Árásarmannsins enn leitað

Árás í Berlín | 21. desember 2016

Árásarmannsins enn leitað

Mikill viðbúnaður er hjá þýsku lögreglunni sem leitar manns sem talinn er hafa ekið viljandi inn í mannmergð á jólamarkaði í Berlín í fyrrakvöld. Ekki er útilokað að fleiri en einn hafi komið að árásinni. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu í gær en ekkert er vitað hver var að verki. Talið er að árásarmaðurinn sé vopnaður.

Árásarmannsins enn leitað

Árás í Berlín | 21. desember 2016

Mikill viðbúnaður er hjá þýsku lögreglunni sem leitar manns sem talinn er hafa ekið viljandi inn í mannmergð á jólamarkaði í Berlín í fyrrakvöld. Ekki er útilokað að fleiri en einn hafi komið að árásinni. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu í gær en ekkert er vitað hver var að verki. Talið er að árásarmaðurinn sé vopnaður.

Mikill viðbúnaður er hjá þýsku lögreglunni sem leitar manns sem talinn er hafa ekið viljandi inn í mannmergð á jólamarkaði í Berlín í fyrrakvöld. Ekki er útilokað að fleiri en einn hafi komið að árásinni. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu í gær en ekkert er vitað hver var að verki. Talið er að árásarmaðurinn sé vopnaður.

Tólf létust og 24 eru slasaðir á sjúkrahúsi, þar af 14 mjög alvarlega, eftir að flutningabifreið var ekið á miklum hraða inn á jólamarkað á annatíma. 23 ára gamall hælisleitandi frá Pakistan var handtekinn skömmu síðar grunaður um verknaðinn en það reyndist ekki á rökum reist.

Í frétt sem birt var hjá Amaq-fréttastofunni, sem tengist hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, kemur fram að hermaður Ríkis íslams standi á bak við blóðbaðið í Berlín en það sé liður í áætlun samtakanna að herja á almenna borgara í þeim ríkjum sem mynda bandalag gegn Ríki íslams. Þýskaland er hluti af hernaðarbandalagi undir forystu Bandaríkjamanna sem berst við liðsmenn Ríkis íslams í Sýrlandi og Írak.

mbl.is