Leita Túnisa vegna árásarinnar

Árás í Berlín | 21. desember 2016

Leita Túnisa vegna árásarinnar

Þýska lögreglan leitar Túnisa sem er grunaður um að tengjast hryðjuverkinu á jólamarkaði í Berlín fyrr í vikunni. Þýska blaðið Spiegel greinir frá þessu en um 500 vísbendingar hafa borist til lögreglunnar í tengslum við árásina. Tólf létust og 24 særðust, þar af alvarlega, í árásinni.

Leita Túnisa vegna árásarinnar

Árás í Berlín | 21. desember 2016

AFP

Þýska lögreglan leitar Túnisa sem er grunaður um að tengjast hryðjuverkinu á jólamarkaði í Berlín fyrr í vikunni. Þýska blaðið Spiegel greinir frá þessu en um 500 vísbendingar hafa borist til lögreglunnar í tengslum við árásina. Tólf létust og 24 særðust, þar af alvarlega, í árásinni.

Þýska lögreglan leitar Túnisa sem er grunaður um að tengjast hryðjuverkinu á jólamarkaði í Berlín fyrr í vikunni. Þýska blaðið Spiegel greinir frá þessu en um 500 vísbendingar hafa borist til lögreglunnar í tengslum við árásina. Tólf létust og 24 særðust, þar af alvarlega, í árásinni.

Samkvæmt frétttum Allgemeine Zeitung og Bild er maðurinn annað hvort 21 árs eða 23 ára. Hann gengur undir þremur ólíkum nöfnum. Báðir fjölmiðlar segja að gögn tengd hælisumsókn hans í Þýskalandi hafi fundist í stýrishúsi flutningabílsins.

Samkvæmt bráðabirgðadvalarleyfi sem fannst í bílnum heitir maðurinn Anis A og er fæddur árið 1992 í borginni Tataouine. Hann sótti um hæli í Þýskalandi í apríl og fékk tímabundið dvalarleyfi samkvæmt frétt Sueddeutsche Zeitung. 

Yfirmaður rannsóknarinnar er ekki bjartsýnn á að árásarmaðurinn verði handtekinn fljótlega en verið er að fara yfir fingraför og lífsýni sem fundust inni í flutningabílnum sem notaður var við árásina. Eins er verið að fara yfir GPS gögn í þeirri von að finna upplýsingar um farsíma árásarmannsins.

Meðal þeirra sem létust er bílstjóri flutningabílsins, Pólverjinn Lukasz Urban, 37 ára. Bild greinir frá því í morgun að Urban hafi verið skotinn til bana eftir að flutningabíllinn stöðvaði og er jafnvel talið að hann hafi lent í átökum við þann sem sat undir stýri og viljað afstýra frekara blóðbaði.

Eins hafa borist fregnir um að fjölskylda ítalskrar konu, Fabrizia di Lorenzo, óttist um að hún sé meðal þeirra sem létust. Hún hafi ekki mætt til vinnu og bæði sími hennar og ferðagögn fundust á vettvangi.

mbl.is