„Ég styð Hitler“

Fjöldamorð í Charleston | 9. desember 2016

„Ég styð Hitler“

Dyl­ann Roof, maður­inn sem skaut níu manns til bana í kirkju í bæn­um Char­lest­on í Suður-Karólínu í júní í fyrra, sagði „ég styð Hitler“ í myndskeiði sem var spilað í dómsal í dag þar sem réttað er yfir Roof.

„Ég styð Hitler“

Fjöldamorð í Charleston | 9. desember 2016

Dylann Roof.
Dylann Roof. AFP

Dyl­ann Roof, maður­inn sem skaut níu manns til bana í kirkju í bæn­um Char­lest­on í Suður-Karólínu í júní í fyrra, sagði „ég styð Hitler“ í myndskeiði sem var spilað í dómsal í dag þar sem réttað er yfir Roof.

Dyl­ann Roof, maður­inn sem skaut níu manns til bana í kirkju í bæn­um Char­lest­on í Suður-Karólínu í júní í fyrra, sagði „ég styð Hitler“ í myndskeiði sem var spilað í dómsal í dag þar sem réttað er yfir Roof.

Kviðdóm­end­ur al­rík­is­dóms sem fjall­ar um dauðarefs­ing­ar byrjuðu í dag að hlusta á upp­töku af játn­ingu kynþátta­hat­aramns, Roof.

„Ég sagði ekkert við þau áður en ég dró fram byssuna, ekki eitt orð,“ sagði hinn 22 ára gamli Roof í myndskeiðinu en rétt­ar­höld­in hóf­ust á miðviku­dag.

Hann virtist hlæja í viðtalinu þegar hann sagðist hafa leyft Polly Sheppard að lifa af, til að hún gæti sagt frá árásinni. 

Roof svar­ar nú til saka vegna ákæru um hat­urs­glæp og á yfir höfði sér dauðarefs­ingu verði hann fund­inn sek­ur. Hann er einnig ákærður fyr­ir morð en þau rétt­ar­höld hefjast ekki fyrr en um miðjan janú­ar.

„Ég giska á fimm... kannski. Ég er ekki viss,“ sagði Roof þegar hann var spurður að því hversu marga hann hefði skotið. „Ég er ekki hrifinn af því sem svart fólk gerir,“ bætti hann við.

„Ég ákvað að fara ekki í aðra kirkju vegna þess að þar hefði ég getað rekist á hvítt fólk,“ sagði Roof en hann vildi ekki hefja stríð á milli kynþátta. Hins vegar væri hann hlynntur aðskilnaði kynþátta.

Í viðtalinu var Roof sýnd mynd frá heimili föður síns. Þar var búið að krota 1488 í sandinn. Roof útskýrði það: „88 stendur fyrir Heil Hitler...ég styð Hitler.“

Aðspurður sagði Roof að það væri of snemmt að segja til um hvort hann sæi eftir verknaðinum. Hann sagðist ekki vita hver tilgangurinn með morðunum væri. „Ég veit það ekki.“

Frétt ABC um málið.

mbl.is