Hlusta á játningu fjöldamorðingjans

Fjöldamorð í Charleston | 9. desember 2016

Hlusta á játningu fjöldamorðingjans í Charleston

Kviðdómendur alríkisdóms sem fjallar um dauðarefsingar byrjuðu í dag að hlusta á upptöku af játningu kynþáttahatara sem skaut níu svarta kirkjugesti í Charleston í júní í fyrra. Hann hefur sjálfur ekki tekið til máls við réttarhöldin og er þetta í fyrsta skipti sem játningin heyrist opinberlega.

Hlusta á játningu fjöldamorðingjans í Charleston

Fjöldamorð í Charleston | 9. desember 2016

Kirkjan í Charleston þar sem Dylann Roof drap níu svarta …
Kirkjan í Charleston þar sem Dylann Roof drap níu svarta kirkjugesti. AFP

Kviðdómendur alríkisdóms sem fjallar um dauðarefsingar byrjuðu í dag að hlusta á upptöku af játningu kynþáttahatara sem skaut níu svarta kirkjugesti í Charleston í júní í fyrra. Hann hefur sjálfur ekki tekið til máls við réttarhöldin og er þetta í fyrsta skipti sem játningin heyrist opinberlega.

Kviðdómendur alríkisdóms sem fjallar um dauðarefsingar byrjuðu í dag að hlusta á upptöku af játningu kynþáttahatara sem skaut níu svarta kirkjugesti í Charleston í júní í fyrra. Hann hefur sjálfur ekki tekið til máls við réttarhöldin og er þetta í fyrsta skipti sem játningin heyrist opinberlega.

Réttarhöldin hófust á miðvikudag en Dylann Roof, sem réðist inn í Móður Emanúel-kirkjuna í Suður-Karólínu og skaut fólkið til bana vegna kynþáttar þess, hefur þagað þunnu hljóði og ekki litið upp frá borðinu sem hann situr við, jafnvel þegar myndir af voðaverkum hans voru sýndar og eftirlifendur árásarinnar kölluðu hann illan.

Móðir hans fékk meðal annars hjartaáfall þegar einn kirkjugestanna sem lifði skotárásina af bar vitni á miðvikudag. Roof svarar nú til saka vegna ákæru um hatursglæp og á yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Hann er einnig ákærður fyrir morð en þau réttarhöld hefjast ekki fyrr en um miðjan janúar.

Verjendur Roof hafa óskað eftir því að leggja fram sönnunargögn um hugarástand Roof en þeir segja að hann hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum kvöldið sem hann myrti fólkið. Það er sagt endurspegla áhyggjur verjendanna af því að Roof hafi óskað eftir því að verja sjálfan sig þegar refsing hans verður ákveðin.

Roof var 21 árs gamall þegar hann framdi ódæðið. Með því sagðist hann vonast til þess að koma af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum.

mbl.is