Laus úr haldi lögreglu

Árás í Berlín | 20. desember 2016

Laus úr haldi lögreglu

Þýska lögreglan hefur látið manninn, sem hún hafði í haldi grunaðan um að standa að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín í gær, lausan vegna skorts á sönnunum. 12 manns fórust þegar vörubíl var ekið inn í fólksfjölda á jólamarkaðir í miðborg Berlínar og 48 slösuðust, sumir hverjir alvarlega.

Laus úr haldi lögreglu

Árás í Berlín | 20. desember 2016

Lögreglumaður kveikir á kerti til minningar um fórnarlömb árásarinnar á …
Lögreglumaður kveikir á kerti til minningar um fórnarlömb árásarinnar á jólamarkaðinn. AFP

Þýska lögreglan hefur látið manninn, sem hún hafði í haldi grunaðan um að standa að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín í gær, lausan vegna skorts á sönnunum. 12 manns fórust þegar vörubíl var ekið inn í fólksfjölda á jólamarkaðir í miðborg Berlínar og 48 slösuðust, sumir hverjir alvarlega.

Þýska lögreglan hefur látið manninn, sem hún hafði í haldi grunaðan um að standa að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín í gær, lausan vegna skorts á sönnunum. 12 manns fórust þegar vörubíl var ekið inn í fólksfjölda á jólamarkaðir í miðborg Berlínar og 48 slösuðust, sumir hverjir alvarlega.

Fréttavefur BBC hefur eftir þýska saksóknaranum að manninum hafi verið sleppt þar sem lögregluyfirvöld hafi ekki nægar sannanir til að ákæra hann.  Maðurinn er pakistanskur að uppruna og kom til Þýskalands sem flóttamaður í lok árs í fyrra. Þýskir fjölmiðar hafa nefnd hann Naved B.

Maðurinn hefur harðneitað allri aðild að árásinni, en hann var handtekinn í lystigarði í um 2 km fjarlægð frá jólamarkaðinum eftir að hafa flúið af vettvangi.

Haft var eftir lög­reglu­stjór­inum í Berlín fyrr í dag að hann óttaðist að árásarmaðurinn gangi enn laus og hvatti hann borgara til að fara öllu með gát.

Sak­sókn­ar­inn Peter Frank tók í sama streng og sagði við fjöl­miðla í dag að sá sem væri í haldi væri mögu­lega ekki sá sem bæri ábyrgð á árás­inni.

mbl.is