Höfum dregist aftur úr í netöryggi

Tölvu- og netöryggi | 9. desember 2016

Ísland hefur dregist aftur úr í netöryggi

Íslendingar hafa verið á eftir þegar kemur að innleiðingu reglugerða varðandi fjármálainnviði og greiðslumiðlun sem taka þarf upp í gegnum EES-samninginn.

Ísland hefur dregist aftur úr í netöryggi

Tölvu- og netöryggi | 9. desember 2016

Eftir því sem viðskipti færast meira á netið verður öryggi …
Eftir því sem viðskipti færast meira á netið verður öryggi brýnna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Íslendingar hafa verið á eftir þegar kemur að innleiðingu reglugerða varðandi fjármálainnviði og greiðslumiðlun sem taka þarf upp í gegnum EES-samninginn.

Íslendingar hafa verið á eftir þegar kemur að innleiðingu reglugerða varðandi fjármálainnviði og greiðslumiðlun sem taka þarf upp í gegnum EES-samninginn.

Þetta fram kemur í nýrri fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag þar sem vitnað er til nýrrar útgáfu af ritinu Fjármálainnviðum sem Seðlabanki Íslands gefur út.

Augu stjórnvalda víða um heim beinast í auknum mæli að öryggi í net- og upplýsingakerfum og er fjármálaþjónusta þar ekki undanskilin. Ógnin vegna misnotkunar á net- og upplýsingatækni fer ört vaxandi, ásamt því að tækninýjungar og síbreytilegar aðferðir gera rekstraraðilum upplýsingakerfa stöðugt erfiðara að verjast netárásum.

Að sögn Sigríðar Rafnar Pétursdóttir, forstöðumanns hjá Seðlabankanum, var tilgangurinn með umfjöllun Fjármálainnviða um netöryggi að vekja athygli á þessum málum. „Málaflokkurinn hefur snertifleti við margar stjórnsýslustofnanir og verið í deiglunni undanfarið,“ segir Sigríður. „Þegar kemur að net- og upplýsingaöryggi, þá er full ástæða til að vera vakandi og með viðbúnaðinn í lagi.“

mbl.is