Williams gæti sleppt Bottas

Formúla-1/Mercedes | 16. desember 2016

Williams gæti sleppt Bottas

Williamsliðið segist munu skoða að leyfa Valtteri Bottas að fara og fylla sætið sem Nico Rosberg skildi eftir autt hjá Mercedes fyrir næsta ár.

Williams gæti sleppt Bottas

Formúla-1/Mercedes | 16. desember 2016

Mercedes freistar þess að fá Valtteri Bottas til sín frá …
Mercedes freistar þess að fá Valtteri Bottas til sín frá Williams. AFP

Williamsliðið segist munu skoða að leyfa Valtteri Bottas að fara og fylla sætið sem Nico Rosberg skildi eftir autt hjá Mercedes fyrir næsta ár.

Williamsliðið segist munu skoða að leyfa Valtteri Bottas að fara og fylla sætið sem Nico Rosberg skildi eftir autt hjá Mercedes fyrir næsta ár.

Þetta kemur þó aðeins til greina að „reyndur og trúverðugur ökumaður fáist í staðinn fyrir Bottas, að sögn liðsstjórans Clair Williams.

Að sögn bresku útvarpsstöðvarinnar BBCSport hefur Mercedes boðið Williams 10 milljóna dollara afslátt á vélum fyrir næsta ár láti það því Bottas eftir. Þessu frumtilboði Mercedes var hafnað, en liðsstjórinn staðfestir að viðræður séu í gangi.

Williams réði í haust hinn 18 ára kanadíska nýliða Lance Stroll til að keppa í stað Felipe Massa sem sagði skilið við formúluna við vertíðarlok. Sagði tæknistjórinn Pat Symonds að það „skipti öllum sköpum“ fyrir liðið að halda Bottas.

„Ég er alsæl með það að lið eins og Mercedes metur Valtteri sem mögulegan arftaka Nico,“ sagði Claire Williams við BBC Sport. „Okkur hefur alltaf verið ljóst að Valtteri er einn af þeim hæfileikaríkustu í íþróttinni. En við verðum að tryggja að okkar lið fái sem best tækifæri til að bæta sig. Breytingar myndu því aðeins eiga sér stað að Williams verði í sterkri stöðu til að keppa og þróa bílinn. Leyfðum við Valtteri að fara gerðum við það því einungis að við fengjum reyndan og trúverðugan ökumann í staðinn, svo sem einhver á borð við Felipe Massa, svo dæmi sé nefnt. Sú ákvörðun sem við tökum verður að vera sú besta í þágu liðsins.“

Massa, sem er 35 ára, hætti keppni við nýafstaðin vertíðarlok. Hann hefur nú verið nefndur ýmist sem arftaki Rosberg eða Bottas. Umboðsmaður hans, Nicolas Todt, hefur hins vegar verið þögull sem gröfin og segir að Massa muni í engu skýra frá hvað nú tekur við hjá honum fyrr en í byrjun næsta árs. 

Valtteri Bottas á ferð á Williamsbílnum í móti.
Valtteri Bottas á ferð á Williamsbílnum í móti. AFP
Valtteri Bottas.
Valtteri Bottas. AFP
mbl.is