Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árásinni

Árás í Berlín | 20. desember 2016

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árásinni

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á jólamarkaðinn í miðborg Berlínar í gær, þar sem 12 manns fórust og 48 slösuðust. Samtökin lýstu því yfir í gegnum fréttaveitu sína Amaq, að vígamaður samtakanna hefði ekið flutningabíl inn í mannfjöldann á jólamarkaðinum.

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árásinni

Árás í Berlín | 20. desember 2016

Yfirlitsmynd yfir eyðilegginguna sem vörubíllinn olli er hann keyrði inn …
Yfirlitsmynd yfir eyðilegginguna sem vörubíllinn olli er hann keyrði inn í mannfjöldann á jólamarkaðinum. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á jólamarkaðinn í miðborg Berlínar í gær, þar sem 12 manns fórust og 48 slösuðust. Samtökin lýstu því yfir í gegnum fréttaveitu sína Amaq, að vígamaður samtakanna hefði ekið flutningabíl inn í mannfjöldann á jólamarkaðinum.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á jólamarkaðinn í miðborg Berlínar í gær, þar sem 12 manns fórust og 48 slösuðust. Samtökin lýstu því yfir í gegnum fréttaveitu sína Amaq, að vígamaður samtakanna hefði ekið flutningabíl inn í mannfjöldann á jólamarkaðinum.

Ekki kom fram í yfirlýsingunni hver árásarmaðurinn væri, en lögregluyfirvöld í Þýskalandi létu nú síðdegis lausan mann sem þau höfðu í haldi vegna árásarinnar vegna skorts á sönnunum.

Maðurinn sem var í haldi lögreglu er pakistanskur flóttamaður sem kom til Þýskalands fyrir ári síðan, hefur verið nefndur í fjölmiðlum sem Naved B. Hann hefur alfarið hafnað því að hafa ekið bílnum og hafa lögregluyfirvöld sagt að árásarmaðurinn, eða árásarmennirnir, kunni enn að vera ófundnir.

Í yfirlýsingu Ríkis íslams sagði að árásin væri svar við kalli samtakanna að ráðist sé gegn íbúum þeirra ríkja sem sameinast hafa í andstöðu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum.

Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur tekið yfirlýsingu samtakanna af varfærni og segir lögreglu nú rannsaka „nokkrar mögulegar skýringar“.

Áður en Naved B. var látinn laus í dag lýstu þýsk yfirvöld því yfir að þau gætu ekki verið viss um að hann hefði komið að árásinni. „Við verðum að skoða þann möguleika að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi sé mögulega ekki árásarmaðurinn,“ sagði ríkissaksóknari Peter Frank á fundi með fjölmiðlum. Hann sagði árásaraðferðina þó vera í anda múslimskra öfgatrúarmanna.

Naved B., sem er 23 ára, var handtekinn í lystigarði í nágrenninu eftir að hafa sést flýja af vettvangi. Talið er að hann sé lögreglu kunnugur vegna smáglæpa, en ekki er vitað til þess að hann tengist hryðjuverkasamtökum.

Bílstjóri vörubílsins, Pólverjinn Lukasz Urban, fannst látinn í farþegasæti bílsins og hafði hann að sögn fréttavefjar BBC bæði skot- og stungusár á líkamanum. Engin byssa fannst á vettvangi.

mbl.is