyndust hjá nefnd um störf dómara um að þeir hefðu tilkynnt um hlutabréfaeign sína eins og lög kveða á um. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er svo fullyrt að fjórir dómarar við Hæstarétt hafi tapað fé við fall Glitnis.
Frétt Mbl.is: Segja Markús ekki hafa farið að reglum
Skúli segir að forsíða Fréttablaðsins í dag þar sem afrit af ökuskírteini Markúsar sé meðal annars birt sé vitnisburður um upplýsingaleka. Þeir sem standi að lekanum hljóti að ætla sér eitthvað meira með hann og væntanlega að hafa áhrif á meðferð mála.
„Væntanlega einhver mál sem tengjast Glitni. Þetta eru upplýsingar sem stafa frá Glitni. Ég held að sú ályktun sé því miður óhjákvæmileg að þeir sem standa að þessum upplýsingaleka vilji hafa einhvers kona áhrif á störf dómstóla eða þá að skapa tortryggni um þeirra störf,“ segir Skúli.
Miðað við þá umfjöllun sem farið hefur fram telur Skúli ekki fyllilega ljóst hvort að viðkomandi dómarar hafi vanrækt skyldu sína til þess að tilkynna um eignarhluti sína í fyrirtækjum. Þannig hafi Kastljós birt bréf eins dómara þar sem hann tilkynnti nefnd um störf dómara um hlutabréf sem hann hafði fengið í arf og um sölu á þeim.
„Það virðist vera að þessir dómarar hafi tilkynnt um eignarhluti sína andstætt því sem haldið var fram. Sökin er þá frekar hjá nefnd um störf dómara sem hefur ekki haldið utan um þessar tilkynningar,. Það virðist vera að þessar upplýsingar hafi ekki verið skráðar og þessar tilkynningar hafi ekki verið varðveittar hjá þessari nefnd. Það er auðvitað mjög miður ef það er rétt“ segir Skúli.
Frétt Mbl.is: Telur sig ekki hafa verið vanhæfan
Hins vegar telur Skúli ekki hægt að ráða af umfjöllun Kastljóss að þetta hafi komið að sök í dómsmálum þar sem fjallað var um Glitni. Ekkert hafi komið fram um að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá nefndinni um hagsmunatengsl dómara.
Umræðuna um mögulegt vanhæfi dómaranna í málum sem tengjast Glitni segir Skúli svo annað mál sem tengist tilkynningaskyldu dómaranna um eignarhluti sína aðeins með óbeinum hætti. Hæfi dómaranna í þessum málum hafi ekki verið dregið í efa fram að þessu.
Skúli telur jafnframt býsna langsótt að telja dómara vanhæfan jafnvel þó að hann hafi mögulega tapað fé hjá Glitni við fall bankans í hruninu. Þó sé hugsanlega hægt að færa rök fyrir því.
„Þá er gert ráð fyrir að dómari beri hugsanlega einhverja óvild í brjósti eða einhvers konar hefndarhug gagnvart stjórnendum Glitnis vegna þess að hann hafi tapað peningum. Mér finnst það svona frekar langsótt með hliðsjón af því að það töpuðu nú held ég langflestir Íslendingar verulegum fjármunum í hruninu nokkurn veginn sama hvar þeir voru í sveit settir,“ segir formaður Dómarafélagsins.
Fram að þessu hafa reglur gert ráð fyrir að aðilar mála geti óskað eftir upplýsingum frá nefnd um störf dómara um möguleg hagsmunatengsl dómara. Reglunum hefur nú verið breytt þannig að aukastörf dómara eru opinber öllum.
Af samtölum sínum við dómara segist Skúli ekki telja neitt því til fyrirstöðu að upplýsingar um hlutabréfaeignir dómara verði líka gerðar opinberar. Hann spyr sig engu að síður hversu langt eigi að ganga í opinberri skráningu á ýmsu sem lúti að aðstæðum dómara.
Frétt Mbl.is: Fjórir hæstaréttardómarar töpuðu á Glitni
„Það má til dæmis spyrja hvort það eigi að vera opinber í hvaða trúfélagi dómari er eða hvaða öðrum félögum,“ segir Skúli.
Skráning af þessu tagi leysi aldrei úr hæfi dómara eða tæmi umfjöllun um það.
„Dómarinn verður eftir sem áður að gæta að hæfi sínu sjálfur. Svo auðvitað veita aðilar dómaranum aðhald og þeir hafa ýmsar leiðir til að afla sér upplýsinga um hagi og aðstæður dómara ef þeir hafa áhuga á því. Svona opinber skráning á hagsmunatengslum dómara hún nær auðvitað bara ákveðið langt. Hún er til að skapa dómurum ákveðið aðhald, marka þeim ramma og efla trúverðugleika dómstólanna. Eftir sem áður þarf dómari að gæta að og skera úr sínu hæfi sjálfur,“ segir Skúli.
Að því sögðu telur Skúli sjálfsagt að hagsmunatengsl dómara séu sett undir smásjá.
„Auðvitað er sjálfsagt og eðlilegt að aðstæður dómara og hagsmunatengsl þeirra séu sett undir smásjá og það sé skoðað ofan í kjölinn hvort þeir hafi gætt nægilega að sér við tilkynningu á sínum hagsmunum og gætt nægilega að hæfi sínu í einstökum málum. Það er sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Skúli.