100.000 evra fundarlaun fyrir árásarmanninn

Árás í Berlín | 21. desember 2016

100.000 evra fundarlaun fyrir árásarmanninn

Yfirvöld í Þýskalandi buðu í dag 100.000 evru fundarlaun, eða tæpar 12 milljón krónur, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku Túnisans sem nú er leitað í tengslum við árásina á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld.

100.000 evra fundarlaun fyrir árásarmanninn

Árás í Berlín | 21. desember 2016

Þýska lögreglan hefur birt þessar tvær myndir af Túnisanum Anis …
Þýska lögreglan hefur birt þessar tvær myndir af Túnisanum Anis Amri, sem hún grunar um aðild að árásinni á jólamarkaðinn. AFP

Yfirvöld í Þýskalandi buðu í dag 100.000 evru fundarlaun, eða tæpar 12 milljón krónur, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku Túnisans sem nú er leitað í tengslum við árásina á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld.

Yfirvöld í Þýskalandi buðu í dag 100.000 evru fundarlaun, eða tæpar 12 milljón krónur, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku Túnisans sem nú er leitað í tengslum við árásina á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld.

12 manns fórust þegar vörubíl var ekið inn í fólksfjöldann á markaðinum og 48 slösuðust, en ökumaðurinn flúði af vettvangi eftir að hafa myrt atvinnubílstjórann sem ekið hafði bílnum frá Póllandi til Þýskalands.

Frétt mbl.is: Leita að Túnisa vegna árásarinnar

Maðurinn sem lögregla auglýsir nú eftir heitir Anis Amri og er 24 ára. Hann er sagður vera 178 cm hár og um 75 kg að þyngd, með svart hár og brún augu. Í yfirlýsingu frá þýsku lögreglunni er varað við að hann kunni að vera bæði vopnaður og hættulegur.

Tvær myndir af Amri hafa verið birtar á vef embættis þýska ríkissaksóknarans , en Amri er sagður fædd­ur árið 1992 í borg­inni Tata­ou­ine. Hann sótti um hæli í Þýskalandi í apríl og fékk tíma­bundið dval­ar­leyfi sam­kvæmt frétt Su­eddeutsche Zeit­ung. 

mbl.is